Hadwin leiðir eftir fyrsta hring | Mickelson meðal neðstu manna á afmælisdaginn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. júní 2022 23:31 Adam Hadwin spilaði manna best á Opna bandaríska meistaramótinu í dag. Warren Little/Getty Images Kanadamaðurinn Adam Hadwin er í forystu eftir fyrsta dag Opna bandaríska meistaramótsins í golfi. Hann lék holurnar 66 höggum í dag, eða fjórum höggum undir pari vallarins. Afmælisbarnið Phil Mickelson átti hins vegar afleitan dag og lék á átta höggum yfir pari. Hadwin lék fyrri níu holur dagsins af mikilli snilld, en eftir skolla á þriðju holu náði hann í fimm fugla á næstu sex holum. Hann fékk svo einn skolla og einn fugl á seinni níu og kláraði daginn því á fjórum höggum undir pari. Well, that's one way to hit it 336. 🤷♂️@ahadwingolf | #USOpen pic.twitter.com/okeHSYPZDa— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 16, 2022 Á eftir Hadwin eru fimm kylfingar sem spiluðu hringinn á 67 höggum, einu höggi meira en Kanadamaðurinn. Þar á meðal eru þeir Rory McIlroy og Callum Tarren, en á tveimur höggum undir pari eru menn á borð við Dustin Johnson, Justin Rose og Matt Fitzpatrick. A timely 3️⃣ for @MattFitz94 at the 17th hole. #USOpen pic.twitter.com/eUg73efE5P— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 16, 2022 Hinn gamalreyndi Phil Mickelson náði sér hins vegar ekki á strik í dag, sjálfan 52 ára afmælisdaginn sinn. Hann fékk þrjá skolla og einn tvöfaldan skolla á fyrstu sex holunum og var í brasi í allan dag. Síðari níu holurnar voru heldur ekkert til að hrópa húrra yfir, en hann fékk skolla á tíundu, náði loksins fyrsta fuglinum á elleftu, en fylgdi því svo eftir með tvöföldum skolla á tólftu. Hann lokaði hringnum á skolla og spilaði hringinn á samtals 78 höggum, eða átta höggum yfir pari vallarins. Mickelson er því jafn fjórum örðum kylfingum í 145. sæti mótsins af 156 keppendum. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Opna bandaríska Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Hadwin lék fyrri níu holur dagsins af mikilli snilld, en eftir skolla á þriðju holu náði hann í fimm fugla á næstu sex holum. Hann fékk svo einn skolla og einn fugl á seinni níu og kláraði daginn því á fjórum höggum undir pari. Well, that's one way to hit it 336. 🤷♂️@ahadwingolf | #USOpen pic.twitter.com/okeHSYPZDa— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 16, 2022 Á eftir Hadwin eru fimm kylfingar sem spiluðu hringinn á 67 höggum, einu höggi meira en Kanadamaðurinn. Þar á meðal eru þeir Rory McIlroy og Callum Tarren, en á tveimur höggum undir pari eru menn á borð við Dustin Johnson, Justin Rose og Matt Fitzpatrick. A timely 3️⃣ for @MattFitz94 at the 17th hole. #USOpen pic.twitter.com/eUg73efE5P— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 16, 2022 Hinn gamalreyndi Phil Mickelson náði sér hins vegar ekki á strik í dag, sjálfan 52 ára afmælisdaginn sinn. Hann fékk þrjá skolla og einn tvöfaldan skolla á fyrstu sex holunum og var í brasi í allan dag. Síðari níu holurnar voru heldur ekkert til að hrópa húrra yfir, en hann fékk skolla á tíundu, náði loksins fyrsta fuglinum á elleftu, en fylgdi því svo eftir með tvöföldum skolla á tólftu. Hann lokaði hringnum á skolla og spilaði hringinn á samtals 78 höggum, eða átta höggum yfir pari vallarins. Mickelson er því jafn fjórum örðum kylfingum í 145. sæti mótsins af 156 keppendum. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Opna bandaríska Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira