„Lagið Falling er lag frá mér og íslensku söngkonunni ROKKY sem býr í Berlín. Ég hafði alltaf séð fyrir mér að vinna með henni eftir að ég heyrði í henni þegar hún var tilnefnd sem nýliði ársins fyrir nokkrum árum síðan, mjög góð og einstök rödd.
Ég sendi henni demo með þessu lagi og hún gerði textann sem fjallar um að losna úr erfiðu sambandi og komast yfir það, líða betur og vera þú sjálfur.
Þannig skemmtileg blanda af sumar fíling og því að fylgja hjartanu má segja, “segir Victor.
Victor er duglegur að láta til sín taka í íslenska tónlistarheiminum og vinnur með fjölbreyttum hópi tónlistarfólks.
„Ég er með ýmislegt í vændum og er að vinna í mikið af nýrri tónlist með alls konar flottu tónlistarfólki. Næst á dagskrá er svo alvöru klúbbalag með Daníeli Ágústi sem og official Eurovision remix sem kemur út bráðum.“
Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00-16:00 á FM957.
Hér má finna íslenska listann í heild sinni:
Íslenski listinn á Spotify: