Silungurinn er að taka rykmýs lifrur núna Karl Lúðvíksson skrifar 17. maí 2022 08:41 Fluga sem hermir eftir rykmýi í yfirborði vatns Á fallegum degi þegar það hreyfir lítið vind eru veiðimenn að sjá silunginn í vötnunum taka flugur í yfirborðinu en hvað er hann að taka? Eitt af því sem skiptir höfuðmáli í árangri í veiði er að þekkja lífríkið og vita hvaða æti fiskurinn tekur. Það sem er mest áberandi núna er rykmýið og þeir sem eru farnir að leggja leið sína upp á Elliðavatn, Vífilsstaðavatn, Úlfljótsvatn og Þingvallavatn ættu að vera varir við rykmýið. Þegar rykmýið lyftir sér upp af botninum í átt að yfirborði vatnsins spyrnir lirfan sér upp í litlum stuttum rykkjum. Ef þú ert með flugu sem líkir vel eftir lirfunni á því stigi er einmitt rétta leiðin til að egna fisk í að taka fluguna að draga hana inn löturhægt og skipta svo yfir í mjög lítil stutt stripp inn á milli. Þegar lirfan nær í yfirborðið ýtir hún vængskelinni út úr lirfunni og verður þá það sem er kallað "emerger" á ensku. Þarna er lirfan auðveldasta bráðin fyrir silunginn svo ef þú sérð mikið af yfirborðstökum ættir þú að fara strax í þannig flugur. það er misjafnt hvaða litur á henni veiðir vel í hvaða vatni en sem dæmi í Elliðavatni hefur reynst vel að hana hana frekar brúnleita og stærðin best í 14-16#. Passaðu samt að hafa tauminn eina og hálfa stangarlengd og tökuvari er ekkert vitlaus en ekki nauðsyn. Stangveiði Mest lesið Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Kvikmyndahátið fluguveiðimannsins Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði
Eitt af því sem skiptir höfuðmáli í árangri í veiði er að þekkja lífríkið og vita hvaða æti fiskurinn tekur. Það sem er mest áberandi núna er rykmýið og þeir sem eru farnir að leggja leið sína upp á Elliðavatn, Vífilsstaðavatn, Úlfljótsvatn og Þingvallavatn ættu að vera varir við rykmýið. Þegar rykmýið lyftir sér upp af botninum í átt að yfirborði vatnsins spyrnir lirfan sér upp í litlum stuttum rykkjum. Ef þú ert með flugu sem líkir vel eftir lirfunni á því stigi er einmitt rétta leiðin til að egna fisk í að taka fluguna að draga hana inn löturhægt og skipta svo yfir í mjög lítil stutt stripp inn á milli. Þegar lirfan nær í yfirborðið ýtir hún vængskelinni út úr lirfunni og verður þá það sem er kallað "emerger" á ensku. Þarna er lirfan auðveldasta bráðin fyrir silunginn svo ef þú sérð mikið af yfirborðstökum ættir þú að fara strax í þannig flugur. það er misjafnt hvaða litur á henni veiðir vel í hvaða vatni en sem dæmi í Elliðavatni hefur reynst vel að hana hana frekar brúnleita og stærðin best í 14-16#. Passaðu samt að hafa tauminn eina og hálfa stangarlengd og tökuvari er ekkert vitlaus en ekki nauðsyn.
Stangveiði Mest lesið Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Kvikmyndahátið fluguveiðimannsins Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði