Ólafía sneri aftur til keppni fyrir rúmri viku í Frakklandi á sínu fyrsta móti í tuttugu mánuði, eftir að hafa eignast barn á síðasta ári. Þar átti hún erfitt uppdráttar og endaði í 100. sæti.
Nú er Ólafía mætt á annað mót á Evrópumótaröðinni, í Belgíu, og lék fyrsta hring af þremur á pari eins og fyrr segir.
Hún fékk tvo skolla á fyrri níu holunum en bætti upp fyrir það með tveimur fuglum á seinni níu.
Þegar þetta er skrifað er Ólafía í 29.-42. sæti af 126 kylfingum en enn á hluti hópsins eftir að skila sér í hús. Linn Grant frá Svíþjóð er efst á -6 höggum.