Bjarni og félagar þurftu að sætta sig við silfur eftir tap í vítakeppni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. maí 2022 19:39 Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar hans í Skövde unnu dramatískan sigur í kvöld. Skövde Ystads IF er sænskur meistari í handbolta eftir sigur gegn Bjarna Ófeigi Valdimarssyni og félögum hans í Skövde í kvöld. Lokatölur eftir tvær framlengingar og vítakeppni urðu 47-46. Heimamenn í Ystads leiddu einvígið 2-1 fyrir leik kvöldsins og Bjarni og félagar því með bakið upp við vegg. Heimamenn byrjuðu betur og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins, en gestirnir í Skövde skoruðu næstu þrjú. Eftir það var jafnt á öllum tölum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks, en heimamenn í Ystads fóru með eins marks forystu inn í hléið, 15-14. Hægt og bítandi bjuggu náðu heimamenn yfirhöndinni í síðari hálfleik og þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka höfðu þeir náð fimm marka forskoti í stöðunni 27-22. Bjarni og félagar gáfust þó ekki upp og unnu sig aftur inn í leikinn. Bjarni jafnaði svo metin fyrir gestina í stöðunni 30-30 þegar tæpar fimm mínútur voru til leiksloka og við tóku æsispennandi lokamínútur. Liðin skiptust á að skora á lokamínútunum. Niðurstaðan eftir venjulegan leiktíma varð jafntefli, 32-32, og því þurfti að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara. Sömu sögu var að segja um framlenginguna. Liðin héldust í hendur frá upphafi til enda og þegar 70 mínútur voru komnar á klukkuna var enn allt jafnt, 36-36. Önnur framlengingin bauð svo upp á meira af því sama. Liðin skoruðu á víxl og engin leið að knýja fram sigurvegara með venjulegum handbolta. Þegar klukkan sló 80 mínútur var staðan 42-42 og því ekkert annað í stöðunni en að grípa til vítakeppni. Vítakeppnin í sænska boltanum er ekki þessi hefðbundna vítakastkeppni þar sem liðin skiptast á að stilla sér upp á vítalínunni. Markmaðurinn byrjar með boltann og gefur á liðsfélaga sinn sem fer einn á móti markmanni eins og um hraðaupphlaup sé að ræða. Viktor Hallén sem skoraði 14 mörk í leiknum klikkaði á fyrsta víti Skövde, en heimamenn í Ystads skoruðu úr öllum fimm vítum sínum og tryggðu sér þar með sænska meistaratitilinn á dramatískan hátt. Það var Julius Lindskog Andersson sem skoraði sigurmarkið og eins og sjá má á myndbandi frá handboltaspekúlantinum Rasmus Boysen hér fyrir neðan ætlaði allt um koll að keyra þegar titillinn var í höfn. Ystads IF are Swedish champions for the first time in 30 years after an insane 4th final decided after shoot-out.#handball pic.twitter.com/E3SvpPrgzW— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) May 27, 2022 Sænski handboltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Sjá meira
Heimamenn í Ystads leiddu einvígið 2-1 fyrir leik kvöldsins og Bjarni og félagar því með bakið upp við vegg. Heimamenn byrjuðu betur og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins, en gestirnir í Skövde skoruðu næstu þrjú. Eftir það var jafnt á öllum tölum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks, en heimamenn í Ystads fóru með eins marks forystu inn í hléið, 15-14. Hægt og bítandi bjuggu náðu heimamenn yfirhöndinni í síðari hálfleik og þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka höfðu þeir náð fimm marka forskoti í stöðunni 27-22. Bjarni og félagar gáfust þó ekki upp og unnu sig aftur inn í leikinn. Bjarni jafnaði svo metin fyrir gestina í stöðunni 30-30 þegar tæpar fimm mínútur voru til leiksloka og við tóku æsispennandi lokamínútur. Liðin skiptust á að skora á lokamínútunum. Niðurstaðan eftir venjulegan leiktíma varð jafntefli, 32-32, og því þurfti að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara. Sömu sögu var að segja um framlenginguna. Liðin héldust í hendur frá upphafi til enda og þegar 70 mínútur voru komnar á klukkuna var enn allt jafnt, 36-36. Önnur framlengingin bauð svo upp á meira af því sama. Liðin skoruðu á víxl og engin leið að knýja fram sigurvegara með venjulegum handbolta. Þegar klukkan sló 80 mínútur var staðan 42-42 og því ekkert annað í stöðunni en að grípa til vítakeppni. Vítakeppnin í sænska boltanum er ekki þessi hefðbundna vítakastkeppni þar sem liðin skiptast á að stilla sér upp á vítalínunni. Markmaðurinn byrjar með boltann og gefur á liðsfélaga sinn sem fer einn á móti markmanni eins og um hraðaupphlaup sé að ræða. Viktor Hallén sem skoraði 14 mörk í leiknum klikkaði á fyrsta víti Skövde, en heimamenn í Ystads skoruðu úr öllum fimm vítum sínum og tryggðu sér þar með sænska meistaratitilinn á dramatískan hátt. Það var Julius Lindskog Andersson sem skoraði sigurmarkið og eins og sjá má á myndbandi frá handboltaspekúlantinum Rasmus Boysen hér fyrir neðan ætlaði allt um koll að keyra þegar titillinn var í höfn. Ystads IF are Swedish champions for the first time in 30 years after an insane 4th final decided after shoot-out.#handball pic.twitter.com/E3SvpPrgzW— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) May 27, 2022
Sænski handboltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Sjá meira