Norðurá að verða svo gott sem uppseld Karl Lúðvíksson skrifar 27. maí 2022 10:01 Við Norðurá. Mynd / Svavar Hávarðsson Laxveiðin hefst 1. júní og það er mikil spenna í loftinu eins og alltaf en þeir sem ætla sér að veiða í sumar og eru ekki búnir að bóka neitt gætu lent í vandræðum. Staðan er þannig hjá velflestum veiðileyfasölum að margar árnar eru uppseldar eða afar lítið eftir af veiðidögum. Ein af ánum sem er einmitt að detta í að verða uppseld er Norðurá en Veiðivísir heyrði í Brynjari Þór Hreggviðssyni sölustjóra Norðurár og staðan er þannig að Norðurá er í dag ca 96% seld. Eftirspurn eftir veiðileyfum frá erlendum veiðimönnum hefur tekið mikin kipp og það er ljóst að heilt yfir á veiðisvæðum landsins gæti verið að stefna í met. Það litla sem er laust í dag í ánum verður fljótt að fara ef veiðin fer ágætlega af stað og erlendir veiðimenn eru margir þegar farnir að teygja sig inn á jaðartímann sem hefur verið mest sóttur af Íslenskum veiðimönnum. Urriðafoss er það veiðisvæði sem opnar fyrst og það verður spennandi að sjá hvað gerist. Stangveiði Borgarbyggð Mest lesið Sjálfsmennska í Laxárdalnum Veiði 198 laxar komnir úr Blöndu Veiði Meira farið að bera á bleikju í Soginu Veiði Blanda að ná 400 löxum Veiði Laxveiðisumarið hafið - frábær opnun við Urriðafoss Veiði Fjórtán laxar á Jöklusvæðinu Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði Dauðir urriðar á botninum við Vatnskot Veiði Heimildarmynd um afleiðingar sjókvíaeldis Veiði Helmingi meiri laxveiði en í fyrra Veiði
Staðan er þannig hjá velflestum veiðileyfasölum að margar árnar eru uppseldar eða afar lítið eftir af veiðidögum. Ein af ánum sem er einmitt að detta í að verða uppseld er Norðurá en Veiðivísir heyrði í Brynjari Þór Hreggviðssyni sölustjóra Norðurár og staðan er þannig að Norðurá er í dag ca 96% seld. Eftirspurn eftir veiðileyfum frá erlendum veiðimönnum hefur tekið mikin kipp og það er ljóst að heilt yfir á veiðisvæðum landsins gæti verið að stefna í met. Það litla sem er laust í dag í ánum verður fljótt að fara ef veiðin fer ágætlega af stað og erlendir veiðimenn eru margir þegar farnir að teygja sig inn á jaðartímann sem hefur verið mest sóttur af Íslenskum veiðimönnum. Urriðafoss er það veiðisvæði sem opnar fyrst og það verður spennandi að sjá hvað gerist.
Stangveiði Borgarbyggð Mest lesið Sjálfsmennska í Laxárdalnum Veiði 198 laxar komnir úr Blöndu Veiði Meira farið að bera á bleikju í Soginu Veiði Blanda að ná 400 löxum Veiði Laxveiðisumarið hafið - frábær opnun við Urriðafoss Veiði Fjórtán laxar á Jöklusvæðinu Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði Dauðir urriðar á botninum við Vatnskot Veiði Heimildarmynd um afleiðingar sjókvíaeldis Veiði Helmingi meiri laxveiði en í fyrra Veiði