Neitaði að svara því hvort Óli Jó yrði áfram þjálfari FH Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2022 11:31 Ólafur Jóhannesson tók við FH í fjórða sinn á ferlinum í fyrrasumar. vísir/Hulda Margrét „Óli Jó er okkar maður og ekki mikið meira um það að segja,“ segir Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, um stöðu þjálfarans Ólafs Jóhannessonar nú þegar FH situr í 9. sæti Bestu deildar karla í fótbolta. Eftir að hafa aðeins náð 6. sæti á síðustu leiktíð, sem er versta niðurstaða FH í tæpa tvo áratugi, hefur liðið einnig byrjað yfirstandandi leiktíð illa og er aðeins með sjö stig, fjórum stigum frá botnsæti Bestu deildarinnar. Eftir 3-2 tapið gegn KR í Kaplakrika í gær er nú komið hlé hjá FH, vegna landsleikja, þar til að liðið mætir Leikni 16. júní. Verður Ólafur enn þjálfari FH að landsleikjahléinu loknu? „Þú veist að ég mun aldrei svara svona spurningu. Við erum bara með okkar plan áfram í gangi og Óli er okkar þjálfari. Það liggja engar ákvarðanir fyrir um annað og það er ekkert sem bendir til annars,“ segir Valdimar. „Ef við sjáum svo einhverja ástæðu til að breyta einhverju þá er það bara þannig“ Ólafur var ráðinn til FH í fjórða sinn á ferlinum síðasta sumar, 21. júní. Hann tók þá við af Loga Ólafssyni. Valdimar segir ekki hægt að kenna Ólafi einum um stöðu FH-inga: „Auðvitað verða allir sem að þessu koma að líta í eigin barm, hvort sem það eru leikmenn, þjálfarar eða við sem stjórnum félaginu. Við berum öll ábyrgð á þessu og verðum að reyna að vinna samkvæmt því. Á meðan að staðan er eins og hún er þá reynum við að berjast í því. Ef við sjáum svo einhverja ástæðu til að breyta einhverju þá er það bara þannig á einhverjum punkti en við erum búin að reyna að berja í þessa bresti upp á síðkastið og það er verkefnið akkúrat núna. Ég held að það sé alltaf allt til skoðunar en þetta er ekki mál sem að við getum algjörlega skrifað á einn stað. Þetta er hópurinn, áherslurnar og annað þess háttar sem við þurfum að sjá hvort við berjum ekki bara saman og látum smella,“ segir Valdimar. Lagt mikla áherslu á að yngja upp hópinn En telur hann félagið hafa lagt nógu mikinn metnað í það að gera betur en á síðustu leiktíð, til að mynda varðandi leikmannamál? „Við höfum alla vega reynt að vanda okkur mjög vel við það sem við höfum gert. Við höfum ekki keypt bara til þess að kaupa. Það geta örugglega margir haft skoðun á því að það mætti gera meira eða betur en við þurfum auðvitað að taka mið af þeirri stöðu sem félagið er í á hverjum tíma,“ sagði Valdimar. „Við höfum verið að leggja mikla áherslu á það að yngja upp og breyta aðeins áherslum. Við höfum verið að fá inn yngri menn og erum með mjög efnilega leikmenn innan okkar raða sem eru uppaldir FH-ingar, sem er verið að vinna í að gera betri og sterkari. Þetta er oft vegferð sem að tekur smávinnu og orku en við höfum trú á að við komumst aftur á þann stað sem við viljum vera á. Það gerum við FH-ingar.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla FH Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Eftir að hafa aðeins náð 6. sæti á síðustu leiktíð, sem er versta niðurstaða FH í tæpa tvo áratugi, hefur liðið einnig byrjað yfirstandandi leiktíð illa og er aðeins með sjö stig, fjórum stigum frá botnsæti Bestu deildarinnar. Eftir 3-2 tapið gegn KR í Kaplakrika í gær er nú komið hlé hjá FH, vegna landsleikja, þar til að liðið mætir Leikni 16. júní. Verður Ólafur enn þjálfari FH að landsleikjahléinu loknu? „Þú veist að ég mun aldrei svara svona spurningu. Við erum bara með okkar plan áfram í gangi og Óli er okkar þjálfari. Það liggja engar ákvarðanir fyrir um annað og það er ekkert sem bendir til annars,“ segir Valdimar. „Ef við sjáum svo einhverja ástæðu til að breyta einhverju þá er það bara þannig“ Ólafur var ráðinn til FH í fjórða sinn á ferlinum síðasta sumar, 21. júní. Hann tók þá við af Loga Ólafssyni. Valdimar segir ekki hægt að kenna Ólafi einum um stöðu FH-inga: „Auðvitað verða allir sem að þessu koma að líta í eigin barm, hvort sem það eru leikmenn, þjálfarar eða við sem stjórnum félaginu. Við berum öll ábyrgð á þessu og verðum að reyna að vinna samkvæmt því. Á meðan að staðan er eins og hún er þá reynum við að berjast í því. Ef við sjáum svo einhverja ástæðu til að breyta einhverju þá er það bara þannig á einhverjum punkti en við erum búin að reyna að berja í þessa bresti upp á síðkastið og það er verkefnið akkúrat núna. Ég held að það sé alltaf allt til skoðunar en þetta er ekki mál sem að við getum algjörlega skrifað á einn stað. Þetta er hópurinn, áherslurnar og annað þess háttar sem við þurfum að sjá hvort við berjum ekki bara saman og látum smella,“ segir Valdimar. Lagt mikla áherslu á að yngja upp hópinn En telur hann félagið hafa lagt nógu mikinn metnað í það að gera betur en á síðustu leiktíð, til að mynda varðandi leikmannamál? „Við höfum alla vega reynt að vanda okkur mjög vel við það sem við höfum gert. Við höfum ekki keypt bara til þess að kaupa. Það geta örugglega margir haft skoðun á því að það mætti gera meira eða betur en við þurfum auðvitað að taka mið af þeirri stöðu sem félagið er í á hverjum tíma,“ sagði Valdimar. „Við höfum verið að leggja mikla áherslu á það að yngja upp og breyta aðeins áherslum. Við höfum verið að fá inn yngri menn og erum með mjög efnilega leikmenn innan okkar raða sem eru uppaldir FH-ingar, sem er verið að vinna í að gera betri og sterkari. Þetta er oft vegferð sem að tekur smávinnu og orku en við höfum trú á að við komumst aftur á þann stað sem við viljum vera á. Það gerum við FH-ingar.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla FH Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn