Ólafur Jóhannesson rekinn frá FH Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. júní 2022 22:43 Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson voru í kvöld reknir frá FH ef marka má heimildarmenn Stúkunnar. Vísir/Vilhelm Ólafi Jóhannessyni hefur verið sagt upp störfum sem aðalþjálfari FH eftir að liðinu mistókst að vinna enn einn leikinn í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. Sérfræðingar Stúkunnar, uppgjörsþáttar Bestu-deildarinnar í fótbolta, fullyrtu það að Ólafur Jóhannesson hafi verið rekinn frá FH í þætti sínum í kvöld. Það hefur nú verið staðfest á heimasíðu FH-inga. Tilkynning frá knattspyrnudeild FHhttps://t.co/piDTwZBEOv— FHingar (@fhingar) June 16, 2022 Gengi FH-inga hefur ekki verið upp á marga fiska í upphafi tímabils og liðið er aðeins með átta stig eftir fyrstu níu umferðirnar. Liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Leikni í kvöld og það virðist hafa verið kornið sem fylltu mælinn. Eftir leik sagði Ríkharð Óskar Guðnason, stjórnandi Stúkunnar, að Ólafur og aðstoðarmaður hans Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, hafi verið látnir taka poka sinn strax eftir leik. Hann sagði svo síðar frá því í þættinum að FH-ingar hefðu sent frá sér tilkynningu þess efnis á heimasíðu sinni. Íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson virtist þá hafa sömu heimildir og kollegar sínir í Stúkunni, en hann greindi einnig frá þessum tíðindum á Twitter-síðu sinni. Óli Jó Bjössi Hreiðars reknir frá FH rétt í þessu(Staðfest)— Gummi Ben (@GummiBen) June 16, 2022 Yfirlýsing FH-inga „Ólafur Jóhannesson lætur af störfum hjá FH Eftir erfiða byrjun meistaraflokks karla í Bestu deildinni hefur Knattspyrnudeild FH komist að þeirri niðurstöðu að Ólafur Jóhannesson láti af störfum sem þjálfari FH. Ólafur tók við FH liðinu um mitt síðasta tímabil og undir hans stjórn endaði liðið í 6. sæti deildarinnar ásamt því að falla úr leik í 8 liða úrslitum bikarkeppninnar. Ólafur kveður FH sem einn af sigursælustu þjálfurum félagsins og mun stundin á Akureyrarvelli 2004 aldrei gleymast. Stjórn knattspyrnudeildar þakkar Ólafi vel unnin störf í gegnum tíðina og óskar honum velfarnaðar. Sigurbjörn Hreiðarsson lætur einnig af störfum sem aðstoðarþjálfari og þökkum við honum fyrir hans störf fyrir félagið.“ Fréttin hefur verið uppfærð. FH Besta deild karla Hafnarfjörður Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Sjá meira
Sérfræðingar Stúkunnar, uppgjörsþáttar Bestu-deildarinnar í fótbolta, fullyrtu það að Ólafur Jóhannesson hafi verið rekinn frá FH í þætti sínum í kvöld. Það hefur nú verið staðfest á heimasíðu FH-inga. Tilkynning frá knattspyrnudeild FHhttps://t.co/piDTwZBEOv— FHingar (@fhingar) June 16, 2022 Gengi FH-inga hefur ekki verið upp á marga fiska í upphafi tímabils og liðið er aðeins með átta stig eftir fyrstu níu umferðirnar. Liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Leikni í kvöld og það virðist hafa verið kornið sem fylltu mælinn. Eftir leik sagði Ríkharð Óskar Guðnason, stjórnandi Stúkunnar, að Ólafur og aðstoðarmaður hans Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, hafi verið látnir taka poka sinn strax eftir leik. Hann sagði svo síðar frá því í þættinum að FH-ingar hefðu sent frá sér tilkynningu þess efnis á heimasíðu sinni. Íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson virtist þá hafa sömu heimildir og kollegar sínir í Stúkunni, en hann greindi einnig frá þessum tíðindum á Twitter-síðu sinni. Óli Jó Bjössi Hreiðars reknir frá FH rétt í þessu(Staðfest)— Gummi Ben (@GummiBen) June 16, 2022 Yfirlýsing FH-inga „Ólafur Jóhannesson lætur af störfum hjá FH Eftir erfiða byrjun meistaraflokks karla í Bestu deildinni hefur Knattspyrnudeild FH komist að þeirri niðurstöðu að Ólafur Jóhannesson láti af störfum sem þjálfari FH. Ólafur tók við FH liðinu um mitt síðasta tímabil og undir hans stjórn endaði liðið í 6. sæti deildarinnar ásamt því að falla úr leik í 8 liða úrslitum bikarkeppninnar. Ólafur kveður FH sem einn af sigursælustu þjálfurum félagsins og mun stundin á Akureyrarvelli 2004 aldrei gleymast. Stjórn knattspyrnudeildar þakkar Ólafi vel unnin störf í gegnum tíðina og óskar honum velfarnaðar. Sigurbjörn Hreiðarsson lætur einnig af störfum sem aðstoðarþjálfari og þökkum við honum fyrir hans störf fyrir félagið.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
FH Besta deild karla Hafnarfjörður Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Sjá meira