Blaðamenn fylgjast með æfingum dagsins á skjám í blaðamannahöllinni og er nokkuð ljóst að spænska lagið SloMo er gríðarlega vinsælt. Chanel er augljóslega í uppáhaldi hjá fleirum en okkur. Hér fyrir neðan má sjá stutt myndband sem við tókum rétt í þessu.
Atriði söngkonunnar fékk gríðarlega sterk viðbrögð í blaðamannahöllinni og blaðamenn og Eurovision bloggarar frá öllum löndum dilluðu sér með í sætunum sínum.
Við ræddum fyrr í dag við William Lee Adams Eurovision sérfræðing og bloggara hjá Wiwi bloggs og atriði Chanel er í persónulegu uppáhaldi hjá honum í ár.

Chanel klæðist glæsilegri samfellu og uppháum stígvélum sem skína skært á sviðinu. Fatnaður hennar er frá spænska tískuhúsinu Palomo Spain og er hannað af sjálfum Alejandro Gómez Palomo. Atriðið hennar er orkumikið, þar sem hæfilegaríkir dansarar ýta undir góða stemningu.

Hér fyrir neðan má sjá tónlistarmyndbandið við lagið SloMo.
Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum.
Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi.