Kristján: Verðum að rétta okkur af snarlega Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2022 22:45 Kristjáni Guðmundssyni fannst full mikið hik á Stjörnuliðinu sínu gegn Breiðabliki. vísir/Hulda Margrét Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, fór ekkert í grafgötur með að hann var ósáttur við frammistöðu síns liðs gegn Breiðabliki í kvöld. Blikar unnu leikinn, 3-0. „Við vorum mjög hikandi í okkar leik, alveg frá byrjun. Við vorum langt frá þeim í vörninni og náðum aldrei setja pressu á þær neins staðar á vellinum. Það misheppnaðist algjörlega. Við náðum svo sem að halda þessu í þokkalegu jafnvægi en þegar við vorum með boltann vorum við að senda stanslaust fram fyrir leikmenn, aldrei í fætur og náðum aldrei að byggja upp sóknir,“ sagði Kristján við Vísi eftir leikinn á Kópavogsvelli. „Það var bara hik á okkur í því sem við vorum að gera. Og þegar við vorum í varnarleiknum var eiginlega bara fum og fát. Ég held þær hafi alveg svitnað en þær spiluðu mjög vel á okkur. Við vorum alls ekki á okkar degi.“ Kristján hefði viljað sjá betri blöndu af áræðni og öryggi hjá sínu liði í leiknum. „Það vantaði þessa ró í varnarleikinn, bara að verjast og sparka boltanum í burtu þegar þess þurfti og halda honum þegar það þurfti að hlaupa með hann út úr teignum. Svo líka ró í uppspilinu. Hún var ekki fyrir hendi,“ sagði Kristján. „Svo voru ýmsir litlir hlutir sem við vorum búin að undirbúa en framkvæmdum ekki. Maður sá að þegar ákveðnir punktar eins og föst leikatriði eru ekki útfærð á þann hátt sem við vorum búin að undirbúa sér maður að liðið er ekki að virka.“ Stjarnan er með fjögur stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar í Bestu deildinni. Kristján segir það viðunandi en vill sjá betri frammistöðu í næsta leik. „Hálft mótið er eiginlega bara núna í einum spretti en þetta er allt í lagi. Ég hefði viljað fá betri frammistöðu í dag en við verðum að rétta okkur af all snarlega því það eru nóg af leikjum. Og ég geri ráð fyrir að liðið geri það því það býr miklu meira í því en við sýndum núna,“ sagði Kristján að lokum. Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Sjá meira
„Við vorum mjög hikandi í okkar leik, alveg frá byrjun. Við vorum langt frá þeim í vörninni og náðum aldrei setja pressu á þær neins staðar á vellinum. Það misheppnaðist algjörlega. Við náðum svo sem að halda þessu í þokkalegu jafnvægi en þegar við vorum með boltann vorum við að senda stanslaust fram fyrir leikmenn, aldrei í fætur og náðum aldrei að byggja upp sóknir,“ sagði Kristján við Vísi eftir leikinn á Kópavogsvelli. „Það var bara hik á okkur í því sem við vorum að gera. Og þegar við vorum í varnarleiknum var eiginlega bara fum og fát. Ég held þær hafi alveg svitnað en þær spiluðu mjög vel á okkur. Við vorum alls ekki á okkar degi.“ Kristján hefði viljað sjá betri blöndu af áræðni og öryggi hjá sínu liði í leiknum. „Það vantaði þessa ró í varnarleikinn, bara að verjast og sparka boltanum í burtu þegar þess þurfti og halda honum þegar það þurfti að hlaupa með hann út úr teignum. Svo líka ró í uppspilinu. Hún var ekki fyrir hendi,“ sagði Kristján. „Svo voru ýmsir litlir hlutir sem við vorum búin að undirbúa en framkvæmdum ekki. Maður sá að þegar ákveðnir punktar eins og föst leikatriði eru ekki útfærð á þann hátt sem við vorum búin að undirbúa sér maður að liðið er ekki að virka.“ Stjarnan er með fjögur stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar í Bestu deildinni. Kristján segir það viðunandi en vill sjá betri frammistöðu í næsta leik. „Hálft mótið er eiginlega bara núna í einum spretti en þetta er allt í lagi. Ég hefði viljað fá betri frammistöðu í dag en við verðum að rétta okkur af all snarlega því það eru nóg af leikjum. Og ég geri ráð fyrir að liðið geri það því það býr miklu meira í því en við sýndum núna,“ sagði Kristján að lokum.
Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Sjá meira