Elliði Snær Viðarsson skoraði tvö mörk fyrir liðið þegar það vann sannfærandi 34-26 gegn Bietigheim í 33. umferð þýsku B-deildarinnar í dag.
Gummersbach trónir á toppi deildarinnar með 54 stig og er með 14 stiga forskot á Nordhorn sem getur mest náð í þann stigafjölda það sem eftir lifir leiktíðar.
Þar af leiðandi þarf Gummersbach að ná í eitt stig í síðustu fimm leikjum sínum í deildarkeppninni til þess að endurheimta sætið í deild þeirra bestu en liðið féll þaðan vorið 2019.
Guðjón Valur tók svo við stjórnartaumunum hjá þessum sofandi risa í maí árið 2020. Hákon Daði Styrmisson er einnig á mála hjá Gummersbach en hann er fjarri góðu gamni þessa stundina vegna meiðsla.
Tumi Steinn Rúnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Coburg í sigri liðsins á móti Ferndorf í deildinni í kvöld.