Sjáðu Selfoss-heimsókn Helenu: „Ættu allir að vilja hafa eina Sif í liðinu sínu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. maí 2022 14:00 Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir getur tekið út úr reynslubanka Sifjar Atladóttur. stöð 2 sport Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna, skellti sér á Selfoss á dögunum og afraksturinn var sýndur í þætti gærkvöldsins. Helena ræddi við hjónin Sif Atladóttur og Björn Sigurbjörnsson og hinar ungu og bráðefnilegu Barbáru Sól Gísladóttur og Áslaugu Dóru Sigurbjörnsdóttur. Sif sneri aftur til Íslands í vetur eftir tólf ár í atvinnumennsku, þar af ellefu hjá Kristianstad í Svíþjóð. Þar var eiginmaðurinn Björn aðstoðarþjálfari. Sif segir að deildin hérna heima sé sterkari nú en þegar hún fór út 2009. „Stærsti hluturinn er að líkamlegt ástand leikmanna er betra. Leikmenn hugsa betur um sig. Þótt það sé ekki hægt að tala um þetta sem atvinnumannadeild hugsa flestir leikmenn í deildinni það vel um sig að það er hægt að titla hana þannig,“ sagði Sif. Klippa: Bestu mörkin - heimsókn Helenu á Selfoss „Leikmenn hugsa mikið um íþróttina 24/7 og það er alltaf næsti leikur sem er ekkert ósvipað og úti, nema ég finn það að leikmenn hérna á Íslandi hafa miklu fleiri bolta á lofti en þeir sem eru úti.“ Gullið tækifæri að koma aftur Barbára lék hálft tímabil með Bröndby í Danmörku á láni en ákvað að snúa aftur í Selfoss fyrir þetta tímabil. „Það eru bara spennandi tímar framundan á Selfossi. Þetta er uppeldisfélagið mitt og mér fannst bara gullið tækifæri til að koma aftur,“ sagði Barbára sem er nokkuð sátt með hvernig Selfoss hefur byrjað tímabilið. Liðið er ósigrað í 2. sæti Bestu deildarinnar. „Ég átti alveg von á þessu og hafði fulla trú á liðinu okkar.“ Áslaug Dóra spilar með Sif í hjarta varnar Selfoss og nýtur þess í botn. Átján ár eru á milli þeirra en þær ná samt vel saman. „Þetta er draumastaða og það ættu allir að vilja hafa eina Sif í liðinu sínu. Þetta er gefandi og það er mikill leiðtogi í henni,“ sagði Áslaug. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Keflavík 0-0 | Selfyssingar misstu toppsætið Selfoss og Keflavík gerðu markalaust jafntefli á JÁVERK-vellinum í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Fyrir leik var Selfoss á toppi deildarinnar með 10 stig en Keflavík í því sjöunda með 6. 19. maí 2022 22:33 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira
Helena ræddi við hjónin Sif Atladóttur og Björn Sigurbjörnsson og hinar ungu og bráðefnilegu Barbáru Sól Gísladóttur og Áslaugu Dóru Sigurbjörnsdóttur. Sif sneri aftur til Íslands í vetur eftir tólf ár í atvinnumennsku, þar af ellefu hjá Kristianstad í Svíþjóð. Þar var eiginmaðurinn Björn aðstoðarþjálfari. Sif segir að deildin hérna heima sé sterkari nú en þegar hún fór út 2009. „Stærsti hluturinn er að líkamlegt ástand leikmanna er betra. Leikmenn hugsa betur um sig. Þótt það sé ekki hægt að tala um þetta sem atvinnumannadeild hugsa flestir leikmenn í deildinni það vel um sig að það er hægt að titla hana þannig,“ sagði Sif. Klippa: Bestu mörkin - heimsókn Helenu á Selfoss „Leikmenn hugsa mikið um íþróttina 24/7 og það er alltaf næsti leikur sem er ekkert ósvipað og úti, nema ég finn það að leikmenn hérna á Íslandi hafa miklu fleiri bolta á lofti en þeir sem eru úti.“ Gullið tækifæri að koma aftur Barbára lék hálft tímabil með Bröndby í Danmörku á láni en ákvað að snúa aftur í Selfoss fyrir þetta tímabil. „Það eru bara spennandi tímar framundan á Selfossi. Þetta er uppeldisfélagið mitt og mér fannst bara gullið tækifæri til að koma aftur,“ sagði Barbára sem er nokkuð sátt með hvernig Selfoss hefur byrjað tímabilið. Liðið er ósigrað í 2. sæti Bestu deildarinnar. „Ég átti alveg von á þessu og hafði fulla trú á liðinu okkar.“ Áslaug Dóra spilar með Sif í hjarta varnar Selfoss og nýtur þess í botn. Átján ár eru á milli þeirra en þær ná samt vel saman. „Þetta er draumastaða og það ættu allir að vilja hafa eina Sif í liðinu sínu. Þetta er gefandi og það er mikill leiðtogi í henni,“ sagði Áslaug. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Keflavík 0-0 | Selfyssingar misstu toppsætið Selfoss og Keflavík gerðu markalaust jafntefli á JÁVERK-vellinum í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Fyrir leik var Selfoss á toppi deildarinnar með 10 stig en Keflavík í því sjöunda með 6. 19. maí 2022 22:33 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Keflavík 0-0 | Selfyssingar misstu toppsætið Selfoss og Keflavík gerðu markalaust jafntefli á JÁVERK-vellinum í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Fyrir leik var Selfoss á toppi deildarinnar með 10 stig en Keflavík í því sjöunda með 6. 19. maí 2022 22:33