Liðhlauparnir mæta til leiks á US Open Valur Páll Eiríksson skrifar 16. júní 2022 10:30 Dustin Johnson (t.h.) er á meðal keppenda á LIV-mótaröðinni sem taka þátt á US Open um helgina. Rory McIlroy (t.v.) er á meðal háværustu gagnrýnenda mótaraðarinnar. Harry How/Getty Images Opna bandaríska meistaramótið, US Open, hefst á Brookline-vellinum í Massachusetts-fylki í Bandaríkjunum í dag. Margir af bestu kylfingum heims mæta til leiks, þar á meðal kylfingar af LIV-mótaröðinni. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 15:00 á Stöð 2 Golf. Spánverjinn Jon Rahm á titil að verja og verður á meðal fyrri kylfinga til að hefja leik er hann mætir í brautina klukkan 11:18 að íslenskum tíma. Rahm er á meðal þeirra sem hefur gagnrýnt hina nýju LIV-mótaröð, sem er greidd fyrir af stjórnvöldum í Sádí-Arabíu, og hefur haldið kyrru fyrir á PGA-mótaröðinni. Rory McIlroy hefur tekið sama pól í hæðina og Rahm, en hann fer einnig snemma af stað, klukkan 11:40, og verður í holli með Japananum Hideki Matsuyuma, sem vann Masters-mótið í fyrra, og Ólympíugullhafanum Xander Schauffele. PGA-mótaröðin tók ákvörðun í síðustu viku að banna kylfinga sem tækju þátt á LIV-mótaröðinni frá sínum viðburðum. Opna bandaríska meistaramótið er aftur á móti rekið af bandaríska golfsambandinu (USGA) sem sér ekkert athugavert við þátttöku þeirra um helgina. Phil Mickelson, sem hefur vakið mikla athygli vegna þátttöku á LIV-mótaröðinni, fer út á braut klukkan 17:47, og annar liðhlaupi, Dustin Johnson skömmu áður, klukkan 17:36. Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas, sigurvegari PGA-meistaramótsins, fer öllu seinna af stað, klukkan 17:14, ásamt landa sínum Tony Finau og Norðmanninum Viktor Hovland. Thomas er einnig á meðal þeirra sem hvað háværast hafa gagnrýnt LIV í vikunni. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 15:00 á Stöð 2 Golf og verður þar sýnt frá öllum fjórum leikdögum um helgina. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Opna bandaríska Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Spánverjinn Jon Rahm á titil að verja og verður á meðal fyrri kylfinga til að hefja leik er hann mætir í brautina klukkan 11:18 að íslenskum tíma. Rahm er á meðal þeirra sem hefur gagnrýnt hina nýju LIV-mótaröð, sem er greidd fyrir af stjórnvöldum í Sádí-Arabíu, og hefur haldið kyrru fyrir á PGA-mótaröðinni. Rory McIlroy hefur tekið sama pól í hæðina og Rahm, en hann fer einnig snemma af stað, klukkan 11:40, og verður í holli með Japananum Hideki Matsuyuma, sem vann Masters-mótið í fyrra, og Ólympíugullhafanum Xander Schauffele. PGA-mótaröðin tók ákvörðun í síðustu viku að banna kylfinga sem tækju þátt á LIV-mótaröðinni frá sínum viðburðum. Opna bandaríska meistaramótið er aftur á móti rekið af bandaríska golfsambandinu (USGA) sem sér ekkert athugavert við þátttöku þeirra um helgina. Phil Mickelson, sem hefur vakið mikla athygli vegna þátttöku á LIV-mótaröðinni, fer út á braut klukkan 17:47, og annar liðhlaupi, Dustin Johnson skömmu áður, klukkan 17:36. Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas, sigurvegari PGA-meistaramótsins, fer öllu seinna af stað, klukkan 17:14, ásamt landa sínum Tony Finau og Norðmanninum Viktor Hovland. Thomas er einnig á meðal þeirra sem hvað háværast hafa gagnrýnt LIV í vikunni. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 15:00 á Stöð 2 Golf og verður þar sýnt frá öllum fjórum leikdögum um helgina. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Opna bandaríska Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira