Handbolti

Arnar Birkir yfirgefur Aue eftir fall

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Án félags.
Án félags. Vísir/Vilhelm

Handknattleiksmaðurinn Arnar Birkir Hálfdánsson er í leit að nýjum vinnuveitanda eftir tveggja ára dvöl hjá þýska liðinu Aue.

Aue hafnaði í nítjánda og næstneðsta sæti þýsku B-deildarinnar og mun því leika í C-deild á næstu leiktíð.

Arnar Birkir gekk í raðir Aue frá danska liðinu SonderjyskE fyrir tveimur árum.

Þessi kraftmikla hægri skytta var lykilmaður í sóknarleik liðsins en Arnar ólst upp í Fram og lék einnig með ÍR og FH hér á landi áður en hann hélt utan í atvinnumennsku.

Markvörðurinn Sveinbjörn Pétursson er einnig á mála hjá Aue sem hefur verið mikið Íslendingalið í þýsku B-deildinni á undanförnum árum eftir að Rúnar Sigtryggsson þjálfaði liðið um langt skeið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×