Segir leiguverð ekki þurfa að fylgja hækkandi fasteignaverði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. júní 2022 14:21 Hagfræðingur segir að leiguverð þurfi ekki að fylgja hækkandi fasteignaverði. visir/vilhelm Leiguverð hefur ekki mælst lægra að raunvirði síðan 2017. Hagfræðingur hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun segir leiguverð ekki alltaf þurfa að fylgja fasteignaverði. Kostnaður við að eiga og reka íbúð hafi ekki hækkað mikið Ýmsir mælikvarðar benda til þess að hagstæðarasé að vera á leigumarkaði nú en oft áður hér á landi. Þetta sýnir ný skýrsla Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar. „Í raun og veru þá hefur leiguverð ekki náð að halda í við verðlag og frá upphafi þá hefur aldrei lægst sem lægra hlutafall af launum. það hafa bara verið mjög rólegar hækkanir. Ég átta mig svo sem ekki á því hvers vegna umfjöllunin hefur verið með þessum hætti sem hún hefur verið því allir okkar mælikvarðar benda til þess að það hafi verið óvenjulega gott að vera á leigumarkaði,“ segir Kári S. Friðriksson hagfræðingur. Þetta þýði þó ekki að það séu ekki hópar á leigumarkaði sem hafi það talsvert slæmt. Í alþjóðlegum samanburði sé leigumarkaðurinn á Íslandi - heilt yfir - óþroskaður og bjóði ekki upp á stöðugleika fyrir leigjendur. „Við erum með árlega leigukönnun sem er að fara í gang en samkvæmt henni þá eru margir sem hafa þurft að flytja, sjö, átta, og jafnvel níu sinnum á síðustu tíu árum.“ En ég velti fyrir mér hvort það sé ekki merki um heilbrigði að leiguverð hafi ekki hækkað jafn mikið og fasteignaverð sem hefur náttúrulega blásið óhóflega út? „Leiguverð þarf ekki alltaf að fylgja fasteignaverði. Ég held að helsta skýringin þarna sé bara sú að fjármagnskostnaðurinn við að eiga íbúð hefur ekki hækkað jafn mikið og fasteignaverð af því að vextir eru ennþá töluvert lægri en þeir voru yfir langt skeið þannig að jafnvel þótt fasteignaverð hafi hækkað þá er greiðslubyrði af lánum minni en þau hafa oft verið.“ Þrýstingur á leigumarkaði gæti þó aukist þegar fram líða stundir. „Ég býst svo sem ekki við að leiguverð muni verða jafn hátt hlutfall af fasteignaverði og það var hér áður fyrr en hins vegar nú þegar stýrivextir eru að hækka, ferðaþjónustan er að koma til baka ásamt mikilli fólksfjölgun þá gæti þrýstingurinn á leigumarkaðinn aukist og við gætum farið að sjá meiri verðhækkanir þar en hafa verið.“ Fasteignamarkaður Leigumarkaður Tengdar fréttir Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Seðlabankastjóra en tilkynnt var um það í morgun að veðsetningarhlutfall fyrir fyrstu kaupendur yrði lækkað úr 90% í 85%. 15. júní 2022 11:33 Leiguverð sem hlutfall af launum ekki mælst lægra síðan 2013 Umsvif á fasteignamarkaði halda áfram að dragast saman og framboð af íbúðum til sölu er farið að aukast á nýjan leik eftir verulegan samdrátt allt frá því í maí 2020. Hátt hlutfall íbúða sem seldist á yfirverði í apríl og stuttur sölutími er hins vegar vísbending um að eftirspurnarþrýstingur hafi þó enn verið mikill í mánuðinum. 15. júní 2022 08:15 Mest lesið Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira
Ýmsir mælikvarðar benda til þess að hagstæðarasé að vera á leigumarkaði nú en oft áður hér á landi. Þetta sýnir ný skýrsla Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar. „Í raun og veru þá hefur leiguverð ekki náð að halda í við verðlag og frá upphafi þá hefur aldrei lægst sem lægra hlutafall af launum. það hafa bara verið mjög rólegar hækkanir. Ég átta mig svo sem ekki á því hvers vegna umfjöllunin hefur verið með þessum hætti sem hún hefur verið því allir okkar mælikvarðar benda til þess að það hafi verið óvenjulega gott að vera á leigumarkaði,“ segir Kári S. Friðriksson hagfræðingur. Þetta þýði þó ekki að það séu ekki hópar á leigumarkaði sem hafi það talsvert slæmt. Í alþjóðlegum samanburði sé leigumarkaðurinn á Íslandi - heilt yfir - óþroskaður og bjóði ekki upp á stöðugleika fyrir leigjendur. „Við erum með árlega leigukönnun sem er að fara í gang en samkvæmt henni þá eru margir sem hafa þurft að flytja, sjö, átta, og jafnvel níu sinnum á síðustu tíu árum.“ En ég velti fyrir mér hvort það sé ekki merki um heilbrigði að leiguverð hafi ekki hækkað jafn mikið og fasteignaverð sem hefur náttúrulega blásið óhóflega út? „Leiguverð þarf ekki alltaf að fylgja fasteignaverði. Ég held að helsta skýringin þarna sé bara sú að fjármagnskostnaðurinn við að eiga íbúð hefur ekki hækkað jafn mikið og fasteignaverð af því að vextir eru ennþá töluvert lægri en þeir voru yfir langt skeið þannig að jafnvel þótt fasteignaverð hafi hækkað þá er greiðslubyrði af lánum minni en þau hafa oft verið.“ Þrýstingur á leigumarkaði gæti þó aukist þegar fram líða stundir. „Ég býst svo sem ekki við að leiguverð muni verða jafn hátt hlutfall af fasteignaverði og það var hér áður fyrr en hins vegar nú þegar stýrivextir eru að hækka, ferðaþjónustan er að koma til baka ásamt mikilli fólksfjölgun þá gæti þrýstingurinn á leigumarkaðinn aukist og við gætum farið að sjá meiri verðhækkanir þar en hafa verið.“
Fasteignamarkaður Leigumarkaður Tengdar fréttir Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Seðlabankastjóra en tilkynnt var um það í morgun að veðsetningarhlutfall fyrir fyrstu kaupendur yrði lækkað úr 90% í 85%. 15. júní 2022 11:33 Leiguverð sem hlutfall af launum ekki mælst lægra síðan 2013 Umsvif á fasteignamarkaði halda áfram að dragast saman og framboð af íbúðum til sölu er farið að aukast á nýjan leik eftir verulegan samdrátt allt frá því í maí 2020. Hátt hlutfall íbúða sem seldist á yfirverði í apríl og stuttur sölutími er hins vegar vísbending um að eftirspurnarþrýstingur hafi þó enn verið mikill í mánuðinum. 15. júní 2022 08:15 Mest lesið Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Seðlabankastjóra en tilkynnt var um það í morgun að veðsetningarhlutfall fyrir fyrstu kaupendur yrði lækkað úr 90% í 85%. 15. júní 2022 11:33
Leiguverð sem hlutfall af launum ekki mælst lægra síðan 2013 Umsvif á fasteignamarkaði halda áfram að dragast saman og framboð af íbúðum til sölu er farið að aukast á nýjan leik eftir verulegan samdrátt allt frá því í maí 2020. Hátt hlutfall íbúða sem seldist á yfirverði í apríl og stuttur sölutími er hins vegar vísbending um að eftirspurnarþrýstingur hafi þó enn verið mikill í mánuðinum. 15. júní 2022 08:15