„Við erum eiginlega bara miður okkar“ Snorri Másson skrifar 11. maí 2022 23:02 Dóra G. Wild, stjórnarmaður í Leikfélagi Mosfellssveitar, óttast mjög um afdrif bæjarleikhússins í Mosfellsbæ, sem stendur til að rífa. Vísir/Stefán Í bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ er hver sýning síðasta sýningin. Stjórnarmaður í leikfélaginu segir hræðilega tilhugsun að húsið þurfi að víkja fyrir blokk eða bílastæði. Á meðan tími gefst, er Maríu Guðmundsdóttur leikkonu minnst með reglulegri sýningu. Boðað er að í stað hússins, sem áður var áhaldahús bæjarins, komi blokk sambærileg þeim sem sjá má í innslaginu að ofan. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta er bara alveg hræðilegt. Við erum eiginlega bara miður okkar að þetta hús eigi að hverfa, hvort sem það er fyrir blokk eða bílastæði,“ segir Dóra G. Wild, stjórnarmaður í Leikfélagi Mosfellssveitar. „Við erum í raun og veru alltaf að sýna síðustu sýninguna, við vitum í raun og veru ekki hvað við verðum hérna lengi. Það er alltaf sagt: Þið verðið hérna þar til við erum búin að finna eitthvað nýtt,“ segir Dóra. Það sem hefur verið lagt til að er að starfsemi leikfélagsins færist í menningarkjarna í næstu götu ásamt annarri starfsemi, Hlégarð. Það segir Dóra að henti leikfélaginu ekki - og hvetur frambjóðendur til að endurhugsa málið. Á meðan endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir lifir leikfélagið í óvissu. En tapar ekki gleðinni, því nú um mundir er verið að sýna sýningu helgaða ævi Mosfellingsins og leikfélagskonunnar Maríu Guðmundsdóttur sem lést í fyrra. Það var vel að merkja móðir Dóru. María Guðmundsdóttir leikkona var stólpi í starfsemi Leikfélags Mosfellssveitar og Bæjarleikhússins.Bæjarleikhúsið „Þetta er svona til heiðurs henni, þetta eru sketsar eftir hana, uppáhaldstónlistin hennar, tónlistin okkar, og þetta er gleði, sorg og alls konar,“ segir Dóra. Óumdeilt er að María hefði séð á eftir leikhúsinu, segir Dóra hýr í bragði: „Mamma elskaði þetta hús meira en hún elskaði mig... Það er bara þannig.“ Leikhús Mosfellsbær Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Boðað er að í stað hússins, sem áður var áhaldahús bæjarins, komi blokk sambærileg þeim sem sjá má í innslaginu að ofan. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta er bara alveg hræðilegt. Við erum eiginlega bara miður okkar að þetta hús eigi að hverfa, hvort sem það er fyrir blokk eða bílastæði,“ segir Dóra G. Wild, stjórnarmaður í Leikfélagi Mosfellssveitar. „Við erum í raun og veru alltaf að sýna síðustu sýninguna, við vitum í raun og veru ekki hvað við verðum hérna lengi. Það er alltaf sagt: Þið verðið hérna þar til við erum búin að finna eitthvað nýtt,“ segir Dóra. Það sem hefur verið lagt til að er að starfsemi leikfélagsins færist í menningarkjarna í næstu götu ásamt annarri starfsemi, Hlégarð. Það segir Dóra að henti leikfélaginu ekki - og hvetur frambjóðendur til að endurhugsa málið. Á meðan endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir lifir leikfélagið í óvissu. En tapar ekki gleðinni, því nú um mundir er verið að sýna sýningu helgaða ævi Mosfellingsins og leikfélagskonunnar Maríu Guðmundsdóttur sem lést í fyrra. Það var vel að merkja móðir Dóru. María Guðmundsdóttir leikkona var stólpi í starfsemi Leikfélags Mosfellssveitar og Bæjarleikhússins.Bæjarleikhúsið „Þetta er svona til heiðurs henni, þetta eru sketsar eftir hana, uppáhaldstónlistin hennar, tónlistin okkar, og þetta er gleði, sorg og alls konar,“ segir Dóra. Óumdeilt er að María hefði séð á eftir leikhúsinu, segir Dóra hýr í bragði: „Mamma elskaði þetta hús meira en hún elskaði mig... Það er bara þannig.“
Leikhús Mosfellsbær Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira