Umfjöllun og viðtöl: Fylkir 2-1 ÍBV | Fylkir áfram í 16-liða úrslit Sindri Már Fannarsson skrifar 25. maí 2022 19:00 Ásgeir Eyþórsson skoraði gegn ÍBV. vísir/arnþór Fylkir vann í kvöld 2-1 heimasigur á ÍBV í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Mathias Laursen Christiansen og Ásgeir Eyþórsson skoruðu mörk Fylkismanna en Alex Freyr Hilmarsson skoraði mark Eyjamanna þegar sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik en Fylkismenn sköpuðu sér fleiri góð færi. Þórður Gunnar Hafþórsson átti marga góða spretti fyrir Fylkismenn og gerði vel í að skapa færi. Guðjón Orri Sigurjónsson átti mjög góðan leik í marki Eyjamanna. Eftir tæplega 40 mínútna leik var Tómas Bent Magnússon, leikmaður ÍBV rekinn af velli eftir tvö gul spjöld. Seinna spjaldið kom eftir glæfralega tæklingu á Nikulás Val Gunnarsson, leikmann Fylkis og þetta spjald kom engum á óvart. Rétt fyrir leikhlé fengu Fylkismenn hornspyrnu, Daði Ólafsson gaf boltann inn á teiginn þar sem Orri Sveinn Stefánsson stökk hæst, skallaði á markið þar sem Guðjón Orri gerði vel til að verja. Mathias Laursen Christiansen tók hinsvegar frákastið og renndi boltanum í autt netið. Fylkismenn fóru inn í hálfleik einu marki yfir. Fylkismenn byrjuðu svo seinni hálfleikinn af krafti en eftir þriggja mínútna leik tók Daði Ólafsson aðra hornspyrnu en í þetta skiptið var það hinn miðvörður Fylkis, Ásgeir Eyþórsson, sem stökk hæst, hann skallaði boltann í slánna og inn. Eftir seinna mark Fylkismanna tóku Eyjamenn öll völd á vellinum þrátt fyrir að vera manni færri. Þeir skoruðu mark á 52. mínútu sem var dæmt af, Atli Hrafn Andrason tók hornspyrnu sem Alex Freyr skallaði á Eið Aron sem setti boltann í netið. Eftir þónokkurn tíma fór flaggið þó á loft og markið var dæmt af. Eyjamenn héldu áfram að sækja en áttu ekki erindi sem erfiði fyrr en á 83. mínútu. Felix Örn Friðriksson hafði þá tekið sína þriðju hornspyrnu á einhverjum þremur mínútum, boltinn skoppaði í teignum og endaði hjá Alex Frey Hilmarssyni sem skoraði. Eftir markið kom enn meiri kraftur í Eyjamenn sem sóttu alveg fram að lokaflauti en allt kom fyrir ekki, 2-1 sigur Fylkis staðreynd. Af hverju vann Fylkir? Fylkismenn unnu þrátt fyrir að hafa ekki haft stjórn á leiknum meirihluta leiksins. Eyjamenn hefðu einfaldlega átt að nýta færin sem þeir fengu betur, en það tókst ekki. Það var eitthvað um dauðafæri báðum megin svo leikurinn hefði vel getað endað á annan veg, hvort sem það væri með sigri ÍBV eða stærri sigri Fylkis. Varnarleikur Fylkis var góður og oft vantaði ekkert nema lokasendingu hjá ÍBV til þess að koma boltanum í markið. Hverjir stóðu upp úr? Markmenn beggja liða voru menn leiksins. Miðað við fjölda dauðafæra báðu megin þá er í raun ótrúlegt að einungis hafi verið skoruð þrjú lögleg mörk. Guðjón Orri Sigurjónsson var maður fyrri hálfleiksins og Ólafur Kristófer Helgason maður seinni hálfleiks. Hvað gekk illa? Færanýting beggja liða, og þá sérstaklega ÍBV. Eyjamenn hefðu vel getað jafnað leikinn á lokamínútunum, þeir gjörsamlega lágu á teigi Fylkismanna og reyndu aftur og aftur. Þeir fengu ódekkuð skallafæri og fleira á meðan Fylkismenn fengu einnig sinn skerf af dauðafærum, til dæmis færi þar sem Benedikt Daríus hefði átt að gefa boltann á Nikulás Val, frekar en að skjóta sjálfur. Hvað gerist næst? Fylkir fer áfram í 16 liða úrslit Mjólkurbikarsins en ÍBV taka ekki meiri þátt í sumar. Fylkismenn fara til Grindavíkur á laugardaginn í Lengjudeildinni en ÍBV fara í Garðabæinn og leika gegn Stjörnunni á sunnudagskvöld. „Mér fannst þetta aldrei vera neitt rosalegt stress“ Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var sáttur með frammistöðu sinna manna. „Frammistaðan var fín. Hún var öðruvísi í fyrri hálfleik en í seinni. Við vorum mjög fínir í fyrri hálfleik og alveg fram að því að þeir fengu rautt spjald. Við kláruðum fyrri hálfleikinn vel og sérstaklega þessar fyrstu 30 mínútur vorum við bara mjög öflugir.. ..En síðustu 20 mínúturnar vorum við í basli með þá. Þeir dældu löngum boltum fram og við vorum í vandræðum með að verjast því en við vörðumst því. Síðan fengum við mark á okkur úr hornspyrnu sem við hefðum léttilega getað komið í veg fyrir, við vorum búnir að gera það vel allan leikinn. Og svo komu einhverjar aðrar fyrirgjafir í lokin sem að voru hættulegar. En Óli varði frábærlega þarna, 2-3 í leiknum. Sérstaklega þarna í blálokin, sem landaði þessum sigri fyrir okkur. En við hefðum getað refsað þeim líka í breikunum okkar og við fengum 2-3 mjög góð upphlaup sem við hefðum átt að skora úr í seinni hálfleik,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, í samtali við Vísi eftir leik. Rúnar Páll sagðist ekki hafa verið of stressaður undir lok leiks. „Þetta er bara eðli þessa fótbolta, það er oft sem þú lendir í svona stöðum og yfirleitt eru lið sem eru einum færri og hafa tækifæri til þess að jafna, fá oft svona kraft. Mér fannst þetta aldrei vera neitt rosalegt stress, nema kannski þarna í blálokin, eftir að þeir skora þegar það eru rúmar fimm mínútur eftir. En neinei, mér fannst það ekkert áhyggjuefni, ekkert til að hafa áhyggjur af“. Rúnar Páll sagðist ekki vita hvort að ÍBV hefðu vanmetið Fylki í aðdraganda leiksins, en Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV gerði fimm breytingar á byrjunarliði sínu frá því í síðasta leik í Bestu deildinni. „Ég veit ekki hvernig þeir horfa á okkur. Enda varðar mig ekkert um það hvernig þeir horfa á okkur. Við erum í Lengjudeildinni og þeir eru í Bestu deildinni og það getur verið að það hafi verið eitthvað svoleiðis. En það var alla vega ekki að sjá í dag að það væri einhver munur á þessum liðum.“ Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV gaf ekki kost á sér í viðtal eftir leik en hann vildi ekki gefa upp neina ástæðu fyrir því af hverju það væri. Mjólkurbikar karla Fylkir ÍBV
Fylkir vann í kvöld 2-1 heimasigur á ÍBV í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Mathias Laursen Christiansen og Ásgeir Eyþórsson skoruðu mörk Fylkismanna en Alex Freyr Hilmarsson skoraði mark Eyjamanna þegar sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik en Fylkismenn sköpuðu sér fleiri góð færi. Þórður Gunnar Hafþórsson átti marga góða spretti fyrir Fylkismenn og gerði vel í að skapa færi. Guðjón Orri Sigurjónsson átti mjög góðan leik í marki Eyjamanna. Eftir tæplega 40 mínútna leik var Tómas Bent Magnússon, leikmaður ÍBV rekinn af velli eftir tvö gul spjöld. Seinna spjaldið kom eftir glæfralega tæklingu á Nikulás Val Gunnarsson, leikmann Fylkis og þetta spjald kom engum á óvart. Rétt fyrir leikhlé fengu Fylkismenn hornspyrnu, Daði Ólafsson gaf boltann inn á teiginn þar sem Orri Sveinn Stefánsson stökk hæst, skallaði á markið þar sem Guðjón Orri gerði vel til að verja. Mathias Laursen Christiansen tók hinsvegar frákastið og renndi boltanum í autt netið. Fylkismenn fóru inn í hálfleik einu marki yfir. Fylkismenn byrjuðu svo seinni hálfleikinn af krafti en eftir þriggja mínútna leik tók Daði Ólafsson aðra hornspyrnu en í þetta skiptið var það hinn miðvörður Fylkis, Ásgeir Eyþórsson, sem stökk hæst, hann skallaði boltann í slánna og inn. Eftir seinna mark Fylkismanna tóku Eyjamenn öll völd á vellinum þrátt fyrir að vera manni færri. Þeir skoruðu mark á 52. mínútu sem var dæmt af, Atli Hrafn Andrason tók hornspyrnu sem Alex Freyr skallaði á Eið Aron sem setti boltann í netið. Eftir þónokkurn tíma fór flaggið þó á loft og markið var dæmt af. Eyjamenn héldu áfram að sækja en áttu ekki erindi sem erfiði fyrr en á 83. mínútu. Felix Örn Friðriksson hafði þá tekið sína þriðju hornspyrnu á einhverjum þremur mínútum, boltinn skoppaði í teignum og endaði hjá Alex Frey Hilmarssyni sem skoraði. Eftir markið kom enn meiri kraftur í Eyjamenn sem sóttu alveg fram að lokaflauti en allt kom fyrir ekki, 2-1 sigur Fylkis staðreynd. Af hverju vann Fylkir? Fylkismenn unnu þrátt fyrir að hafa ekki haft stjórn á leiknum meirihluta leiksins. Eyjamenn hefðu einfaldlega átt að nýta færin sem þeir fengu betur, en það tókst ekki. Það var eitthvað um dauðafæri báðum megin svo leikurinn hefði vel getað endað á annan veg, hvort sem það væri með sigri ÍBV eða stærri sigri Fylkis. Varnarleikur Fylkis var góður og oft vantaði ekkert nema lokasendingu hjá ÍBV til þess að koma boltanum í markið. Hverjir stóðu upp úr? Markmenn beggja liða voru menn leiksins. Miðað við fjölda dauðafæra báðu megin þá er í raun ótrúlegt að einungis hafi verið skoruð þrjú lögleg mörk. Guðjón Orri Sigurjónsson var maður fyrri hálfleiksins og Ólafur Kristófer Helgason maður seinni hálfleiks. Hvað gekk illa? Færanýting beggja liða, og þá sérstaklega ÍBV. Eyjamenn hefðu vel getað jafnað leikinn á lokamínútunum, þeir gjörsamlega lágu á teigi Fylkismanna og reyndu aftur og aftur. Þeir fengu ódekkuð skallafæri og fleira á meðan Fylkismenn fengu einnig sinn skerf af dauðafærum, til dæmis færi þar sem Benedikt Daríus hefði átt að gefa boltann á Nikulás Val, frekar en að skjóta sjálfur. Hvað gerist næst? Fylkir fer áfram í 16 liða úrslit Mjólkurbikarsins en ÍBV taka ekki meiri þátt í sumar. Fylkismenn fara til Grindavíkur á laugardaginn í Lengjudeildinni en ÍBV fara í Garðabæinn og leika gegn Stjörnunni á sunnudagskvöld. „Mér fannst þetta aldrei vera neitt rosalegt stress“ Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var sáttur með frammistöðu sinna manna. „Frammistaðan var fín. Hún var öðruvísi í fyrri hálfleik en í seinni. Við vorum mjög fínir í fyrri hálfleik og alveg fram að því að þeir fengu rautt spjald. Við kláruðum fyrri hálfleikinn vel og sérstaklega þessar fyrstu 30 mínútur vorum við bara mjög öflugir.. ..En síðustu 20 mínúturnar vorum við í basli með þá. Þeir dældu löngum boltum fram og við vorum í vandræðum með að verjast því en við vörðumst því. Síðan fengum við mark á okkur úr hornspyrnu sem við hefðum léttilega getað komið í veg fyrir, við vorum búnir að gera það vel allan leikinn. Og svo komu einhverjar aðrar fyrirgjafir í lokin sem að voru hættulegar. En Óli varði frábærlega þarna, 2-3 í leiknum. Sérstaklega þarna í blálokin, sem landaði þessum sigri fyrir okkur. En við hefðum getað refsað þeim líka í breikunum okkar og við fengum 2-3 mjög góð upphlaup sem við hefðum átt að skora úr í seinni hálfleik,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, í samtali við Vísi eftir leik. Rúnar Páll sagðist ekki hafa verið of stressaður undir lok leiks. „Þetta er bara eðli þessa fótbolta, það er oft sem þú lendir í svona stöðum og yfirleitt eru lið sem eru einum færri og hafa tækifæri til þess að jafna, fá oft svona kraft. Mér fannst þetta aldrei vera neitt rosalegt stress, nema kannski þarna í blálokin, eftir að þeir skora þegar það eru rúmar fimm mínútur eftir. En neinei, mér fannst það ekkert áhyggjuefni, ekkert til að hafa áhyggjur af“. Rúnar Páll sagðist ekki vita hvort að ÍBV hefðu vanmetið Fylki í aðdraganda leiksins, en Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV gerði fimm breytingar á byrjunarliði sínu frá því í síðasta leik í Bestu deildinni. „Ég veit ekki hvernig þeir horfa á okkur. Enda varðar mig ekkert um það hvernig þeir horfa á okkur. Við erum í Lengjudeildinni og þeir eru í Bestu deildinni og það getur verið að það hafi verið eitthvað svoleiðis. En það var alla vega ekki að sjá í dag að það væri einhver munur á þessum liðum.“ Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV gaf ekki kost á sér í viðtal eftir leik en hann vildi ekki gefa upp neina ástæðu fyrir því af hverju það væri.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti