Salan eykst þó Íslendingar flykkist til útlanda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. júní 2022 23:19 Þórður Kristinsson er sölustjóri Útilegumannsins. Vísir/Egill Sala á hjólhýsum er í hæstu hæðum þetta sumarið, þrátt fyrir að frelsið til utanlandsferða sé mun meira en síðustu tvö sumur. Sölumaður telur að kórónuveirufaraldurinn hafi valdið því að fólk hafi uppgötvað landið upp á nýtt. Aukin ferðalög innanlands séu komin til að vera. Þó Íslendingar streymi nú til útlanda, eins og fyrir faraldur, þá er ekkert lát á sölu á hjólhýsum. Útilegumaðurinn er eitt þeirra fyrirtækja sem selur ferðaþyrstum Íslendingum hjólhýsi og aðra ferðavagna. Sölustjóri verslunarinnar segir meira seljast nú en í fyrra. „Þetta ár er ekki verra en síðasta ár og við erum að sjá fleiri sölur núna en í fyrra. Við erum mjög sátt við alla sölu núna,“ segir Þórður Kristinsson, sölustjóri Útilegumannsins. Mikil aukning varð í sölu hjólhýsa sumarið 2020, skömmu eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á þjóðinni, með tilheyrandi takmörkunum á útlandaferðir. Þórður segir það koma nokkuð á óvart að ásóknin nú sé jafn mikil og raun ber vitni, nú þegar útlönd hafa verið opnuð upp á gátt og ferðalög Íslendinga utan landsteinanna farin að aukast á ný. Innanlandsferðalög síðustu tveggja ára hafi greinilega opnað nýjan heim fyrir sumum. „Fólk er að uppgötva landið aftur, og sumir bara í fyrsta skipti.“ Sala á hjólhýsum tók kipp í Covid, en virðist ekki vera á niðurleið þó áhrifa faraldursins gæti mun minna en síðustu tvö sumur.Vísir/Egill Bjuggust þið ekkert við því að þetta myndi ganga til baka þegar útlönd opnuðu aftur? „Auðvitað hugsuðum við um það, en við höfðum skynsemina fyrir okkur og pöntuðum meira heldur en í fyrra. Það er reynslan að fólk er að ferðast innanlands og nei, ég vil meina það að fólk vilji vera hér heima.“ Þannig að þið munuð ekki sitja uppi með stóran lager af ókeyptum hjólhýsum? „Örugglega ekki.“ Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tjaldsvæði Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
Þó Íslendingar streymi nú til útlanda, eins og fyrir faraldur, þá er ekkert lát á sölu á hjólhýsum. Útilegumaðurinn er eitt þeirra fyrirtækja sem selur ferðaþyrstum Íslendingum hjólhýsi og aðra ferðavagna. Sölustjóri verslunarinnar segir meira seljast nú en í fyrra. „Þetta ár er ekki verra en síðasta ár og við erum að sjá fleiri sölur núna en í fyrra. Við erum mjög sátt við alla sölu núna,“ segir Þórður Kristinsson, sölustjóri Útilegumannsins. Mikil aukning varð í sölu hjólhýsa sumarið 2020, skömmu eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á þjóðinni, með tilheyrandi takmörkunum á útlandaferðir. Þórður segir það koma nokkuð á óvart að ásóknin nú sé jafn mikil og raun ber vitni, nú þegar útlönd hafa verið opnuð upp á gátt og ferðalög Íslendinga utan landsteinanna farin að aukast á ný. Innanlandsferðalög síðustu tveggja ára hafi greinilega opnað nýjan heim fyrir sumum. „Fólk er að uppgötva landið aftur, og sumir bara í fyrsta skipti.“ Sala á hjólhýsum tók kipp í Covid, en virðist ekki vera á niðurleið þó áhrifa faraldursins gæti mun minna en síðustu tvö sumur.Vísir/Egill Bjuggust þið ekkert við því að þetta myndi ganga til baka þegar útlönd opnuðu aftur? „Auðvitað hugsuðum við um það, en við höfðum skynsemina fyrir okkur og pöntuðum meira heldur en í fyrra. Það er reynslan að fólk er að ferðast innanlands og nei, ég vil meina það að fólk vilji vera hér heima.“ Þannig að þið munuð ekki sitja uppi með stóran lager af ókeyptum hjólhýsum? „Örugglega ekki.“
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tjaldsvæði Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira