Telur að Heimir verði rekinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. maí 2022 10:00 Valsmennirnir hans Heimis Guðjónssonar hafa tapað fjórum leikjum í röð. vísir/Hulda Margrét Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, telur að Heimir Guðjónsson verði látinn taka pokann sinn sem þjálfari Vals. Í gær tapaði Valur 3-2 fyrir Fram í Safamýrinni. Þetta var fjórða tap Valsmanna í deild og bikar í röð. Þeir eru í 6. sæti Bestu deildarinnar með þrettán stig, ellefu stigum á eftir toppliði Blika, dottnir út úr Mjólkurbikarnum og ekki með í Evrópukeppni. „Eins og ég er mikill talsmaður Heimis held ég að hann verði ekki þarna í næsta leik,“ sagði Albert í Stúkunni í gær. Núna tekur við landsleikjahlé og ekki verður leikið aftur í Bestu deildinni fyrr en um miðjan júní. Tíminn til að skipta um þjálfara er því nokkuð hentugur. „Upp á það að gera þessa breytingu. Nú er ég ekki bara að horfa á þessa þrjá leiki í deildinni sem hafa tapast, bikarinn og allt það heldur hvernig þeir enduðu síðasta tímabil, allur veturinn slakur og mér fannst meira að segja leikirnir sem unnust í sumar ekki sannfærandi, nema seinni hálfleikurinn á móti KR og þeir voru flottir gegn ÍA en það eru allir flottir gegn þeim þessa dagana. Svo kemur þessi hrina núna,“ sagði Albert. Klippa: Stúkan - umræða um Heimis Guðjóns Hann segir að Valsmenn vanti sárlega eitthvað einkenni, einhvern sérstakan leikstíl. „Ef þú myndir spyrja mig núna hvernig fótbolta spilar Valur? Það veit það enginn. Þetta er rándýrt lið með dýrasta hópinn og það veit enginn hvert uppleggið er,“ sagði Albert. Valur hefur orðið fyrir skakkaföllum að undanförnu og til að mynda eru báðir markverðir liðsins meiddir. En Albert segir að Valsmenn geti ekki skýlt sér á bak við það. „Það er óheppilegt fyrir Heimi en mér fannst samt frammistaðan í leikjunum sem þeir voru með ekki sérstök. Ég vil fá meira frá svona stórum og góðum hópi,“ sagði Albert. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Valur Stúkan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 3-2 | Fjórða tap Valsmanna í röð Slæmt gengi Vals hélt áfram í dag er liðið tapaði gegn Fram í Safamýrinni í mögulega síðasta leik Fram liðsins á þeim velli. 29. maí 2022 19:07 Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Sjá meira
Í gær tapaði Valur 3-2 fyrir Fram í Safamýrinni. Þetta var fjórða tap Valsmanna í deild og bikar í röð. Þeir eru í 6. sæti Bestu deildarinnar með þrettán stig, ellefu stigum á eftir toppliði Blika, dottnir út úr Mjólkurbikarnum og ekki með í Evrópukeppni. „Eins og ég er mikill talsmaður Heimis held ég að hann verði ekki þarna í næsta leik,“ sagði Albert í Stúkunni í gær. Núna tekur við landsleikjahlé og ekki verður leikið aftur í Bestu deildinni fyrr en um miðjan júní. Tíminn til að skipta um þjálfara er því nokkuð hentugur. „Upp á það að gera þessa breytingu. Nú er ég ekki bara að horfa á þessa þrjá leiki í deildinni sem hafa tapast, bikarinn og allt það heldur hvernig þeir enduðu síðasta tímabil, allur veturinn slakur og mér fannst meira að segja leikirnir sem unnust í sumar ekki sannfærandi, nema seinni hálfleikurinn á móti KR og þeir voru flottir gegn ÍA en það eru allir flottir gegn þeim þessa dagana. Svo kemur þessi hrina núna,“ sagði Albert. Klippa: Stúkan - umræða um Heimis Guðjóns Hann segir að Valsmenn vanti sárlega eitthvað einkenni, einhvern sérstakan leikstíl. „Ef þú myndir spyrja mig núna hvernig fótbolta spilar Valur? Það veit það enginn. Þetta er rándýrt lið með dýrasta hópinn og það veit enginn hvert uppleggið er,“ sagði Albert. Valur hefur orðið fyrir skakkaföllum að undanförnu og til að mynda eru báðir markverðir liðsins meiddir. En Albert segir að Valsmenn geti ekki skýlt sér á bak við það. „Það er óheppilegt fyrir Heimi en mér fannst samt frammistaðan í leikjunum sem þeir voru með ekki sérstök. Ég vil fá meira frá svona stórum og góðum hópi,“ sagði Albert. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Valur Stúkan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 3-2 | Fjórða tap Valsmanna í röð Slæmt gengi Vals hélt áfram í dag er liðið tapaði gegn Fram í Safamýrinni í mögulega síðasta leik Fram liðsins á þeim velli. 29. maí 2022 19:07 Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 3-2 | Fjórða tap Valsmanna í röð Slæmt gengi Vals hélt áfram í dag er liðið tapaði gegn Fram í Safamýrinni í mögulega síðasta leik Fram liðsins á þeim velli. 29. maí 2022 19:07