Kínverjar herja á KK á Spotify: „Ég heyri bara í Jóni Gunnarssyni, hann er duglegur að henda útlendingum út“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. júní 2022 22:15 KK segist ekki hafa hugmynd um hvernig kínverskir tónlistarmenn komust á Spotify-listann hans. Vísir Tónlistarmaðurinn Kristján Kristjánsson, betur þekktur sem KK, kannast ekkert við þrjú nýjustu lögin sem hann er skráður fyrir á Spotify. Kannski ekki skrítið, því lögin eru kínversk hiphop lög, ekki beint sá tónlistarstíll sem KK er þekktur fyrir. Þegar fréttmaður náði tali af KK kannaðist hann ekkert við lögin og vissi heldur ekki að þau væru nú merkt honum á Spotify. „Ha? Ég veit ekki hvað er í gangi, það kom fyrir einhvern tíma að einhverjir indverskir KK-ar voru út um allt inni á síðunni hjá mér. Ég hafði ekki séð það, ég er ekkert svo mikið að pæla í þessu,“ segir KK og hlær. „Það er mjög stór listamaður í Indlandi, sem heitir KK og er mjög vinsæll, einhvern vegin lak þetta á milli. Ég geri mér enga grein fyrir því hvernig þetta virkar allt saman, það eru ungir menn hjá Alda Music sem fatta hvað er í gangi,“ segir KK. Hér má hlusta á bút úr einu kínversku laganna sem skráð er á KK á Spotify. Hann segist ætla að heyra í sínum mönnum hjá Alda Music eftir helgi svo þeir geti kippt þessu í liðinn fyrir hann. „Ég veit ekkert hvað er í gangi þarna, ég var ekki einu sinni búinn að sjá þetta. Heitir hann KK líka?“ spurði KK blaðamann, sem gat engu svarað enda allur textinn við kínversku lögin á kínversku, sem blaðamaður því miður les ekki. „Kínverjar eru svo margir, þeir verða að vera einhvers staðar. Það er svo mikið pláss hjá Íslendingum að þeir eru farnir að koma til okkar,“ segir KK og hlær. „Ég verð kannski bara að tala við Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og hann reddar þessu. Hann er duglegur að henda útlendingum út.“ Tónlist Spotify Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Þegar fréttmaður náði tali af KK kannaðist hann ekkert við lögin og vissi heldur ekki að þau væru nú merkt honum á Spotify. „Ha? Ég veit ekki hvað er í gangi, það kom fyrir einhvern tíma að einhverjir indverskir KK-ar voru út um allt inni á síðunni hjá mér. Ég hafði ekki séð það, ég er ekkert svo mikið að pæla í þessu,“ segir KK og hlær. „Það er mjög stór listamaður í Indlandi, sem heitir KK og er mjög vinsæll, einhvern vegin lak þetta á milli. Ég geri mér enga grein fyrir því hvernig þetta virkar allt saman, það eru ungir menn hjá Alda Music sem fatta hvað er í gangi,“ segir KK. Hér má hlusta á bút úr einu kínversku laganna sem skráð er á KK á Spotify. Hann segist ætla að heyra í sínum mönnum hjá Alda Music eftir helgi svo þeir geti kippt þessu í liðinn fyrir hann. „Ég veit ekkert hvað er í gangi þarna, ég var ekki einu sinni búinn að sjá þetta. Heitir hann KK líka?“ spurði KK blaðamann, sem gat engu svarað enda allur textinn við kínversku lögin á kínversku, sem blaðamaður því miður les ekki. „Kínverjar eru svo margir, þeir verða að vera einhvers staðar. Það er svo mikið pláss hjá Íslendingum að þeir eru farnir að koma til okkar,“ segir KK og hlær. „Ég verð kannski bara að tala við Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og hann reddar þessu. Hann er duglegur að henda útlendingum út.“
Tónlist Spotify Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira