Margrét Lára: Ég er svo þreytt á því að horfa á þetta í íslenskum kvennafótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2022 13:30 Valskonur skoruðu öll mörk sín eftir fyrirgjafir á móti Keflavík þar af eitt þeirra beint úr fyrirgjöf. Vísir/Vilhelm Margrét Lára Viðarsdóttir ræddi sérstaklega fyrirgjafir í íslenskum kvennafótbolta í Bestu mörkunum í gær. Kveikjan var annað mark Valsliðsins í sigrinum á Keflavík en það skoraði Ída Marín Hermannsdóttir eftir sniðuga fyrirgjöf frá Þórdísi Hrönn Sigfúsdóttur. „Sjáum Þórdísi hér senda boltann fyrir og mér finnst þetta alltaf svo skemmtileg mörk,“ sagði Helena Ólafsdóttir um leið og hún sýndi markið hjá Ídu. „Ég er svo sammála þér Helena. Ég er svo þreytt á því að horfa á íslenskan kvennafótbolta og þessar fyrirgjafir sem eru að koma alltaf snemma inn í teiginn. Það er auðvelt fyrir varnarmenn að skalla frá og markmennirnir eins og Sonný Lára, elska þessa bolta,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. „Ég vil að leikmennirnir komist upp að endamörkum og komi með boltann út í teiginn,“ sagði Margrét. „Þá er eiginlega ekki hægt að klúðra því,“ sagði Helena. Klippa: Bestu mörk kvenna: Margrét Lára gefur góð ráð um fyrirgjafir Þær sýndu síðan þriðja markið þar sem Ásdís Karen Halldórsdóttir komst upp að endamörkum og kom boltanum út í teiginn á Elínu Mettu Jensen sem skoraði. „Sjáið. Komst upp að endamörkum og sendi boltann út í teiginn. Það er svo erfitt að verjast þessu. Markvörðurinn er stimplaður út og miðverðirnir báðir eru yfirleitt stimplaðir út,“ sagði Margrét Lára. „Hlustið nú, hlustiði á Margréti,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. Það má sjá þessa umfjöllun hér fyrir ofan sem og umfjöllunina um sigur Valsliðsins á toppliði Keflavíkur. Besta deild kvenna Valur Bestu mörkin Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Sjá meira
Kveikjan var annað mark Valsliðsins í sigrinum á Keflavík en það skoraði Ída Marín Hermannsdóttir eftir sniðuga fyrirgjöf frá Þórdísi Hrönn Sigfúsdóttur. „Sjáum Þórdísi hér senda boltann fyrir og mér finnst þetta alltaf svo skemmtileg mörk,“ sagði Helena Ólafsdóttir um leið og hún sýndi markið hjá Ídu. „Ég er svo sammála þér Helena. Ég er svo þreytt á því að horfa á íslenskan kvennafótbolta og þessar fyrirgjafir sem eru að koma alltaf snemma inn í teiginn. Það er auðvelt fyrir varnarmenn að skalla frá og markmennirnir eins og Sonný Lára, elska þessa bolta,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. „Ég vil að leikmennirnir komist upp að endamörkum og komi með boltann út í teiginn,“ sagði Margrét. „Þá er eiginlega ekki hægt að klúðra því,“ sagði Helena. Klippa: Bestu mörk kvenna: Margrét Lára gefur góð ráð um fyrirgjafir Þær sýndu síðan þriðja markið þar sem Ásdís Karen Halldórsdóttir komst upp að endamörkum og kom boltanum út í teiginn á Elínu Mettu Jensen sem skoraði. „Sjáið. Komst upp að endamörkum og sendi boltann út í teiginn. Það er svo erfitt að verjast þessu. Markvörðurinn er stimplaður út og miðverðirnir báðir eru yfirleitt stimplaðir út,“ sagði Margrét Lára. „Hlustið nú, hlustiði á Margréti,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. Það má sjá þessa umfjöllun hér fyrir ofan sem og umfjöllunina um sigur Valsliðsins á toppliði Keflavíkur.
Besta deild kvenna Valur Bestu mörkin Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Sjá meira