Torfærutímabilið hefst á Hellu á morgun Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 6. maí 2022 07:00 Skúli Kristjánsson og Simbi á flugi. Skúli hefur titil að verja í sumar en hann er ríkjandi Íslandsmeistari í flokki sérútbúna flokknum. Sindratorfæran fer fram um helgina á akstursíþróttasvæðinu rétt austan við Hellu. Keppt verður bæði laugardag og sunnudag. Keppnin er því fyrsta og önnur umferð Íslandsmeistaramótsins. Flugbjörgunarsveitin á Hellu og Akstursíþróttadeild ungmennafélagsins Heklu. Keppni hefst klukkan 11 báða dagana. Eknar verða sex brautir hvorn daginn, þar á meðal verða hefðbundnari torfærubrautir, tímabrautir og svo það sem Hellukeppnirnar eru þekktastar fyrir ánna og mýrina sem eru á svæðinu. Þá má sjá bílana keyra á vatni. Nánari upplýsingar er að finna á Facebook-viðburðinum: Sindratorfæran á Hellu 2022. Venju samkvæmt eru keppendur, lið og bílar búin að taka ýmsum breytingum í vetur. Helst ber þar að nefna að Haukur Viðar Einarsson, hefur ásamt liði sínu sett um 1700 hestafla mótor í Hekluna. Haukur varð þriðji í Íslandsmeistaramótinu í fyrra, en með allt þetta afl er ljóst að Haukur og Heklan ætla sér stóra hluti. Haukur Viðar á Heklu fer væna veltu, eins og torfæruökumönnum einum er lagið. Geir Evert Grímsson keppti á nýsmíðuðum bíl í fyrra en með vél sem var ekki ætluð bílnum og hann hefur ásamt sínu liði nú sett öflugri vél í bílinn og það má því vænta enn frekari tilþrifa frá honum. Sindratorfæran verður haldinn af Flugbjörgunarsveitinni Hellu og Akstursíþróttanefnd Umf. HEKLU um helgina. Guðmundur Elíasson smíðaði svo nýjan bíl í vetur. Guðmundur er einn af Víkur þríeykinu. Þeir Ingi már Björnsson og Ingar Jóhannesson eru hinir tveir keppendurnir sem búa á Vík í Mýrdal. Þetta er í fyrsta skipti í tvö ár sem áhorfendur fá aðgang að keppninni á Hellu. Það er því von á að mikil spenna verði í fólki að koma og sjá bílana skauta yfir ánna og takast á við mýrina ásamt því að glíma við aðrar brautir. Auk þess verður keppnin í beinni útsendingu á Facebook-síðu Flugbjörgunarsveitarinnar Hellu. Akstursíþróttir Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent
Eknar verða sex brautir hvorn daginn, þar á meðal verða hefðbundnari torfærubrautir, tímabrautir og svo það sem Hellukeppnirnar eru þekktastar fyrir ánna og mýrina sem eru á svæðinu. Þá má sjá bílana keyra á vatni. Nánari upplýsingar er að finna á Facebook-viðburðinum: Sindratorfæran á Hellu 2022. Venju samkvæmt eru keppendur, lið og bílar búin að taka ýmsum breytingum í vetur. Helst ber þar að nefna að Haukur Viðar Einarsson, hefur ásamt liði sínu sett um 1700 hestafla mótor í Hekluna. Haukur varð þriðji í Íslandsmeistaramótinu í fyrra, en með allt þetta afl er ljóst að Haukur og Heklan ætla sér stóra hluti. Haukur Viðar á Heklu fer væna veltu, eins og torfæruökumönnum einum er lagið. Geir Evert Grímsson keppti á nýsmíðuðum bíl í fyrra en með vél sem var ekki ætluð bílnum og hann hefur ásamt sínu liði nú sett öflugri vél í bílinn og það má því vænta enn frekari tilþrifa frá honum. Sindratorfæran verður haldinn af Flugbjörgunarsveitinni Hellu og Akstursíþróttanefnd Umf. HEKLU um helgina. Guðmundur Elíasson smíðaði svo nýjan bíl í vetur. Guðmundur er einn af Víkur þríeykinu. Þeir Ingi már Björnsson og Ingar Jóhannesson eru hinir tveir keppendurnir sem búa á Vík í Mýrdal. Þetta er í fyrsta skipti í tvö ár sem áhorfendur fá aðgang að keppninni á Hellu. Það er því von á að mikil spenna verði í fólki að koma og sjá bílana skauta yfir ánna og takast á við mýrina ásamt því að glíma við aðrar brautir. Auk þess verður keppnin í beinni útsendingu á Facebook-síðu Flugbjörgunarsveitarinnar Hellu.
Akstursíþróttir Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent