Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 23. júní 2022 12:31 Mynd: Stefán Sigurðsson Nýr uppfærður listi þar sem farið er yfir veiðitölur úr laxveiðiánum hefur verið birtur og það er ekkert mikið sem kemur á óvart þar. Urriðafoss leiðir þennan lista og hefur veiðin þar verið mjög fín síðustu daga en heildartalan er komin í 235 laxa. Norðurá er í öðru sæti með 95 laxa en það þykir ekkert sérstaklega gott fyrir þessa drottningu Borgarfjarðar. Þverá og Kjarrá eru að sama skapi frekar rólegar en þar hafa veiðst 87 laxar frá opnun. Laxá í Leirársveit kemur ágæt inn en þar hafa veiðst 32 laxar á fjórar stangir frá opnun. Til samanburðar eru 12 stangir í Norðurá og 14 stangir í Þverá og Kjarrá. Elliðaárnar eru líklega með næst bestu vikuveiðina en þar hafa veiðst 30 laxar frá því hún var opnuð og göngurnar í hana hafa verið mjög fínar. Sífellt fleiri ár hafa verið að opna fyrir veiðimönnum síðustu daga og eru þegar komnar á blað en listann í heild sinni má finna á www.angling.is Stangveiði Mest lesið Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Mokveiðist í Tungulæk Veiði 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Opið Hús hjá SVFR í kvöld Veiði Tímabilið byrjar bara ágætlega Veiði Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum sett á Miklatúni í dag Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið á Facebook Veiði Dúi nýr formaður Skotvís Veiði
Urriðafoss leiðir þennan lista og hefur veiðin þar verið mjög fín síðustu daga en heildartalan er komin í 235 laxa. Norðurá er í öðru sæti með 95 laxa en það þykir ekkert sérstaklega gott fyrir þessa drottningu Borgarfjarðar. Þverá og Kjarrá eru að sama skapi frekar rólegar en þar hafa veiðst 87 laxar frá opnun. Laxá í Leirársveit kemur ágæt inn en þar hafa veiðst 32 laxar á fjórar stangir frá opnun. Til samanburðar eru 12 stangir í Norðurá og 14 stangir í Þverá og Kjarrá. Elliðaárnar eru líklega með næst bestu vikuveiðina en þar hafa veiðst 30 laxar frá því hún var opnuð og göngurnar í hana hafa verið mjög fínar. Sífellt fleiri ár hafa verið að opna fyrir veiðimönnum síðustu daga og eru þegar komnar á blað en listann í heild sinni má finna á www.angling.is
Stangveiði Mest lesið Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Mokveiðist í Tungulæk Veiði 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Opið Hús hjá SVFR í kvöld Veiði Tímabilið byrjar bara ágætlega Veiði Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum sett á Miklatúni í dag Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið á Facebook Veiði Dúi nýr formaður Skotvís Veiði