Lagið kom út í lok mars á þessu ári og er að finna á plötunni Harry’s House sem breski popparinn sendi frá sér 20. maí síðastliðinn.
Það er nóg um að vera hjá Harry Styles, sem stefnir á tónleikaferðalag í Evrópu og Ameríku í sumar. Hann hefur nú þegar haldið tvenna tónleika með lögum plötunnar í beinu streymi og kom fram á tónlistarhátíðinni Coachella í apríl síðastliðnum við góðar undirtektir.
FM95Blö og Aron Can fylgja fast á eftir í öðru sæti með lagið Aldrei Toppað og tónlistarmaðurinn Farruko skipar þriðja sæti með lagið Pepas.
Hér má finna íslenska listann í heild sinni:
Íslenski listinn á Spotify: