Alsæla mætir stanslausri truflun og blætismenning finnur tengingu við garðyrkju Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 21. maí 2022 07:31 Mia Ghabarou og Áslaug Magnúsdóttir með verkið Pamela Angela. Ásmundarsalur Ásmundarsalur verður með opnun á tveimur listasýningum í dag klukkan 14:00. Frítt er inn og öll eru velkomin. Önnur sýningin ber nafnið Pamela Angela Mellem Himelen og Haven. Pamela Angela er að sögn forsvarsmanna Ásmundarsals kraftmikið fyrirbæri þar sem alsæla mætir stanslausri truflun og ágengi er umvafin hinu rómantíska en verkefnið er samstarf Miu Ghabarou og Áslaugar Magnúsdóttir. Nálgun þeirra er margþætt en þær hafa bakgrunn í klassískri tónlist og raftónsmíðum, gjörningalist og dramatúrgíu, þar sem hjartasorgir mæta akúsmatískri tónlist. Pamela Angela tekur sig vel út í Ásmundarsal.Aðsend Tónlist og skúlptúr Mellem Himelen og Haven er síðasta stykkið í vængjaseríu Miu og Áslaugar, þar sem myndlíkingar verða að raunveruleika. Í sýningartextanum segir að verkið sé innsetning byggð á tveimur ólíkum einingum; skúlptúr og tónflutningi. Skúlptúrinn er spilanlegt hljóðfæri búið til úr bílhurð sem gefur rými til að túlka tónlistina eftir að hún hefur verið stöðvuð. Tónlistin hefur leikræna eiginleika og er blanda af post-folk, hávaða, autotune og uppleystum laglínum ástarsorgar. Ferðalag bílhurðarinnar frá ruslahaug í Danmörku til bílakirkjugarðs á Íslandi fær viðkomu í Ásmundarsal. Hljóðfærasmíði er í höndum Henrik Sandberg Ballowitz. Kink, blæti, menn og náttúra Listakonan Brák Jónsdóttir stendur fyrir hinni sýningunni sem kallast DÝPRA/Deeper. Brák Jónsdóttir og Þórir Hermann Óskarsson við uppsetningu á sýningunni Dýpra.Aðsend Brák er fædd árið 1996 og útskrifaðist með BA gráðu úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2021. Verk hennar taka helst á sig form vídjóverks, bókverks, skúlptúrs og gjörnings, en nýverið hafa viðfangsefni hennar snúið að sambandi manneskju við náttúru. Í rannsóknum sínum nálgast hún kink og blæti og skoðar samband mannfólks og náttúrulegra kerfa á grundvelli yfirráða og undirgefni, fantasíu og femínisma. Á sýningunni Dýpra/Deeper kannar Brák snertifleti blætismenningar og garðyrkju, manns og náttúru, sársauka og unaðar, í þeim tilgangi að nálgast náttúruna á hátt sem ögrar hefðbundnum hugmyndum um hvernig menning og náttúra mætast. Sýningin byggir á rannsókn listamannsins á sambandi líkama og gróðurs. Brák leikur sér að hugmyndum garðyrkjunnar um beislun náttúrunnar innandyra en sýningin teygir anga sína einnig út í garð, á sameiginlegt yfirráða svæði manns og náttúru. Inni hanga ýmis verkfæri og segir listakonan að erfitt sé að sjá hvort þau eru ætluð til ástarleikja eða garðyrkju, enda þurfi annað ef til vill ekki að útiloka hitt. Sýningin Pamela Angela stendur til 6. júní og sýningin Dýpra stendur til 10. júlí næstkomandi. Myndlist Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Önnur sýningin ber nafnið Pamela Angela Mellem Himelen og Haven. Pamela Angela er að sögn forsvarsmanna Ásmundarsals kraftmikið fyrirbæri þar sem alsæla mætir stanslausri truflun og ágengi er umvafin hinu rómantíska en verkefnið er samstarf Miu Ghabarou og Áslaugar Magnúsdóttir. Nálgun þeirra er margþætt en þær hafa bakgrunn í klassískri tónlist og raftónsmíðum, gjörningalist og dramatúrgíu, þar sem hjartasorgir mæta akúsmatískri tónlist. Pamela Angela tekur sig vel út í Ásmundarsal.Aðsend Tónlist og skúlptúr Mellem Himelen og Haven er síðasta stykkið í vængjaseríu Miu og Áslaugar, þar sem myndlíkingar verða að raunveruleika. Í sýningartextanum segir að verkið sé innsetning byggð á tveimur ólíkum einingum; skúlptúr og tónflutningi. Skúlptúrinn er spilanlegt hljóðfæri búið til úr bílhurð sem gefur rými til að túlka tónlistina eftir að hún hefur verið stöðvuð. Tónlistin hefur leikræna eiginleika og er blanda af post-folk, hávaða, autotune og uppleystum laglínum ástarsorgar. Ferðalag bílhurðarinnar frá ruslahaug í Danmörku til bílakirkjugarðs á Íslandi fær viðkomu í Ásmundarsal. Hljóðfærasmíði er í höndum Henrik Sandberg Ballowitz. Kink, blæti, menn og náttúra Listakonan Brák Jónsdóttir stendur fyrir hinni sýningunni sem kallast DÝPRA/Deeper. Brák Jónsdóttir og Þórir Hermann Óskarsson við uppsetningu á sýningunni Dýpra.Aðsend Brák er fædd árið 1996 og útskrifaðist með BA gráðu úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2021. Verk hennar taka helst á sig form vídjóverks, bókverks, skúlptúrs og gjörnings, en nýverið hafa viðfangsefni hennar snúið að sambandi manneskju við náttúru. Í rannsóknum sínum nálgast hún kink og blæti og skoðar samband mannfólks og náttúrulegra kerfa á grundvelli yfirráða og undirgefni, fantasíu og femínisma. Á sýningunni Dýpra/Deeper kannar Brák snertifleti blætismenningar og garðyrkju, manns og náttúru, sársauka og unaðar, í þeim tilgangi að nálgast náttúruna á hátt sem ögrar hefðbundnum hugmyndum um hvernig menning og náttúra mætast. Sýningin byggir á rannsókn listamannsins á sambandi líkama og gróðurs. Brák leikur sér að hugmyndum garðyrkjunnar um beislun náttúrunnar innandyra en sýningin teygir anga sína einnig út í garð, á sameiginlegt yfirráða svæði manns og náttúru. Inni hanga ýmis verkfæri og segir listakonan að erfitt sé að sjá hvort þau eru ætluð til ástarleikja eða garðyrkju, enda þurfi annað ef til vill ekki að útiloka hitt. Sýningin Pamela Angela stendur til 6. júní og sýningin Dýpra stendur til 10. júlí næstkomandi.
Myndlist Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira