Systur, sem keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision í kvöld, skipa fjórða sæti listans með lagið Með hækkandi sól og verður spennandi að fylgjast með þeim flytja lagið fyrir stóran hluta Evrópubúa í kvöld.
Herra Hnetusmjör og Emmsjé Gauti hækka sig upp listann frá því í síðustu viku með lagið Hálfa milljón og eru komnir upp í áttunda sætið. Íslenskt tónlistarfólk heldur áfram að gera góða hluti en af efstu tíu lögum listans eru sjö íslensk.
Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00-16:00 á FM957.
Hér má finna íslenska listann í heild sinni: