Fín byrjun í Tungufljóti í Biskupstungum Karl Lúðvíksson skrifar 27. júní 2022 10:01 Einn af fjórum löxum sem Jónas landaði við opnun á Tungufljóti í Biskupstungum Mynd: Árni Baldursson FB Tungufljót í Biskupstungum er á sem flestir veiðimenn myndi ætla að fari ekki í gang fyrr en líða tekur á sumarið. Það er nú ekki svo því nú þegar hafa líklega á annan tug laxa veiðst nú þegar og það er töluvert líf að sjá við fossinn Faxa en þar er líka einn aðalveiðistaðurinn í ánni. Tungufljót hefur ekki verið mikið stundað frá opnun eftir okkar heimildum en það ætti kannski að fara setja það á blað því áin er eitt af þeim vatnasvæðum sem ætti að njóta þess afraksturs sem upptaka neta í Ölfusá og Hvítá er að skila. Árnar sem upptaka netana ætti að hafa áhrif á og er í raun þegar farin að hafa áhrif á eru Sogið, Tungufljót og Stóra Laxá en sú síðast nefnda opnaði efsta svæðið sitt fyrir veiðimönnum í fyrradag og þar var ein besta opnun í Stóru Laxá sem menn muna eftir. Tungufljót gæti þess vegna átt töluvert inni og það verður áhugavert að sjá hvernig veiðin verður í júlí þegar stærstu göngurnar eru að skila sér. Stangveiði Mest lesið Gott framboð af veiðileyfum fyrir sumarið Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Flott veiði og stórir fiskar í Baugstaðaós Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði Heildartalan úr Norðurá í gær 27 laxar Veiði "Markaðurinn gæti hrunið til grunna" Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði 18 punda risalax úr Ölfusá Veiði Breytt fyrirkomulag í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði
Það er nú ekki svo því nú þegar hafa líklega á annan tug laxa veiðst nú þegar og það er töluvert líf að sjá við fossinn Faxa en þar er líka einn aðalveiðistaðurinn í ánni. Tungufljót hefur ekki verið mikið stundað frá opnun eftir okkar heimildum en það ætti kannski að fara setja það á blað því áin er eitt af þeim vatnasvæðum sem ætti að njóta þess afraksturs sem upptaka neta í Ölfusá og Hvítá er að skila. Árnar sem upptaka netana ætti að hafa áhrif á og er í raun þegar farin að hafa áhrif á eru Sogið, Tungufljót og Stóra Laxá en sú síðast nefnda opnaði efsta svæðið sitt fyrir veiðimönnum í fyrradag og þar var ein besta opnun í Stóru Laxá sem menn muna eftir. Tungufljót gæti þess vegna átt töluvert inni og það verður áhugavert að sjá hvernig veiðin verður í júlí þegar stærstu göngurnar eru að skila sér.
Stangveiði Mest lesið Gott framboð af veiðileyfum fyrir sumarið Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Flott veiði og stórir fiskar í Baugstaðaós Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði Heildartalan úr Norðurá í gær 27 laxar Veiði "Markaðurinn gæti hrunið til grunna" Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði 18 punda risalax úr Ölfusá Veiði Breytt fyrirkomulag í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði