Herbert heiðrar látinn vin með endurútgáfu plötu Kan Samúel Karl Ólason skrifar 2. júní 2022 22:13 Frá vinstri: Magnús Hávarðarson, Alfreð Erlingsson, Herbert Guðmundsson, Finnbogi G. Kristinsson og Hilmar Valgarðsson. Platan „Í ræktinni“ með hljómsveitinni Kan er loks komin á Spotify og aðrar tónlistarveitur. Hingað til hefur platan eingöngu verið til á vínyl en tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson, lét nútímavæða plötuna í minningu gítarleikarans Magnúsar Hávarðarsonar. „Við unnum mikið saman og sömdum mikið saman,“ segir Herbert í samtali við Vísi. „Hann fór allt of snemma.“ Magnús dó árið 2020, þá 58 ára gamall. Herbert segist hafa orðið að virða minningu Magnúsar. Þeir tveir auk þeirra Alfreðs Erlingssonar, Finnboga G. Kristinssonar og Hilmars Valgarðssonar tóku plötuna upp árið 1984 í Grettisgati, hljóðveri Stuðmanna. Hrafnhildur Valbjörnsdóttir vaxtaræktardrottning, á plötuumslagi Í ræktinni. Platan var tekin upp „live“, eins og það kallast en þeir spiluðu lögin saman inn á hana. „Ég átti alltaf masterinn,“ segir Herbert. „Það er gaman að því hvað platan eldist vel.“ Hann ákvað að senda upptökuna til vinar síns í Bretlandi sem lagaði hana til, uppfærði og kom á stafrænt form. Herbert og sonur hans hlóðu plötunni svo upp á Spotify og aðrar efnisveitur á þriðjudaginn. Plötuna má finna hér á Spotify eða í spilaranum hér að neðan. Sjálfur segist Herbert hafa mjög mikið að gera þessa dagana, eftir að nýja lagið hans, Með stjörnunum, sló í gegn. „Þetta er bara yndislegt líf. Það hefur sjaldan verið svona gott núna eftir að nýja lagið mitt fór í fyrsta sæti. Það er búið að vera bilað að gera,“ segir Herbert. Tónlist Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Walking Dead-leikkona látin Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Við unnum mikið saman og sömdum mikið saman,“ segir Herbert í samtali við Vísi. „Hann fór allt of snemma.“ Magnús dó árið 2020, þá 58 ára gamall. Herbert segist hafa orðið að virða minningu Magnúsar. Þeir tveir auk þeirra Alfreðs Erlingssonar, Finnboga G. Kristinssonar og Hilmars Valgarðssonar tóku plötuna upp árið 1984 í Grettisgati, hljóðveri Stuðmanna. Hrafnhildur Valbjörnsdóttir vaxtaræktardrottning, á plötuumslagi Í ræktinni. Platan var tekin upp „live“, eins og það kallast en þeir spiluðu lögin saman inn á hana. „Ég átti alltaf masterinn,“ segir Herbert. „Það er gaman að því hvað platan eldist vel.“ Hann ákvað að senda upptökuna til vinar síns í Bretlandi sem lagaði hana til, uppfærði og kom á stafrænt form. Herbert og sonur hans hlóðu plötunni svo upp á Spotify og aðrar efnisveitur á þriðjudaginn. Plötuna má finna hér á Spotify eða í spilaranum hér að neðan. Sjálfur segist Herbert hafa mjög mikið að gera þessa dagana, eftir að nýja lagið hans, Með stjörnunum, sló í gegn. „Þetta er bara yndislegt líf. Það hefur sjaldan verið svona gott núna eftir að nýja lagið mitt fór í fyrsta sæti. Það er búið að vera bilað að gera,“ segir Herbert.
Tónlist Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Walking Dead-leikkona látin Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira