Úkraínsku meistararnir gætu tekið þátt í þýsku B-deildinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júní 2022 07:00 Motor Zaporozhye gæti fengið að taka þátt í þýski B-deildinni í handbolta. Dmytro Smolyenko/ Ukrinform/Barcroft Media via Getty Images Úkraínsku meistararnir í handbolta, Motor Zaporozhye, gætu tekið þátt í þýsku B-deildinni á næsta tímabili, án þess þó að taka þátt í deildarkeppninni sjálfri. Frá þessu er greint á handboltamiðlinum Handball-World, en deildarkeppnin í Úkraínu hefur legið í dvala eftir að Rússar réðust inn í landið í lok febrúar. Þetta yrði gert til að liðsmenn Motor Zaporozhye gætu haldið sér í leikformi fyrir átökin í Meistaradeild Evrópu þar sem liðið hefur verið með fast sæti síðan tímabilið 2013-2014. Samkvæmt heimildum handboltamiðilsins íhugar þýska handknattleikssambandið það nú fyrir alvöru að veita Motor Zaporozhye einhverskonar gestasæti í þýsku B-deildinni. Félagið þurfti að draga sig úr keppni í Meistaradeildinni á þessu tímabili sökum stríðsins í heimalandinu, en liðið gæti þó fengið keppnisrétt á næsta tímabili í gegnum svokallað „Wildcard“. Úkraínska liðið myndi þá leika heimaleiki sína í Þýskalandi og halda sér í leikformi með því að spila í þýsku B-deildinni. The Ukranian top club Motor Zaporozhye may be able to participate in the 2nd Bundesliga next season. And maybe after all also the EHF Champions League. Great news!https://t.co/azHbGN7GxR#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) June 7, 2022 Fækkun liða gæti reynst happafengur fyrir Zaporozhye Ástæðan fyrir því að þessi möguleiki er fyrir hendi er sú að nú er unnið í því að fækka liðum í þýsku B-deildinni. Á nýafstöðnu tímabili voru 20 lið í deildinni, en þrjú lið féllu á meðan aðeins tvö fóru upp í úrvalsdeildina. Á næsta tímabili verður liðunum svo fækkað niður í 18. Þar sem að 19 lið verða í deildinni á næsta tímabili þýðir það að eitt lið situr hjá í hverri umferð. Það myndi gefa Zaporozhye tækifæri til að spila gegn því liði þá vikuna og koma þannig í veg fyrir að eitt lið lendi í langri pásu á milli leikja. Motor Zaporozhye gæti þó ekki beint tekið þátt í þýsku B-deildinni af lagalegum ástæðum. Leikir liðsins gegn þýsku liðunum myndu ekki telja til stiga í deildarkeppninni. Þetta fyrirkomulag myndi þó gefa þýsku liðunum einn auka heimaleik á næsta tímabili. Eitt auka tækifæri til að spila fyrir framan sína stuðningsmenn og á sama tíma beina athyglinni að þeim atburðum sem nú eiga sér stað í Úkraínu. Þýski handboltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Íslenski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Frá þessu er greint á handboltamiðlinum Handball-World, en deildarkeppnin í Úkraínu hefur legið í dvala eftir að Rússar réðust inn í landið í lok febrúar. Þetta yrði gert til að liðsmenn Motor Zaporozhye gætu haldið sér í leikformi fyrir átökin í Meistaradeild Evrópu þar sem liðið hefur verið með fast sæti síðan tímabilið 2013-2014. Samkvæmt heimildum handboltamiðilsins íhugar þýska handknattleikssambandið það nú fyrir alvöru að veita Motor Zaporozhye einhverskonar gestasæti í þýsku B-deildinni. Félagið þurfti að draga sig úr keppni í Meistaradeildinni á þessu tímabili sökum stríðsins í heimalandinu, en liðið gæti þó fengið keppnisrétt á næsta tímabili í gegnum svokallað „Wildcard“. Úkraínska liðið myndi þá leika heimaleiki sína í Þýskalandi og halda sér í leikformi með því að spila í þýsku B-deildinni. The Ukranian top club Motor Zaporozhye may be able to participate in the 2nd Bundesliga next season. And maybe after all also the EHF Champions League. Great news!https://t.co/azHbGN7GxR#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) June 7, 2022 Fækkun liða gæti reynst happafengur fyrir Zaporozhye Ástæðan fyrir því að þessi möguleiki er fyrir hendi er sú að nú er unnið í því að fækka liðum í þýsku B-deildinni. Á nýafstöðnu tímabili voru 20 lið í deildinni, en þrjú lið féllu á meðan aðeins tvö fóru upp í úrvalsdeildina. Á næsta tímabili verður liðunum svo fækkað niður í 18. Þar sem að 19 lið verða í deildinni á næsta tímabili þýðir það að eitt lið situr hjá í hverri umferð. Það myndi gefa Zaporozhye tækifæri til að spila gegn því liði þá vikuna og koma þannig í veg fyrir að eitt lið lendi í langri pásu á milli leikja. Motor Zaporozhye gæti þó ekki beint tekið þátt í þýsku B-deildinni af lagalegum ástæðum. Leikir liðsins gegn þýsku liðunum myndu ekki telja til stiga í deildarkeppninni. Þetta fyrirkomulag myndi þó gefa þýsku liðunum einn auka heimaleik á næsta tímabili. Eitt auka tækifæri til að spila fyrir framan sína stuðningsmenn og á sama tíma beina athyglinni að þeim atburðum sem nú eiga sér stað í Úkraínu.
Þýski handboltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Íslenski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira