Þrír íslenskir kylfingar fyrir ofan Tiger á heimslistanum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júní 2022 11:30 Tiger Woods er fyrir miðju á heimslistanum í golfi. Hann lenti í skelfilegu bílslysi á síðasta ári en sneri aftur í síðasta mánuði. Christian Petersen/Getty Images Tiger Woods tók nokkuð óvænt þátt á PGA-meistaramótinu í golfi í síðasta mánuði en þurfti á endanum að draga sig úr keppni þar sem hann treysti sér ekki til að halda áfram. Hann er sem stendur í 881. sæti heimslistans í golfi en þrír Íslendingar eru fyrir ofan hann á listanum. Hinn 46 ára gamli Tiger lenti í skelfilegu bílslysi á síðasta ári og var talið að golfferill hans væri endanlega á enda. Allt kom þó fyrir ekki og hann sneri aftur á völlinn á þessu ári. Hann náði þó ekki að klára mótið vegna eymsla í hægri fæti. Það er í raun ákveðið afrek að Tiger sé fyrir miðju á heimslistanum í golfi sem telur alls 1751 kylfing. Þrír Íslendingar eru nú fyrir ofan Tiger á heimslistanum. Haraldur Franklín Magnús er efstur Íslendinga í 520. sæti en hann var grátlega nálægt því að tryggja sér keppnisrétt á Opna bandaríska meistaramótinu. Haraldur Franklín er einnig eini íslenski karlkylfingurinn til að keppa á risamóti en hann tók þátt á Opna breska meistaramótinu árið 2018. Guðmundur Kristjánsson situr í 820. sæti og Axel Bóasson er þar rétt fyrir neðan í 848. sæti listans. Scottie Scheffler er sem stendur á toppi listans eftir að hafa verið í 12. sæti í upphafi árs. Jon Rahm er áfram í öðru sæti og Patrick Cantlay er í 3. sæti listans sem má sjá í heild sinni hér. Golf Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Hinn 46 ára gamli Tiger lenti í skelfilegu bílslysi á síðasta ári og var talið að golfferill hans væri endanlega á enda. Allt kom þó fyrir ekki og hann sneri aftur á völlinn á þessu ári. Hann náði þó ekki að klára mótið vegna eymsla í hægri fæti. Það er í raun ákveðið afrek að Tiger sé fyrir miðju á heimslistanum í golfi sem telur alls 1751 kylfing. Þrír Íslendingar eru nú fyrir ofan Tiger á heimslistanum. Haraldur Franklín Magnús er efstur Íslendinga í 520. sæti en hann var grátlega nálægt því að tryggja sér keppnisrétt á Opna bandaríska meistaramótinu. Haraldur Franklín er einnig eini íslenski karlkylfingurinn til að keppa á risamóti en hann tók þátt á Opna breska meistaramótinu árið 2018. Guðmundur Kristjánsson situr í 820. sæti og Axel Bóasson er þar rétt fyrir neðan í 848. sæti listans. Scottie Scheffler er sem stendur á toppi listans eftir að hafa verið í 12. sæti í upphafi árs. Jon Rahm er áfram í öðru sæti og Patrick Cantlay er í 3. sæti listans sem má sjá í heild sinni hér.
Golf Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira