Allir spenntir en fáir átt von á að hún stimplaði sig svona rækilega inn Sindri Sverrisson skrifar 20. júní 2022 16:31 Katla Tryggvadóttir hefur mætt mjög öflug til leiks á sínu fyrsta alvöru tímabili í efstu deild og staðið sig vel á miðjunni hjá Þrótti. vísir/Tjörvi Týr Katla Tryggvadóttir og Ásdís Karen Halldórsdóttir skoruðu báðar í leik Þróttar og Vals í Bestu deildinni í gær og fengu mikið hrós í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport. Katla er nýorðin 17 ára en hefur þegar skorað fimm mörk í Bestu deildinni í sumar, eftir að hafa komið til Þróttar frá uppeldisfélagi sínu Val. „Það eru frábær gæði í þessari stelpu. Ekki það að ég átti von á miklu frá henni en mér finnst hún hafa komið frábærlega skemmtilega inn í þetta lið,“ sagði Helena Ólafsdóttir eftir að Katla skoraði gegn landsliðsmarkverðinum Söndru Sigurðardóttur, í 2-1 sigri Vals í gær. „Ég held að allir hafi verið spenntir fyrir að sjá hana í nýju liði í efstu deild en ég held að fáir hafi átt von á að hún myndi stimpla sig svona rækilega inn. Hún er búin að vera ein af okkar langbestu, ungu leikmönnum í þessari deild. Hún er bara fædd 2005,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. Hapra Þorsteinsdóttir var líka hrifin af því hvernig Katla stóð sig í viðtali eftir leik: „Mér fannst hún geggjuð í þessu viðtali. Það er engin feimni þarna og bara talað hreint út um hlutina. Það er töffari í henni.“ Klippa: Bestu mörkin - Töffararnir Ásdís Karen og Katla Dugleg að leggja upp og getur líka skorað Spjótin beindust svo að Ásdísi Karen sem kom til Vals frá KR fyrir sumarið 2018. Hlutverk hinnar 22 ára Ásdísar hjá Val hefur sífellt stækkað og hún skoraði sitt þriðja mark í sumar gegn Þrótti. „Það er leikmaður sem að mér finnst líka hafa vaxið og dafnað með Val. Hún er búin að eiga flott tímabil og mér finnst hún alltaf skila frammistöðu, í hverjum einasta leik,“ sagði Helena. „Já, ég er sammála. Hún er stöðug og þú veist nokkurn veginn alltaf hvað þú færð frá henni,“ sagði Harpa. „Hún er búin að vera dugleg að leggja upp mörk í sumar og getur skorað líka svo að hún er klárlega að gera vel fyrir þetta Valslið. Hún er líka töffari, eins og Katla,“ sagði Mist. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Valur Bestu mörkin Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Katla er nýorðin 17 ára en hefur þegar skorað fimm mörk í Bestu deildinni í sumar, eftir að hafa komið til Þróttar frá uppeldisfélagi sínu Val. „Það eru frábær gæði í þessari stelpu. Ekki það að ég átti von á miklu frá henni en mér finnst hún hafa komið frábærlega skemmtilega inn í þetta lið,“ sagði Helena Ólafsdóttir eftir að Katla skoraði gegn landsliðsmarkverðinum Söndru Sigurðardóttur, í 2-1 sigri Vals í gær. „Ég held að allir hafi verið spenntir fyrir að sjá hana í nýju liði í efstu deild en ég held að fáir hafi átt von á að hún myndi stimpla sig svona rækilega inn. Hún er búin að vera ein af okkar langbestu, ungu leikmönnum í þessari deild. Hún er bara fædd 2005,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. Hapra Þorsteinsdóttir var líka hrifin af því hvernig Katla stóð sig í viðtali eftir leik: „Mér fannst hún geggjuð í þessu viðtali. Það er engin feimni þarna og bara talað hreint út um hlutina. Það er töffari í henni.“ Klippa: Bestu mörkin - Töffararnir Ásdís Karen og Katla Dugleg að leggja upp og getur líka skorað Spjótin beindust svo að Ásdísi Karen sem kom til Vals frá KR fyrir sumarið 2018. Hlutverk hinnar 22 ára Ásdísar hjá Val hefur sífellt stækkað og hún skoraði sitt þriðja mark í sumar gegn Þrótti. „Það er leikmaður sem að mér finnst líka hafa vaxið og dafnað með Val. Hún er búin að eiga flott tímabil og mér finnst hún alltaf skila frammistöðu, í hverjum einasta leik,“ sagði Helena. „Já, ég er sammála. Hún er stöðug og þú veist nokkurn veginn alltaf hvað þú færð frá henni,“ sagði Harpa. „Hún er búin að vera dugleg að leggja upp mörk í sumar og getur skorað líka svo að hún er klárlega að gera vel fyrir þetta Valslið. Hún er líka töffari, eins og Katla,“ sagði Mist. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Valur Bestu mörkin Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira