Stóra Laxá gæti fundið fyrir netaupptöku Karl Lúðvíksson skrifar 13. júní 2022 08:31 Fallegur lax úr Stóru Laxá Mynd: Árni Baldursson Það hefur verið mikið rætt um þau jákvæðu áhrif sem netaupptakan í Hvítá ög Ölfusá á eftir að hafa á vatnasvæðinu. Það er mjög spennandi að sjá hvaða áhrif þetta á eftir að hafa á laxgengd í árnar sem renna í Hvítá og ein af þeim ám sem á vonandi eftir að finna vel fyrir þessu er Stóra Laxá. Miklar breytingar eru að eiga sér stað við ána en þar hefur verið farið í framkvæmdir á veiðihúsinu sem kemur til með að fylgja svæðum 1-2-3 sem nú eru veidd saman. Stóra Laxá er klárlega ein af fallegustu ám landsins og svæði 4 svo hreinlega stórbrotið á köflum að veiðimenn hafa átt það til að setjast bara niður og njóta í stað þess að kasta flugu. Veiðin í ánni hefur verið upp og ofan en bara við það eitt að laxinn komist upp ána en endi ekki í netum gæti breytt þeim sveiflum sem oft verða nokkuð miklar í Stóru. Það hefur lengi verið talað um að það séu tveir laxastofnar í henni. Annar er greinilega mjög snemmgengin og rýkur beint upp á efri svæðin þegar hann mætir í ána en það er veæ þekkt að flest árin sem Sróra Laxá opnar veiðast fyrstu og stærstu laxarnir á svæði 4. Þetta snýst svo við þegar líður á sumarið en þá virðist annar stofn mæta sem leggst á veiðistaðina sem eru á svæði 1-2-3. Nú þegar laxinn á meiri möguleika á að komast óhindrað sína leið verður gaman að sjá hvað gerist í Stóru Laxá. Stangveiði Mest lesið Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Kvikmyndahátið fluguveiðimannsins Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði
Það er mjög spennandi að sjá hvaða áhrif þetta á eftir að hafa á laxgengd í árnar sem renna í Hvítá og ein af þeim ám sem á vonandi eftir að finna vel fyrir þessu er Stóra Laxá. Miklar breytingar eru að eiga sér stað við ána en þar hefur verið farið í framkvæmdir á veiðihúsinu sem kemur til með að fylgja svæðum 1-2-3 sem nú eru veidd saman. Stóra Laxá er klárlega ein af fallegustu ám landsins og svæði 4 svo hreinlega stórbrotið á köflum að veiðimenn hafa átt það til að setjast bara niður og njóta í stað þess að kasta flugu. Veiðin í ánni hefur verið upp og ofan en bara við það eitt að laxinn komist upp ána en endi ekki í netum gæti breytt þeim sveiflum sem oft verða nokkuð miklar í Stóru. Það hefur lengi verið talað um að það séu tveir laxastofnar í henni. Annar er greinilega mjög snemmgengin og rýkur beint upp á efri svæðin þegar hann mætir í ána en það er veæ þekkt að flest árin sem Sróra Laxá opnar veiðast fyrstu og stærstu laxarnir á svæði 4. Þetta snýst svo við þegar líður á sumarið en þá virðist annar stofn mæta sem leggst á veiðistaðina sem eru á svæði 1-2-3. Nú þegar laxinn á meiri möguleika á að komast óhindrað sína leið verður gaman að sjá hvað gerist í Stóru Laxá.
Stangveiði Mest lesið Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Kvikmyndahátið fluguveiðimannsins Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði