Vænar bleikjur að veiðast á Þingvöllum Karl Lúðvíksson skrifar 13. júní 2022 10:00 Bjarki Bóasson með virkilega fallega bleikju úr Þingvallavatni Nú er líklega besti tíminn til að veiða í Þingvallavatni og sífellt fleiri fréttir af vænum bleikjum sem veiðast berast til Veiðivísis. Það er alveg ógleymanlegt að setja í stóra bleikju við bakka Þingvallavatns enda hagar hún sér allt öðru vísi á færi heldur en minni bleikjan. Fyrir það fyrsta er takan þung og ákveðin, svona yfirleitt, en baráttan, það er bara eithvað annað. Stóra bleikjan tekur yfirleitt upp á því að leita í dýpið og þá hefst tog á milli veiðimanns og bleikju sem getur tekið á þann sem heldur á stönginni. Núna síðustu daga hafa nokkrir veiðimenn verið svo lánssamir að setja í slíkar bleikjur en þær stærstu sem veiðast í vatninu verða auðveldlega 6-7 pund og sumir hafa fullyrt að þeir hafi tekist á við stærri fiska en það. Besta veiðin í vatninu er frá miðjum maí og fram til loka júlí en hápunkturinn er alltaf frá ca miðjum júní og inn í miðjan júlí. Núna er tíminn! Stangveiði Mest lesið Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Fín veiði á Barnadögum SVFR í Elliðaánum Veiði Hvítasunnuviðtal: Ýktu veiðisögurnar eru skemmtilegri Veiði Hrygnir nú í hundraða vís Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá Veiði Góðar göngur af vorlaxi á Írlandi Veiði Sex laxar á land á fyrsta degi í Laxá í Leirársveit Veiði
Það er alveg ógleymanlegt að setja í stóra bleikju við bakka Þingvallavatns enda hagar hún sér allt öðru vísi á færi heldur en minni bleikjan. Fyrir það fyrsta er takan þung og ákveðin, svona yfirleitt, en baráttan, það er bara eithvað annað. Stóra bleikjan tekur yfirleitt upp á því að leita í dýpið og þá hefst tog á milli veiðimanns og bleikju sem getur tekið á þann sem heldur á stönginni. Núna síðustu daga hafa nokkrir veiðimenn verið svo lánssamir að setja í slíkar bleikjur en þær stærstu sem veiðast í vatninu verða auðveldlega 6-7 pund og sumir hafa fullyrt að þeir hafi tekist á við stærri fiska en það. Besta veiðin í vatninu er frá miðjum maí og fram til loka júlí en hápunkturinn er alltaf frá ca miðjum júní og inn í miðjan júlí. Núna er tíminn!
Stangveiði Mest lesið Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Fín veiði á Barnadögum SVFR í Elliðaánum Veiði Hvítasunnuviðtal: Ýktu veiðisögurnar eru skemmtilegri Veiði Hrygnir nú í hundraða vís Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá Veiði Góðar göngur af vorlaxi á Írlandi Veiði Sex laxar á land á fyrsta degi í Laxá í Leirársveit Veiði