Sjáðu markasúpuna í Víkinni og dramatíkina á Dalvík Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. maí 2022 10:00 Emil Atlason er kominn með fjögur mörk í Bestu deildinni. vísir/Hulda Margrét Einn magnaðasti leikur seinni ára fór fram í Víkinni í gær þegar Stjarnan vann Íslands- og bikarmeistara Víkings, 4-5, í 3. umferð Bestu deildar karla. Alls voru sextán mörk skoruð í þremur leikjum í gær. Emil Atlason og Kristall Máni Ingason skoruðu báðir þrennu í Víkinni í gær. Emil var þó öllu sáttari eftir leik enda fóru Stjörnumenn heim í Garðabæinn með öll þrjú stigin. Nikolaj Hansen, markakóngur síðasta tímabils, kom Víkingi yfir strax á 3. mínútu. En eftir þrjú mörk á tíu mínútum, tvö frá Emil og eitt frá Adolf Daða Birgissyni, komst Stjarnan í 1-3. Kristall skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks og staðan því 2-3 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Eggert Aron Guðmundsson skoraði fjórða mark gestanna á 65. mínútu en Kristall minnkaði muninn í 3-4 úr vítaspyrnu þremur mínútum síðar. Emil kom Stjörnunni aftur tveimur mörkum yfir á 74. mínútu en Kristall skoraði svo síðasta mark leiksins sex mínútum síðar. Lokatölur 4-5, Stjörnunni í vil í ótrúlegum leik. Klippa: Víkingur 4-5 Stjarnan Fram fékk sitt fyrsta stig á tímabilinu þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við ÍA í Safamýrinni. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. Guðmundur Magnússon kom Fram yfir á 23. mínútu en Eyþór Aron Wöhler jafnaði fyrir ÍA fjórum mínútum fyrir hálfleik með sínu fyrsta marki í efstu deild. Klippa: Fram 1-1 ÍA Tvíburarnir Þorri Mar og Nökkvi Þeyr Þórissynir voru hetjur KA þegar liðið vann 3-2 endurkomusigur á Keflavík. KA-menn eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki á meðan Keflvíkingar hafa tapað öllum fjórum leikjum sínum. Þorri kom KA yfir á 42. mínútu en Ingimundur Aron Guðnason jafnaði í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Á 68. mínútu komust gestirnir yfir þökk sé marki færeyska framherjans Patriks Johannesen. Það virtist ætla að duga Keflavík til sigurs en Nökkvi var á öðru máli. Hann jafnaði úr víti á 87. mínútu og á lokamínútunni skoraði hann sigurmark KA. Nökkvi og Þorri eru frá Dalvík, þar sem leikurinn í gær fór fram, og virtust kunna vel við sig á gamla heimavellinum. Klippa: KA 3-2 Keflavík Besta deild karla Víkingur Reykjavík Stjarnan Fram ÍA KA Keflavík ÍF Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fær enn morðhótanir daglega Fótbolti Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Sjá meira
Emil Atlason og Kristall Máni Ingason skoruðu báðir þrennu í Víkinni í gær. Emil var þó öllu sáttari eftir leik enda fóru Stjörnumenn heim í Garðabæinn með öll þrjú stigin. Nikolaj Hansen, markakóngur síðasta tímabils, kom Víkingi yfir strax á 3. mínútu. En eftir þrjú mörk á tíu mínútum, tvö frá Emil og eitt frá Adolf Daða Birgissyni, komst Stjarnan í 1-3. Kristall skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks og staðan því 2-3 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Eggert Aron Guðmundsson skoraði fjórða mark gestanna á 65. mínútu en Kristall minnkaði muninn í 3-4 úr vítaspyrnu þremur mínútum síðar. Emil kom Stjörnunni aftur tveimur mörkum yfir á 74. mínútu en Kristall skoraði svo síðasta mark leiksins sex mínútum síðar. Lokatölur 4-5, Stjörnunni í vil í ótrúlegum leik. Klippa: Víkingur 4-5 Stjarnan Fram fékk sitt fyrsta stig á tímabilinu þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við ÍA í Safamýrinni. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. Guðmundur Magnússon kom Fram yfir á 23. mínútu en Eyþór Aron Wöhler jafnaði fyrir ÍA fjórum mínútum fyrir hálfleik með sínu fyrsta marki í efstu deild. Klippa: Fram 1-1 ÍA Tvíburarnir Þorri Mar og Nökkvi Þeyr Þórissynir voru hetjur KA þegar liðið vann 3-2 endurkomusigur á Keflavík. KA-menn eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki á meðan Keflvíkingar hafa tapað öllum fjórum leikjum sínum. Þorri kom KA yfir á 42. mínútu en Ingimundur Aron Guðnason jafnaði í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Á 68. mínútu komust gestirnir yfir þökk sé marki færeyska framherjans Patriks Johannesen. Það virtist ætla að duga Keflavík til sigurs en Nökkvi var á öðru máli. Hann jafnaði úr víti á 87. mínútu og á lokamínútunni skoraði hann sigurmark KA. Nökkvi og Þorri eru frá Dalvík, þar sem leikurinn í gær fór fram, og virtust kunna vel við sig á gamla heimavellinum. Klippa: KA 3-2 Keflavík
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Stjarnan Fram ÍA KA Keflavík ÍF Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fær enn morðhótanir daglega Fótbolti Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Sjá meira