Vænar bleikjur að veiðast á Þingvöllum Karl Lúðvíksson skrifar 13. júní 2022 10:00 Bjarki Bóasson með virkilega fallega bleikju úr Þingvallavatni Nú er líklega besti tíminn til að veiða í Þingvallavatni og sífellt fleiri fréttir af vænum bleikjum sem veiðast berast til Veiðivísis. Það er alveg ógleymanlegt að setja í stóra bleikju við bakka Þingvallavatns enda hagar hún sér allt öðru vísi á færi heldur en minni bleikjan. Fyrir það fyrsta er takan þung og ákveðin, svona yfirleitt, en baráttan, það er bara eithvað annað. Stóra bleikjan tekur yfirleitt upp á því að leita í dýpið og þá hefst tog á milli veiðimanns og bleikju sem getur tekið á þann sem heldur á stönginni. Núna síðustu daga hafa nokkrir veiðimenn verið svo lánssamir að setja í slíkar bleikjur en þær stærstu sem veiðast í vatninu verða auðveldlega 6-7 pund og sumir hafa fullyrt að þeir hafi tekist á við stærri fiska en það. Besta veiðin í vatninu er frá miðjum maí og fram til loka júlí en hápunkturinn er alltaf frá ca miðjum júní og inn í miðjan júlí. Núna er tíminn! Stangveiði Mest lesið Veiðivísir gefur Veiðikortið á Facebook Veiði Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði Hítará fer í útboð Veiði Stórlax á lokasprettinum í Eystri Rangá Veiði Fyrstu laxarnir sjást í Langá Veiði Ung og efnileg veiðikona með stórlax úr Elliðaánum Veiði Selja veiðileyfi til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna Veiði Holl með 81 lax úr Hítará I Veiði
Það er alveg ógleymanlegt að setja í stóra bleikju við bakka Þingvallavatns enda hagar hún sér allt öðru vísi á færi heldur en minni bleikjan. Fyrir það fyrsta er takan þung og ákveðin, svona yfirleitt, en baráttan, það er bara eithvað annað. Stóra bleikjan tekur yfirleitt upp á því að leita í dýpið og þá hefst tog á milli veiðimanns og bleikju sem getur tekið á þann sem heldur á stönginni. Núna síðustu daga hafa nokkrir veiðimenn verið svo lánssamir að setja í slíkar bleikjur en þær stærstu sem veiðast í vatninu verða auðveldlega 6-7 pund og sumir hafa fullyrt að þeir hafi tekist á við stærri fiska en það. Besta veiðin í vatninu er frá miðjum maí og fram til loka júlí en hápunkturinn er alltaf frá ca miðjum júní og inn í miðjan júlí. Núna er tíminn!
Stangveiði Mest lesið Veiðivísir gefur Veiðikortið á Facebook Veiði Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði Hítará fer í útboð Veiði Stórlax á lokasprettinum í Eystri Rangá Veiði Fyrstu laxarnir sjást í Langá Veiði Ung og efnileg veiðikona með stórlax úr Elliðaánum Veiði Selja veiðileyfi til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna Veiði Holl með 81 lax úr Hítará I Veiði