Lék í sjötíu mínútur með brotið rifbein: „Ég var að drepast“ Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2022 14:01 Aron Jóhannsson heldur um rifbeinin eftir að hafa brotnað í leiknum gegn FH. Stöð 2 Sport „Planið hjá honum var eflaust ekki að reyna að rifbeinsbrjóta mig,“ segir Aron Jóhannsson um það þegar FH-ingurinn Steven Lennon braut á honum í leik FH og Vals á dögunum. Eitt rifbein brotnaði þó en Aron vonast til að geta spilað fljótt aftur. Brotið átti sér stað strax á 7. mínútu í leik FH og Vals í Bestu deildinni í fótbolta fyrir tíu dögum og það má sjá hér að neðan. Klippa: Svona rifbeinsbrotnaði Aron Þrátt fyrir mikinn verk harkaði Aron þó af sér í rúmar sjötíu mínútur áður en honum var skipt af velli. Hann hefur í kjölfarið misst af tveimur leikjum en vonast til að ná jafnvel leiknum mikilvæga við Íslandsmeistara Víkings á sunnudaginn. „Eftir að við fundum út hvað þetta var þá hefur verið erfitt að setja ákveðinn tímaramma á þetta. Þetta snýst bara um hvenær ég treysti mér til að fara að spila. Það eru liðnir tíu dagar síðan þetta gerðist og eins og staðan er í dag er ég að reyna að vera klár í leikinn gegn Víkingum eftir viku, hvort sem það er raunhæft eða ekki. Við reynum allt til þess,“ segir Aron í samtali við Vísi í dag. Átti erfitt með svefn áður en brotið sást „Þetta gerðist snemma leiks, eftir högg frá Lennon. Eins og sést á vídjóinu þá meiði ég mig alveg frekar mikið en þetta er bara partur af leiknum. Svona hlutir geta gerst. Planið hjá honum var eflaust ekki að reyna að rifbeinsbrjóta mig,“ segir Aron sem fékk ekki að vita strax að rifbeinið hefði brotnað: „Ég var að drepast í leiknum og þegar maður lítur til baka þá er alveg augljóst að ég var ekki heill heilsu restina af leiknum, og átti erfitt uppdráttar. Svo gat ég varla sofið eftir þetta og það kom svo í ljós í myndatöku tveimur dögum seinna að þetta væri brotið. Það er lítið hægt að gera við þessu annað en að taka þetta á kassann og halda áfram.“ Ekki alvarlegt hjá Arnóri og Patrick Þeir Patrick Pedersen og Arnór Smárason voru heldur ekki með Val í 1-0 tapinu gegn Stjörnunni í gær þrátt fyrir að hafa átt að vera í byrjunarliðinu. Eftir upphitun var þeim skipt út en samkvæmt upplýsingum Vísis ættu þeir báðir að geta verið með á sunnudaginn. Arnór mun hafa stífnað upp í læri en önnur hásinin hefur verið að stríða Pedersen. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Valur Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Sjá meira
Brotið átti sér stað strax á 7. mínútu í leik FH og Vals í Bestu deildinni í fótbolta fyrir tíu dögum og það má sjá hér að neðan. Klippa: Svona rifbeinsbrotnaði Aron Þrátt fyrir mikinn verk harkaði Aron þó af sér í rúmar sjötíu mínútur áður en honum var skipt af velli. Hann hefur í kjölfarið misst af tveimur leikjum en vonast til að ná jafnvel leiknum mikilvæga við Íslandsmeistara Víkings á sunnudaginn. „Eftir að við fundum út hvað þetta var þá hefur verið erfitt að setja ákveðinn tímaramma á þetta. Þetta snýst bara um hvenær ég treysti mér til að fara að spila. Það eru liðnir tíu dagar síðan þetta gerðist og eins og staðan er í dag er ég að reyna að vera klár í leikinn gegn Víkingum eftir viku, hvort sem það er raunhæft eða ekki. Við reynum allt til þess,“ segir Aron í samtali við Vísi í dag. Átti erfitt með svefn áður en brotið sást „Þetta gerðist snemma leiks, eftir högg frá Lennon. Eins og sést á vídjóinu þá meiði ég mig alveg frekar mikið en þetta er bara partur af leiknum. Svona hlutir geta gerst. Planið hjá honum var eflaust ekki að reyna að rifbeinsbrjóta mig,“ segir Aron sem fékk ekki að vita strax að rifbeinið hefði brotnað: „Ég var að drepast í leiknum og þegar maður lítur til baka þá er alveg augljóst að ég var ekki heill heilsu restina af leiknum, og átti erfitt uppdráttar. Svo gat ég varla sofið eftir þetta og það kom svo í ljós í myndatöku tveimur dögum seinna að þetta væri brotið. Það er lítið hægt að gera við þessu annað en að taka þetta á kassann og halda áfram.“ Ekki alvarlegt hjá Arnóri og Patrick Þeir Patrick Pedersen og Arnór Smárason voru heldur ekki með Val í 1-0 tapinu gegn Stjörnunni í gær þrátt fyrir að hafa átt að vera í byrjunarliðinu. Eftir upphitun var þeim skipt út en samkvæmt upplýsingum Vísis ættu þeir báðir að geta verið með á sunnudaginn. Arnór mun hafa stífnað upp í læri en önnur hásinin hefur verið að stríða Pedersen. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Valur Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Sjá meira