Víkingar áttu að fá tvö augljós víti í gær: „Þetta er alveg eðlisfræði-vítaspyrna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2022 09:01 Víkingar áttu að fá tvö augljóst víti í Efra-Breiðholtinu í gær en varnarmenn Leiknis sluppu með skrekkinn hjá Þorvaldi Árnasyni dómara. S2 Sport Þorvaldur Árnason sleppti tveimur augljósum vítaspyrnum í leik Leiknis og Víkings í Bestu deildinni í gærkvöldi og Víkingarnir þurftu svo sannarlega á þeim að halda í þessu markalausa jafntefli. Þorvaldur hefði líka getað dæmt þriðja vítið en það var ekki nærri því eins augljóst og hinar tvær. Stúkan fór yfir þessi brot sem Leiknismenn komust upp með í vítateignum sínum í gær. „Við skulum kíkja á þessar vítaspyrnur sem Víkingarnir vildu fá í leiknum. Strákar þetta er eins borðleggjandi og það getur orðið,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason, umsjónarmaður Stúkunnar í gær. Fyrst var farið yfir það þegar Víkingurinn Nikolaj Hansen er á undan í boltann og Viktor Freyr Sigurðsson, markvörður Leiknis, er of seinn og fer í hann. „Þetta er alveg eðlisfræði-vítaspyrna. Við getum kallað hana það,“ sagði Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Stúkunnar. „Þetta er klárt. Þetta er púra víti. Þorvaldur er á fínum stað og það er alveg ótrúlegt að hann flauti ekki,“ sagði Reynir Leósson, hinn sérfræðingur Stúkunnar í gær. Næst var skoðað þegar Daði Bærings Halldórsson, varnarmaður Leiknis, stígur ofan á ristina á Víkingnum Ara Sigurpálssyni. „Þetta er púra víti og þetta sést rosalega vel hérna. Hann stígur þarna bara á ristina á honum og þetta er klárt víti,“ sagði Reynir. Sérfræðingarnir voru ekki eins vissir um þriðju beiðni Víkinga um að fá víti. „Þetta er aðeins meira spurningamerki,“ sagði Þorkell Máni. „Mér finnst tvö klár. Þarna gerir hann tilkall til þess að fá víti og hann er vissulega á undan. Hann pikkar í boltann og fær sparkið aftan í sig,“ sagði Reynir. „Það hefði verið hægt að dæma víti og það hefði ekki verið hægt að segja mikið,“ sagði Þorkell Máni. Það má sjá þessi þrjú brot í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Vítaspyrnurnar sem Víkingar áttu að fá á móti Leikni Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík Leiknir Reykjavík Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Sjá meira
Þorvaldur hefði líka getað dæmt þriðja vítið en það var ekki nærri því eins augljóst og hinar tvær. Stúkan fór yfir þessi brot sem Leiknismenn komust upp með í vítateignum sínum í gær. „Við skulum kíkja á þessar vítaspyrnur sem Víkingarnir vildu fá í leiknum. Strákar þetta er eins borðleggjandi og það getur orðið,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason, umsjónarmaður Stúkunnar í gær. Fyrst var farið yfir það þegar Víkingurinn Nikolaj Hansen er á undan í boltann og Viktor Freyr Sigurðsson, markvörður Leiknis, er of seinn og fer í hann. „Þetta er alveg eðlisfræði-vítaspyrna. Við getum kallað hana það,“ sagði Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Stúkunnar. „Þetta er klárt. Þetta er púra víti. Þorvaldur er á fínum stað og það er alveg ótrúlegt að hann flauti ekki,“ sagði Reynir Leósson, hinn sérfræðingur Stúkunnar í gær. Næst var skoðað þegar Daði Bærings Halldórsson, varnarmaður Leiknis, stígur ofan á ristina á Víkingnum Ara Sigurpálssyni. „Þetta er púra víti og þetta sést rosalega vel hérna. Hann stígur þarna bara á ristina á honum og þetta er klárt víti,“ sagði Reynir. Sérfræðingarnir voru ekki eins vissir um þriðju beiðni Víkinga um að fá víti. „Þetta er aðeins meira spurningamerki,“ sagði Þorkell Máni. „Mér finnst tvö klár. Þarna gerir hann tilkall til þess að fá víti og hann er vissulega á undan. Hann pikkar í boltann og fær sparkið aftan í sig,“ sagði Reynir. „Það hefði verið hægt að dæma víti og það hefði ekki verið hægt að segja mikið,“ sagði Þorkell Máni. Það má sjá þessi þrjú brot í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Vítaspyrnurnar sem Víkingar áttu að fá á móti Leikni
Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík Leiknir Reykjavík Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Sjá meira