„Undirmeðvitundin er stundum svo mikið með á nótunum að hún er langt á undan manni“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 6. júní 2022 10:31 Benni Hemm Hemm sendir frá sér nýja plötu. Aðsend Tónlistarmaðurinn Benni Hemm Hemm gefur út breiðskífu miðvikudaginn 8. júní. Platan, sem ber titilinn Benni Hemm Hemm & the Melting Diamond Band III, er þriðja platan sem kemur út úr samstarfi hljómsveitarinnar við Mengi Records. Hún kemur út á stafrænu formi og á vínyl en einnig eru gefin út vídeóverk með öllum tónverkunum. Útgáfu plötunnar verður fagnað með tónleikum í Mengi samdægurs, miðvikudagskvöldið 8. júní. Blaðamaður tók púlsinn á Benna. Hvaðan kemur innblásturinn fyrir þessu verkefni? Þetta verkefni rúllaði upphaflega í gang eftir risa innblástur sprengju sem ég lenti í þegar ég bjó á Seyðisfirði fyrir nokkrum árum. Það var svo mikil sprengja að allar vinnuaðferðir mínar breyttust, helst á þann veg að ég hætti alveg að hugsa og setti alla orku og allan tíma í að spila og taka upp. Þess vegna eru form og lengd verkanna alveg óplönuð og ég þarf bara að hlýða því sem gerist og vinna með það. Til dæmis má nefna að eitt verk á þessari plötu er fjórar mínútur og annað 21 mínúta. Benni Hemm Hemm & the Melting Diamond Band III.Aðsend Hefur breiðskífan verið lengi í bígerð? Þessi breiðskífa er hluti af útgáfuröð sem við erum að vinna með Mengi Records, sem er mjög spennandi að púsla saman. Ég hef unnið að þessum verkum frá því á Seyðisfirði eins og ég tók fram áðan, sem var kannski fyrir fjórum, fimm árum. En svo bæti ég hægt og rólega inn í lögin og fæ fólk í stúdíóið til að bæta inn pörtum, svo hún hefur verið mallandi í nokkur ár. View this post on Instagram A post shared by Benni Hemm Hemm (@benni_hemm_hemm) Hvernig gekk að yfirfæra tónverkin á sjónrænt form? Það gekk ágætlega, takk, eða ég vona það. Mér finnst mjög skemmtilegt að fá fólk sem kann að gera myndbönd til þess að vinna þennan hluta með mér, en í þetta skiptið gerði ég þau öll sjálfur og vona bara að þau séu ágæt. Eins og ég tók fram áðan, þá liggur ekki mikil hugsun eða skipulag á bakvið þá vinnu frekar en tónlistina. En undirmeðvitundin er stundum svo mikið með á nótunum að hún er langt á undan manni, þannig að ég treysti þessu ferli ágætlega núorðið. View this post on Instagram A post shared by Benni Hemm Hemm (@benni_hemm_hemm) Hvað finnst þér skemmtilegast við að skapa og vinna í tónlist? Eins og ég lýsi hér að ofan, með því að hugsa sem minnst og gera sem mest. Þá finnst mér auðvelt að vinna og útkoman er yfirleitt betri. View this post on Instagram A post shared by Benni Hemm Hemm (@benni_hemm_hemm) Hvers mega gestir vænta á útgáfutónleikunum? Gestir mega vænta rólegs og huggulegs spuna sem er spiluð eins og popptónlist. Og svo verðum við með vídeóin, sem ég held að eigi eftir að koma skemmtilega út. Huggulegheit og spennandi spuni, söngur og falleg vídeó, það er það sem við getum búist við. Tónlist Menning Tengdar fréttir „Marglaga unglingadrama með slikju af Kaliforníusólskini“ Benni Hemm Hemm gefur í dag út lagið Ísskápurinn. Lagið er önnur smáskífan af væntanlegri plötu frá Benna. 26. ágúst 2021 11:15 Benni óuppmagnaður Benni Hemm Hemm heldur tónleika í Mengi. 5. ágúst 2014 18:30 Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hvaðan kemur innblásturinn fyrir þessu verkefni? Þetta verkefni rúllaði upphaflega í gang eftir risa innblástur sprengju sem ég lenti í þegar ég bjó á Seyðisfirði fyrir nokkrum árum. Það var svo mikil sprengja að allar vinnuaðferðir mínar breyttust, helst á þann veg að ég hætti alveg að hugsa og setti alla orku og allan tíma í að spila og taka upp. Þess vegna eru form og lengd verkanna alveg óplönuð og ég þarf bara að hlýða því sem gerist og vinna með það. Til dæmis má nefna að eitt verk á þessari plötu er fjórar mínútur og annað 21 mínúta. Benni Hemm Hemm & the Melting Diamond Band III.Aðsend Hefur breiðskífan verið lengi í bígerð? Þessi breiðskífa er hluti af útgáfuröð sem við erum að vinna með Mengi Records, sem er mjög spennandi að púsla saman. Ég hef unnið að þessum verkum frá því á Seyðisfirði eins og ég tók fram áðan, sem var kannski fyrir fjórum, fimm árum. En svo bæti ég hægt og rólega inn í lögin og fæ fólk í stúdíóið til að bæta inn pörtum, svo hún hefur verið mallandi í nokkur ár. View this post on Instagram A post shared by Benni Hemm Hemm (@benni_hemm_hemm) Hvernig gekk að yfirfæra tónverkin á sjónrænt form? Það gekk ágætlega, takk, eða ég vona það. Mér finnst mjög skemmtilegt að fá fólk sem kann að gera myndbönd til þess að vinna þennan hluta með mér, en í þetta skiptið gerði ég þau öll sjálfur og vona bara að þau séu ágæt. Eins og ég tók fram áðan, þá liggur ekki mikil hugsun eða skipulag á bakvið þá vinnu frekar en tónlistina. En undirmeðvitundin er stundum svo mikið með á nótunum að hún er langt á undan manni, þannig að ég treysti þessu ferli ágætlega núorðið. View this post on Instagram A post shared by Benni Hemm Hemm (@benni_hemm_hemm) Hvað finnst þér skemmtilegast við að skapa og vinna í tónlist? Eins og ég lýsi hér að ofan, með því að hugsa sem minnst og gera sem mest. Þá finnst mér auðvelt að vinna og útkoman er yfirleitt betri. View this post on Instagram A post shared by Benni Hemm Hemm (@benni_hemm_hemm) Hvers mega gestir vænta á útgáfutónleikunum? Gestir mega vænta rólegs og huggulegs spuna sem er spiluð eins og popptónlist. Og svo verðum við með vídeóin, sem ég held að eigi eftir að koma skemmtilega út. Huggulegheit og spennandi spuni, söngur og falleg vídeó, það er það sem við getum búist við.
Tónlist Menning Tengdar fréttir „Marglaga unglingadrama með slikju af Kaliforníusólskini“ Benni Hemm Hemm gefur í dag út lagið Ísskápurinn. Lagið er önnur smáskífan af væntanlegri plötu frá Benna. 26. ágúst 2021 11:15 Benni óuppmagnaður Benni Hemm Hemm heldur tónleika í Mengi. 5. ágúst 2014 18:30 Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Marglaga unglingadrama með slikju af Kaliforníusólskini“ Benni Hemm Hemm gefur í dag út lagið Ísskápurinn. Lagið er önnur smáskífan af væntanlegri plötu frá Benna. 26. ágúst 2021 11:15