Frá þessu var greint á Sky Sports, en aðeins körfuboltamennirnir LeBron James og Michael Jordan hafa náð því að vera metnir á yfir milljarð dollara.
Tiger Woods becomes the third billionaire athlete in history, joining LeBron James and Michael Jordan 💰pic.twitter.com/gq42w2udlQ
— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 11, 2022
Bandarískir íþrótta- og auglýsingasamningar eru oft á annarri stærðargráðu en annarsstaðar í heiminum. Til að setja þetta í samhengi eiga fótboltamennirnir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi enn langt í land í milljarðamæringaklúbbinn.
Ronaldo er metinn á um 500 milljónir dollara, en Messi á um 600 milljónir dollara. Árið 2020 sagði Forbes frá því þegar Ronaldo varð fyrsti spilandi hópíþróttamaðaurinn í sögunni til að þéna yfir milljarð dollara á ferli sínum sem íþróttamaður.