„Þá þýðir ekkert að fara í fýlu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2022 12:00 Arnór Smárason fagnar Guðmundi Andra Tryggvasyni eftir að hafa lagt upp fyrir hann mark í gær. Vísir/Hulda Margrét Arnór Smárason komst ekki í byrjunarlið Heimis Guðjónssonar í upphafi Bestu deildarinnar en hafði tvisvar komið inn á sem varamaður og skorað. Í gær fékk hann tækifæri í byrjunarliðinu í fyrsta skiptið og hjálpaði Valsmönnum að vinna 4-0 sigur á Skaganum Arnór skoraði reyndar ekki en átti tvær stoðsendingar þar af gaf hann mjög óeigngjarnt á Tryggva Hrafn Haraldsson í þeirri fyrri en Arnór var sjálfur þá í dauðafæri til að skora. „Við vorum að tala um að Valsmenn eigi menn inni og það eru menn að koma inn eins og til dæmis þessi hérna Tryggvi Hrafn Haraldsson. Hann er að koma sterkur inn í þetta og Arnór Smárason fær traustið og byrjar í dag. Hann virðist líka vera með mikið sjálfstraust og leggur frábærlega upp mörkin. Þetta er vítamínssprauta sem Valsmenn þurftu á lokadegi félagsskiptagluggans,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Stúkunnar í gær. Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur í Stúkunni, hrósaði Arnóri fyrir hugarfar sitt þegar þátturinn gerði upp leikinn á Hlíðarenda í gærkvöldi. „Varðandi hann Arnór þá verð ég að segja það að svona á maður að höndla það þegar maður er ekki í liðinu í byrjun móts. Það hefur ekkert verið neitt vesen á honum. Hann hefur komið inn á völlinn, hann hefur verið að skora og skila flottum leik í þeim tækifærum sem hann hefur fengið,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson. „Ef menn gera það þá endar það bara með því að menn komast í liðið. Þegar þú kemst í liðið þá er bara að sýna hvað þú getur,“ sagði Lárus Orri. „Þeir sem eru í Val þeir hljóta að gera sér grein fyrir því að þetta er stærsti og hugsanlega öflugasti hópur landsins. Menn verða bara að gera sér grein fyrir því að þetta er hörku barátta og þá þýðir ekkert að fara í fýlu þegar þú ert ekki í liðinu í eitt, tvö skipti,“ sagði Lárus Orri. „Það er eiginlega bara Amen á eftir efninu þarna. Þetta tekur þetta vel saman. Aron Jóhannsson er meiddur í kvöld og Arnór fær tækifærið í holunni fyrir framan Birki (Heimisson) og Ágúst (Eðvald Hlynsson). Hann spilaði eins og algjör engill, leggur upp tvö mörk og skilar frábæru dagsverki,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur í Stúkunni. Það má sjá umræðuna um Arnór Smárason hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Arnór Smárason sýndi hvað menn eiga að gera í hans stöðu Besta deild karla Stúkan Valur ÍA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira
Arnór skoraði reyndar ekki en átti tvær stoðsendingar þar af gaf hann mjög óeigngjarnt á Tryggva Hrafn Haraldsson í þeirri fyrri en Arnór var sjálfur þá í dauðafæri til að skora. „Við vorum að tala um að Valsmenn eigi menn inni og það eru menn að koma inn eins og til dæmis þessi hérna Tryggvi Hrafn Haraldsson. Hann er að koma sterkur inn í þetta og Arnór Smárason fær traustið og byrjar í dag. Hann virðist líka vera með mikið sjálfstraust og leggur frábærlega upp mörkin. Þetta er vítamínssprauta sem Valsmenn þurftu á lokadegi félagsskiptagluggans,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Stúkunnar í gær. Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur í Stúkunni, hrósaði Arnóri fyrir hugarfar sitt þegar þátturinn gerði upp leikinn á Hlíðarenda í gærkvöldi. „Varðandi hann Arnór þá verð ég að segja það að svona á maður að höndla það þegar maður er ekki í liðinu í byrjun móts. Það hefur ekkert verið neitt vesen á honum. Hann hefur komið inn á völlinn, hann hefur verið að skora og skila flottum leik í þeim tækifærum sem hann hefur fengið,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson. „Ef menn gera það þá endar það bara með því að menn komast í liðið. Þegar þú kemst í liðið þá er bara að sýna hvað þú getur,“ sagði Lárus Orri. „Þeir sem eru í Val þeir hljóta að gera sér grein fyrir því að þetta er stærsti og hugsanlega öflugasti hópur landsins. Menn verða bara að gera sér grein fyrir því að þetta er hörku barátta og þá þýðir ekkert að fara í fýlu þegar þú ert ekki í liðinu í eitt, tvö skipti,“ sagði Lárus Orri. „Það er eiginlega bara Amen á eftir efninu þarna. Þetta tekur þetta vel saman. Aron Jóhannsson er meiddur í kvöld og Arnór fær tækifærið í holunni fyrir framan Birki (Heimisson) og Ágúst (Eðvald Hlynsson). Hann spilaði eins og algjör engill, leggur upp tvö mörk og skilar frábæru dagsverki,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur í Stúkunni. Það má sjá umræðuna um Arnór Smárason hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Arnór Smárason sýndi hvað menn eiga að gera í hans stöðu
Besta deild karla Stúkan Valur ÍA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira