Flott veiði í Svartá í Skagafirði Karl Lúðvíksson skrifar 14. júní 2022 11:39 Hrafn með glæsilegan urriða úr Svartá Svartá í Skagafirði er einn af þessum gullmolum í stangveiði sem fleiri veiðimenn ættu klárlega að gefa sér tíma til að kynnast. Þeir sem hafa farið einu sinni í þessa skemmtilegu á sækja alltaf í hana aftur og það er ekkert skrítið því í henni er mjög flottur urriði og afar vænn. Þarna eru flottir veiðistaðir sem kalla á kunnáttu í andstreymisveiði og þurrflugu og það er ekkert leiðinlegt að kasta á þannig vatn þegar þú átt von á allt að 70 sm urriða á fluguna. Hrafn H Hauksson og félagar kíktu í Svartá í Skagafirði um helgina. Var það fyrsta ferð þeirra í Svartá. Aðstæður voru ekki þær auðveldustu, fremur kalt í veðri og væta hluta af tímanum. Við fengum skýrslu frá Hrafni eftir helgina en þeir félagar gerðu mjög flotta veiði. "Þetta endaði i 34 fiskum. 10 af þeim 60+ og bara 3 undir 50. …….. það var fiskur a flestum stöðum fra brúnni ofan við Mælifellsá og upp i efsta stað. Við löbbuðum þetta allt svo yfirferðin var mikil. Stærstu “tveir” voru 69 cm. Sami fiskurinn veiddur með dags millibili. ……. Svæðið við Sölvanes var drjugt en lika gljúfrin og svæðið i kringum Starrastaði.“ Veiðileyfi í Svartá í Skagafirði fást hjá www.veida.is Stangveiði Mest lesið Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Kvikmyndahátið fluguveiðimannsins Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði
Þeir sem hafa farið einu sinni í þessa skemmtilegu á sækja alltaf í hana aftur og það er ekkert skrítið því í henni er mjög flottur urriði og afar vænn. Þarna eru flottir veiðistaðir sem kalla á kunnáttu í andstreymisveiði og þurrflugu og það er ekkert leiðinlegt að kasta á þannig vatn þegar þú átt von á allt að 70 sm urriða á fluguna. Hrafn H Hauksson og félagar kíktu í Svartá í Skagafirði um helgina. Var það fyrsta ferð þeirra í Svartá. Aðstæður voru ekki þær auðveldustu, fremur kalt í veðri og væta hluta af tímanum. Við fengum skýrslu frá Hrafni eftir helgina en þeir félagar gerðu mjög flotta veiði. "Þetta endaði i 34 fiskum. 10 af þeim 60+ og bara 3 undir 50. …….. það var fiskur a flestum stöðum fra brúnni ofan við Mælifellsá og upp i efsta stað. Við löbbuðum þetta allt svo yfirferðin var mikil. Stærstu “tveir” voru 69 cm. Sami fiskurinn veiddur með dags millibili. ……. Svæðið við Sölvanes var drjugt en lika gljúfrin og svæðið i kringum Starrastaði.“ Veiðileyfi í Svartá í Skagafirði fást hjá www.veida.is
Stangveiði Mest lesið Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Kvikmyndahátið fluguveiðimannsins Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði