Besta upphitunin: Fyrirliði Vals hrósaði umgjörðinni hjá Aftureldingu í hástert Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. maí 2022 16:00 Kristín Þóra Birgisdóttir og Elísa Viðarsdóttir voru gestir Bestu upphitunarinnar. stöð 2 sport Helena Ólafsdóttir fékk fyrirliða Vals og Aftureldingar í heimsókn til að hita upp fyrir 4. umferð Bestu deildar kvenna sem fer af stað á morgun. Bæði Valur og Afturelding eiga mikilvæga leiki annað kvöld. Íslandsmeistarar Vals sækja Stjörnuna heim á meðan Afturelding sækir Keflavík heim. Elísa Viðarsdóttir kom Val á bragðið í 3-0 sigrinum á Keflavík í síðustu umferð. Valskonur sneru þar vörn í sókn eftir tapið fyrir Þór/KA, 2-1, í 2. umferðinni. Valur er í 2. sæti deildarinnar með sex stig, einu stigi á eftir toppliði Selfoss. „Deildin hefur farið skemmtilega af stað og óvænt úrslit í bland við viðbúin úrslit. Það er skemmtilegt að fá Selfoss á toppnum eftir þrjár umferðir,“ sagði Elísa sem hefur þó engan áhuga á að sjá Selfyssinga á toppnum mikið lengur. Kristín Þóra Birgisdóttir og stöllur hennar í Aftureldingu eru aftur á móti án stiga í 9. sæti deildarinnar. Undirbúningstímabilið byrjaði vel hjá Mosfellingum en meiðsli hafa sett stórt strik í reikning nýliðanna. Til að bregðast við því fékk Afturelding þrjá leikmenn á lokadegi félagaskiptagluggans; miðjumanninn Alexöndru Soree frá Breiðabliki og framherjann Sólveigu Jóhannesdóttur Larsen og markvörðinn Auði Sveinbjörnsdóttur Scheving frá Val. Klippa: Besta upphitunin fyrir 4. umferð „Þetta var ekki draumabyrjunin hjá okkur. Við fengum á okkur mörk bara á fyrstu mínútunum og það er högg fyrir liðið. Við erum nýjar í þessari deild og kannski ekki alveg vanar þessu. En mér finnst við vera að koma til og finna hvernig stemmningin er,“ sagði Kristín. Hún segir stemmninguna í Mosfellsbæ góða og áhugann fyrir liðinu mikinn. „Það hafa rosa margir komið á leikina og stemmning fyrir að byrja mótið hjá okkur. Fólk er hvatt til að mæta á leiki og sett vinna í það, að við fáum smá athygli,“ sagði Kristín. Elísa segir að stemmningin í Mosfellsbænum og umgjörðin í kringum lið Aftureldingar hafi ekki farið fram hjá henni. „Maður finnur það sterkt, standandi fyrir utan liðið þeirra, að það er svo mikið af sjálfboðaliðum. Auðvitað erum við öll ofboðslega þakklát fyrir okkar sjálfsboðaliða sem sjást alltof sjaldan en maður finnur sérstaklega fyrir því í Mosó. Sjálfboðaliðarnir standa þétt við bakið á ykkur og þá myndast þessi gagnkvæma virðing. Ég get ímyndað mér að stelpurnar vilji leggja sig allar fram fyrir félagið þegar þær sjá hvernig starfið er unnið.“ Bestu upphitunina fyrir 4. umferðina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikirnir í 4. umferð Besta deild kvenna Bestu mörkin Afturelding Valur Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Fleiri fréttir Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Sjá meira
Bæði Valur og Afturelding eiga mikilvæga leiki annað kvöld. Íslandsmeistarar Vals sækja Stjörnuna heim á meðan Afturelding sækir Keflavík heim. Elísa Viðarsdóttir kom Val á bragðið í 3-0 sigrinum á Keflavík í síðustu umferð. Valskonur sneru þar vörn í sókn eftir tapið fyrir Þór/KA, 2-1, í 2. umferðinni. Valur er í 2. sæti deildarinnar með sex stig, einu stigi á eftir toppliði Selfoss. „Deildin hefur farið skemmtilega af stað og óvænt úrslit í bland við viðbúin úrslit. Það er skemmtilegt að fá Selfoss á toppnum eftir þrjár umferðir,“ sagði Elísa sem hefur þó engan áhuga á að sjá Selfyssinga á toppnum mikið lengur. Kristín Þóra Birgisdóttir og stöllur hennar í Aftureldingu eru aftur á móti án stiga í 9. sæti deildarinnar. Undirbúningstímabilið byrjaði vel hjá Mosfellingum en meiðsli hafa sett stórt strik í reikning nýliðanna. Til að bregðast við því fékk Afturelding þrjá leikmenn á lokadegi félagaskiptagluggans; miðjumanninn Alexöndru Soree frá Breiðabliki og framherjann Sólveigu Jóhannesdóttur Larsen og markvörðinn Auði Sveinbjörnsdóttur Scheving frá Val. Klippa: Besta upphitunin fyrir 4. umferð „Þetta var ekki draumabyrjunin hjá okkur. Við fengum á okkur mörk bara á fyrstu mínútunum og það er högg fyrir liðið. Við erum nýjar í þessari deild og kannski ekki alveg vanar þessu. En mér finnst við vera að koma til og finna hvernig stemmningin er,“ sagði Kristín. Hún segir stemmninguna í Mosfellsbæ góða og áhugann fyrir liðinu mikinn. „Það hafa rosa margir komið á leikina og stemmning fyrir að byrja mótið hjá okkur. Fólk er hvatt til að mæta á leiki og sett vinna í það, að við fáum smá athygli,“ sagði Kristín. Elísa segir að stemmningin í Mosfellsbænum og umgjörðin í kringum lið Aftureldingar hafi ekki farið fram hjá henni. „Maður finnur það sterkt, standandi fyrir utan liðið þeirra, að það er svo mikið af sjálfboðaliðum. Auðvitað erum við öll ofboðslega þakklát fyrir okkar sjálfsboðaliða sem sjást alltof sjaldan en maður finnur sérstaklega fyrir því í Mosó. Sjálfboðaliðarnir standa þétt við bakið á ykkur og þá myndast þessi gagnkvæma virðing. Ég get ímyndað mér að stelpurnar vilji leggja sig allar fram fyrir félagið þegar þær sjá hvernig starfið er unnið.“ Bestu upphitunina fyrir 4. umferðina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikirnir í 4. umferð
Besta deild kvenna Bestu mörkin Afturelding Valur Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Fleiri fréttir Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Sjá meira