„Frábært samtal sem ég mæli með fyrir öll sem vilja skilja, breyta og bæta“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 23. maí 2022 20:01 Katrín Oddsdóttir er fundarstjóri á viðburðinum Heilbrigð jörð - Heilbrigt líf. Saga Sig Næstkomandi miðvikudag 25. maí fer fram annar viðburður í viðburðaröðinni „Í liði með náttúrunni – náttúrumiðaðar lausnir og áhrif þeirra í víðu samhengi“ í Norræna húsinu ásamt því að vera í beinu streymi. Þessi viðburður ber nafnið Heilbrigð jörð - Heilbrigt líf og fer fram frá klukkan 16:00-18:00. Fundarstjóri er Katrín Oddsdóttir en blaðamaður tók á henni púlsinn og fékk að heyra nánar frá þessu framtaki. Á viðburðinum Heilbrigð jörð - Heilbrigt líf eru heilbrigði vistkerfa tengd saman við heilsu og vellíðan manna. Ýmis erindi fara fram, meðal annars um tengsl og tengslarof mannfólks við náttúruna og um sálræn áhrif náttúrunnar á andlega heilsu. Einnig verður kafað ofan í undraveröld örveranna með erindi um áhrif örveruflóru á heilsu okkar og Jarðgerðarfélagið verður með loka erindi dagsins. Viðburðaröðin fer fram í Norræna húsinu.Aðsend „Það sem mér finnst svo stórkostlegt við þessa viðburðaröð er að þarna er loksins verið að skoða öll þessi umhverfismál út frá því hvernig þetta tengist allt og okkar færustu sérfræðingar um allt samfélagið mæta þarna til leiks og miðla sinni þekkingu á raunverulegu mannamáli. Ég lærði svo margt af síðasta fundi að ég var stútfull af bæði fróðleik og von eftir hann,“ segir Katrín og bætir við að hún sé mjög spennt fyrir næsta miðvikudegi, þar sem fókusinn verður á hvernig náttúran og vernd hennar tengjast okkar eigin heilsu. „Við fáum svör við spurningum eins og hvaða áhrif hafa örverur í meltingarkerfinu á sálarlíf okkar? Gerir það okkur döpur og kvíðin að vera ekki í betri tengslum við náttúruna? Þetta er einfaldlega frábært samtal sem ég mæli með fyrir öll sem vilja skilja, breyta og bæta,“ segir Katrín að lokum. Öll eru velkomin og aðgangur er ókeypis. Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér. Umhverfismál Menning Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Á viðburðinum Heilbrigð jörð - Heilbrigt líf eru heilbrigði vistkerfa tengd saman við heilsu og vellíðan manna. Ýmis erindi fara fram, meðal annars um tengsl og tengslarof mannfólks við náttúruna og um sálræn áhrif náttúrunnar á andlega heilsu. Einnig verður kafað ofan í undraveröld örveranna með erindi um áhrif örveruflóru á heilsu okkar og Jarðgerðarfélagið verður með loka erindi dagsins. Viðburðaröðin fer fram í Norræna húsinu.Aðsend „Það sem mér finnst svo stórkostlegt við þessa viðburðaröð er að þarna er loksins verið að skoða öll þessi umhverfismál út frá því hvernig þetta tengist allt og okkar færustu sérfræðingar um allt samfélagið mæta þarna til leiks og miðla sinni þekkingu á raunverulegu mannamáli. Ég lærði svo margt af síðasta fundi að ég var stútfull af bæði fróðleik og von eftir hann,“ segir Katrín og bætir við að hún sé mjög spennt fyrir næsta miðvikudegi, þar sem fókusinn verður á hvernig náttúran og vernd hennar tengjast okkar eigin heilsu. „Við fáum svör við spurningum eins og hvaða áhrif hafa örverur í meltingarkerfinu á sálarlíf okkar? Gerir það okkur döpur og kvíðin að vera ekki í betri tengslum við náttúruna? Þetta er einfaldlega frábært samtal sem ég mæli með fyrir öll sem vilja skilja, breyta og bæta,“ segir Katrín að lokum. Öll eru velkomin og aðgangur er ókeypis. Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér.
Umhverfismál Menning Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira