Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Selfoss 0-1 | Selfyssingar sigruðu Suðurlandsslaginn Einar Kárason skrifar 3. maí 2022 22:14 Selfyssingar hafa unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu. Vísir/Hulda Margrét Selfoss vann góðan 0-1 útisigur er liðið heimsótti ÍBV í Suðurlandsslag Bestu-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. Vel viðraði til knattspyrnu þegar ÍBV tók á móti Selfoss á votum Hásteinsvelli í dag. Ekki var mikið um góð færi en nóg var af tæklingum og hörku í leik sem endaði með 0-1 sigri gestanna. Selfyssingar léku sér meira með boltann í upphafi leiks án þess að það gerðist nokkur skapaður hlutur. Það var ekki fyrr en eftir stundarfjórðungs leik að fyrsta færið leit dagsins ljós þegar Brenna Lovera átti skalla framhjá marki ÍBV. Eyjastúlkur sátu aftarlega á vellinum og leyfðu gestaliðinu að senda boltann sín á milli. Þær áttu þó sínar tilraunir að marki en sú fyrsta sem ógnaði marki Selfyssinga kom þegar örfáar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Olga Sevcova átti þá fast skot úr teig en Tiffany Sornpao, markvörður gestanna, náði að handsama boltann í annarri tilraun. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan núll – núll og flestir líklega sáttir að geta staðið upp og sótt sér kaffisopa. Síðari hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri. Selfoss sá meira af boltanum og vildu meðal annars fá víti þegar Brenna féll í teig ÍBV, en ekkert dæmt. Síðari hálfleikur var enn ungur þegar fyrsta og eina mark leiksins leit dagsins ljós. Bergrós Ásgeirsdóttir átti þá sendingu, eða skot, frá hægri kantinum sem Guðnýju Geirsdóttur mistókst að halda og títtnefnd Brenna Lovera var fyrst á svæðið og kom boltanum í netið af stuttu færi. Við markið virtust Eyjastúlkur vakna til lífsins og færðu sig framar á völlinn. Selfyssingar þéttu raðirnar og gáfu ekki mörg færi á sér og þurfti Tiffany lítið að hafa fyrir því að verja þá bolta sem komu að marki hennar. Flestar tilraunir ÍBV komu fyrir utan teig og tiltölulega beint á markvörð gestanna. Áhlaup heimaliðsins báru lítinn árangur þrátt fyrir ágætis rispur hér og þar og tókst þeim ekki að skapa sér nein alvöru tækifæri til að jafna leikinn. Því fór að Selfoss vann eins marks sigur í jöfnum en tíðindalitlum leik. Af hverju vann Selfoss? Þær skoruðu mark í leik fárra færa. Brenna Lovera var eins og gammur inni í teig þegar hún kom boltanum í netið eftir að hann barst út í teiginn eftir markvörslu Guðnýjar. Hverjar stóðu upp úr? Sif Atladóttir var frábær í vörn gestanna. Skallaði hvern boltann á fætur öðrum burt frá hættusvæðum og kom í veg fyrir álitlegar sóknir Eyjastúlkna. Brenna Lovera vann vel í fremstu línu og skoraði eina mark leiksins. Hvað gekk illa? Knattspyrnan sem leikin var í dag var ekki sú fallegasta en leikmenn reyndu þó að spila boltanum sín á milli þegar tækifæri gafst og ljóst er að knattspyrnuleg gæði eru í báðum liðum þó áhorfendur hafi ekki fengið að njóta þeirra eins mikið og þeir vildu. Hvað gerist næst? ÍBV gerir sér ferð í höfuðborginni og etja þar kappi við lið KR á meðan Selfyssingar taka á móti Þrótturum. Jonathan Glenn: Við erum öll svekkt við niðurstöðuna Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV.Stöð 2 Sport Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV, var í sárum eftir leik. „Við erum svekkt í dag. Mér fannst við eiga meira skilið úr leiknum. Í fyrri hálfleik vorum við góðar varnarlega og stjórnuðum vörninni vel ásamt því að eiga ágætis spretti fram á við. Í síðari hálfleiknum sóttum við meira og fengum nokkur færi en við þurftum meiri kraft og áræðni fram á við. Meiri hlaup og betri hreyfingar í sókninni.” Flestar marktilraunir ÍBV voru skot fyrir utan teig „Eins og ég sagði þá vantaði betri hreyfingu við og í þeirra teig. Við vorum ekki nægilega beinskeyttar. Við skutum mikið fyrir utan teig en það var bara vegna þess að það var ekki nægilega mikið að gerast fremst á vellinum. Þetta er eitthvað sem við verðum að skoða.” „Við vissum að Selfoss væri gott lið en við sáum í dag að við erum það líka. Við sáum jafnvægi milli liðanna í dag og þessi leikur hefði eins getað farið eitt – eitt eða núll – núll. Við erum því öll svekkt með niðurstöðuna en eitthvað sem við verðum að sætta okkur við og halda áfram að bæta okkar leik.” Besta deild kvenna ÍBV UMF Selfoss Íslenski boltinn
Selfoss vann góðan 0-1 útisigur er liðið heimsótti ÍBV í Suðurlandsslag Bestu-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. Vel viðraði til knattspyrnu þegar ÍBV tók á móti Selfoss á votum Hásteinsvelli í dag. Ekki var mikið um góð færi en nóg var af tæklingum og hörku í leik sem endaði með 0-1 sigri gestanna. Selfyssingar léku sér meira með boltann í upphafi leiks án þess að það gerðist nokkur skapaður hlutur. Það var ekki fyrr en eftir stundarfjórðungs leik að fyrsta færið leit dagsins ljós þegar Brenna Lovera átti skalla framhjá marki ÍBV. Eyjastúlkur sátu aftarlega á vellinum og leyfðu gestaliðinu að senda boltann sín á milli. Þær áttu þó sínar tilraunir að marki en sú fyrsta sem ógnaði marki Selfyssinga kom þegar örfáar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Olga Sevcova átti þá fast skot úr teig en Tiffany Sornpao, markvörður gestanna, náði að handsama boltann í annarri tilraun. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan núll – núll og flestir líklega sáttir að geta staðið upp og sótt sér kaffisopa. Síðari hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri. Selfoss sá meira af boltanum og vildu meðal annars fá víti þegar Brenna féll í teig ÍBV, en ekkert dæmt. Síðari hálfleikur var enn ungur þegar fyrsta og eina mark leiksins leit dagsins ljós. Bergrós Ásgeirsdóttir átti þá sendingu, eða skot, frá hægri kantinum sem Guðnýju Geirsdóttur mistókst að halda og títtnefnd Brenna Lovera var fyrst á svæðið og kom boltanum í netið af stuttu færi. Við markið virtust Eyjastúlkur vakna til lífsins og færðu sig framar á völlinn. Selfyssingar þéttu raðirnar og gáfu ekki mörg færi á sér og þurfti Tiffany lítið að hafa fyrir því að verja þá bolta sem komu að marki hennar. Flestar tilraunir ÍBV komu fyrir utan teig og tiltölulega beint á markvörð gestanna. Áhlaup heimaliðsins báru lítinn árangur þrátt fyrir ágætis rispur hér og þar og tókst þeim ekki að skapa sér nein alvöru tækifæri til að jafna leikinn. Því fór að Selfoss vann eins marks sigur í jöfnum en tíðindalitlum leik. Af hverju vann Selfoss? Þær skoruðu mark í leik fárra færa. Brenna Lovera var eins og gammur inni í teig þegar hún kom boltanum í netið eftir að hann barst út í teiginn eftir markvörslu Guðnýjar. Hverjar stóðu upp úr? Sif Atladóttir var frábær í vörn gestanna. Skallaði hvern boltann á fætur öðrum burt frá hættusvæðum og kom í veg fyrir álitlegar sóknir Eyjastúlkna. Brenna Lovera vann vel í fremstu línu og skoraði eina mark leiksins. Hvað gekk illa? Knattspyrnan sem leikin var í dag var ekki sú fallegasta en leikmenn reyndu þó að spila boltanum sín á milli þegar tækifæri gafst og ljóst er að knattspyrnuleg gæði eru í báðum liðum þó áhorfendur hafi ekki fengið að njóta þeirra eins mikið og þeir vildu. Hvað gerist næst? ÍBV gerir sér ferð í höfuðborginni og etja þar kappi við lið KR á meðan Selfyssingar taka á móti Þrótturum. Jonathan Glenn: Við erum öll svekkt við niðurstöðuna Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV.Stöð 2 Sport Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV, var í sárum eftir leik. „Við erum svekkt í dag. Mér fannst við eiga meira skilið úr leiknum. Í fyrri hálfleik vorum við góðar varnarlega og stjórnuðum vörninni vel ásamt því að eiga ágætis spretti fram á við. Í síðari hálfleiknum sóttum við meira og fengum nokkur færi en við þurftum meiri kraft og áræðni fram á við. Meiri hlaup og betri hreyfingar í sókninni.” Flestar marktilraunir ÍBV voru skot fyrir utan teig „Eins og ég sagði þá vantaði betri hreyfingu við og í þeirra teig. Við vorum ekki nægilega beinskeyttar. Við skutum mikið fyrir utan teig en það var bara vegna þess að það var ekki nægilega mikið að gerast fremst á vellinum. Þetta er eitthvað sem við verðum að skoða.” „Við vissum að Selfoss væri gott lið en við sáum í dag að við erum það líka. Við sáum jafnvægi milli liðanna í dag og þessi leikur hefði eins getað farið eitt – eitt eða núll – núll. Við erum því öll svekkt með niðurstöðuna en eitthvað sem við verðum að sætta okkur við og halda áfram að bæta okkar leik.”
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti