Það þarf ekki að vera vandræðalegt að roðna Rakel Sveinsdóttir skrifar 29. júní 2022 07:00 Okkur finnst flestum frekar óþægilegt eða vandræðanlegt að roðna. Lykilatriði er þó að láta eins og ekkert sé og reyna ekki að fela roðann með höndum eða hári. Enda gerum við lítið annað en að draga þá athygli fólks að okkur og kinnroðanum. En kannski er roðinn okkar bara merki um kurteisi? Vísir/Getty Við höfum öll einhvern tíma roðnað. Sumir roðna oftar en aðrir og já, það koma augnablik þar sem okkur finnst við hreinlega roðna niður í tær. Og þótt það að roðna geti gerst á öllum stundum, er hópur fólks sem upplifir þessi augnablik sem algeng vandræðaaugnablik í vinnunni umfram aðra staði. Dæmigerðar stundir þar sem við roðnum geta til dæmis verið þegar að við erum að: Tala við yfirmanninn Tala við einhvern sem okkur finnst mjög myndarleg/ur Tala við samstarfsfélaga sem við þekkjum ekki vel Tala innan um aðra eða fyrir framan hóp af fólki Þegar einhver hrósar okkur. Stundum roðnum við meira að segja utan vinnu en þó vinnutengt. Til dæmis ef við rekumst óvænt á einhvern úr vinnunni úti í búð. Sumir roðna líka oftar en aðrir. Til dæmis fólk með félagskvíða eða félagsfælni, sem svo sannarlega getur verið til staðar þótt við séum búin að vinna lengi á sama stað. Eða fólk sem er mjög feimið. En hér eru nokkur góð ráð sem geta hjálpað. 1. Láttu eins og ekkert sé (reyndu ekki fela roðann) Að reyna að fela roðann hefur oftast þveröfug áhrif því þá einfaldlega drögum við athyglinni að roðanum sem þýðir að fólk sem var jafnvel ekki að átta sig á því að við erum byrjuð að roðna, fattar það. Þess vegna er ágætt að reyna ekki að fela roðann með því að setja til dæmis hendurnar yfir andlitið, láta hárið viljandi hylja hluta andlitsins, vera alltaf í rúllukraga til þess að fela roða í hálsi, líta undan eða fara að muldra eitthvað óskiljanlegt. Lykilatriðið felst í því að láta eins og ekkert sé. Sem jú, getur verið erfitt ef okkur finnst við vera orðin eldrauð í framan en hér er gott að muna að það er líklegra að fólk taki ekki eftir roðanum eða hreinlega gleymi honum á augabragði ef við látum eins og ekkert sé. 2. Ekki draga þig í hlé Þótt okkur finnist öllum frekar vandræðalegt að roðna er mikilvægt að við séum ekki að draga okkur í hlé vegna þess að við erum hrædd um að roðna. Gott dæmi er þátttaka á fundum. Sumir eiga það til að sleppa því að taka þátt með umræðum eða spurningum af ótta við að roðna. En bíðum nú við.... Ef við þegjum af ótta við kinnroða er erfiðara fyrir samstarfsfólk og vinnustaðinn að kynnast því hversu megnug við erum og vittu til: Fólki finnst örugglega meira spennandi að heyra hvað þér finnst eða hvað þú hefur fram að færa, heldur en nokkurn tíma það að velta fyrir sér hvort þú sért að roðna eða ekki. Fyrir utan það: Ef þú þorir, getur vel verið að þú hvetjir aðra í sömu sporum til að þora oftar sjálf. Er það ekki jákvæð tilhugsun? 3. Hættu ímynduðum hugsanalestri Margir skammast sín fyrir að roðna og ímynda sér að fólk dæmi okkur fyrir það eitt að roðna á vissum augnablikum. Hið rétta er: Fólk dæmir okkur ekki fyrir að roðna! Hættu því ímynduðum hugsanalestri og hættum að sannfæra okkur um að fólk finnist þetta eða hitt um okkur vegna þess að við roðnum stundum. Hið rétta er að það að roðna eru ósjálfráð viðbrögð líkamans og þótt við roðnum mis oft eða mikið, er kinnroði hreinlega mannlegt og eðlilegt fyrirbæri. Er roðinn kannski bara kurteisi? Svo eðlilegt er að roðna að um kinnroða hafa meira að segja verið skrifaðar bækur. Ein þeirra heitir Blushing and Social Emotions eftir sálfræðinginn Ray Crozier. Vísindavefurinn vitnar í bók Crozier í útskýringum sínum á roða og þar segir meðal annars: „Hann (Crozier) heldur því fram að kinnroði vegna blygðunar eða feimni, sé eins konar þögul líkamstjáning. Með roðanum erum við að biðjast afsökunar án þess að segja nokkuð. Ef við móðgum einhvern á mannamóti en sjáum svo eftir því og skömmumst okkar þá er kinnroðinn tákn um eftirsjána. Roðinn er merki um það að við viljum ekki vera ruddar. Crozier telur að roði í kinnum sé merki um svonefnda tilfinningagreind fólks og hæfileikann til að setja sig í spor annarra. Það er þess vegna fullkomlega eðlilegt að roðna stundum innan um annað fólk og ekkert að því. Ef eitthvað er, þá er það einfaldlega eðlilegt merki um kurteisi.“ Góðu ráðin Tengdar fréttir Starfsfólki tryggt aðgengi að sálfræðingum með lágmarksbiðtíma Það á að vera gaman í vinnunni, sveigjanleikinn á að vera mikill, jafnrétti, fjölbreytileiki og síðast en ekki síst góð andleg heilsa. 20. júní 2022 07:01 Tíu algengustu vandamálin á vinnustöðum Það skiptir engu máli þótt vinnustaðirnir okkar séu ólíkir eða störfin okkar séu af ólíkum toga: Algengustu vandamálin á vinnustöðum eru oftar en ekki þau sömu eða keimlík. 20. apríl 2022 07:01 Óttinn við að kúka í vinnunni og góð ráð Niðurstöður rannsókna sýna að mjög stór hópur fólks vill ekki, þorir ekki eða forðast að kúka í vinnunni. Kannast þú við þetta? 8. apríl 2022 07:01 Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32 Svona gengur okkur best í vinnunni Við viljum öll standa okkur vel en það er óþarfi að bíða eftir árlegu frammistöðumati í vinnunni til að setja okkur markmið eða átta okkur betur á því hvernig við stöndum okkur. 1. apríl 2022 07:01 Mest lesið „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Og þótt það að roðna geti gerst á öllum stundum, er hópur fólks sem upplifir þessi augnablik sem algeng vandræðaaugnablik í vinnunni umfram aðra staði. Dæmigerðar stundir þar sem við roðnum geta til dæmis verið þegar að við erum að: Tala við yfirmanninn Tala við einhvern sem okkur finnst mjög myndarleg/ur Tala við samstarfsfélaga sem við þekkjum ekki vel Tala innan um aðra eða fyrir framan hóp af fólki Þegar einhver hrósar okkur. Stundum roðnum við meira að segja utan vinnu en þó vinnutengt. Til dæmis ef við rekumst óvænt á einhvern úr vinnunni úti í búð. Sumir roðna líka oftar en aðrir. Til dæmis fólk með félagskvíða eða félagsfælni, sem svo sannarlega getur verið til staðar þótt við séum búin að vinna lengi á sama stað. Eða fólk sem er mjög feimið. En hér eru nokkur góð ráð sem geta hjálpað. 1. Láttu eins og ekkert sé (reyndu ekki fela roðann) Að reyna að fela roðann hefur oftast þveröfug áhrif því þá einfaldlega drögum við athyglinni að roðanum sem þýðir að fólk sem var jafnvel ekki að átta sig á því að við erum byrjuð að roðna, fattar það. Þess vegna er ágætt að reyna ekki að fela roðann með því að setja til dæmis hendurnar yfir andlitið, láta hárið viljandi hylja hluta andlitsins, vera alltaf í rúllukraga til þess að fela roða í hálsi, líta undan eða fara að muldra eitthvað óskiljanlegt. Lykilatriðið felst í því að láta eins og ekkert sé. Sem jú, getur verið erfitt ef okkur finnst við vera orðin eldrauð í framan en hér er gott að muna að það er líklegra að fólk taki ekki eftir roðanum eða hreinlega gleymi honum á augabragði ef við látum eins og ekkert sé. 2. Ekki draga þig í hlé Þótt okkur finnist öllum frekar vandræðalegt að roðna er mikilvægt að við séum ekki að draga okkur í hlé vegna þess að við erum hrædd um að roðna. Gott dæmi er þátttaka á fundum. Sumir eiga það til að sleppa því að taka þátt með umræðum eða spurningum af ótta við að roðna. En bíðum nú við.... Ef við þegjum af ótta við kinnroða er erfiðara fyrir samstarfsfólk og vinnustaðinn að kynnast því hversu megnug við erum og vittu til: Fólki finnst örugglega meira spennandi að heyra hvað þér finnst eða hvað þú hefur fram að færa, heldur en nokkurn tíma það að velta fyrir sér hvort þú sért að roðna eða ekki. Fyrir utan það: Ef þú þorir, getur vel verið að þú hvetjir aðra í sömu sporum til að þora oftar sjálf. Er það ekki jákvæð tilhugsun? 3. Hættu ímynduðum hugsanalestri Margir skammast sín fyrir að roðna og ímynda sér að fólk dæmi okkur fyrir það eitt að roðna á vissum augnablikum. Hið rétta er: Fólk dæmir okkur ekki fyrir að roðna! Hættu því ímynduðum hugsanalestri og hættum að sannfæra okkur um að fólk finnist þetta eða hitt um okkur vegna þess að við roðnum stundum. Hið rétta er að það að roðna eru ósjálfráð viðbrögð líkamans og þótt við roðnum mis oft eða mikið, er kinnroði hreinlega mannlegt og eðlilegt fyrirbæri. Er roðinn kannski bara kurteisi? Svo eðlilegt er að roðna að um kinnroða hafa meira að segja verið skrifaðar bækur. Ein þeirra heitir Blushing and Social Emotions eftir sálfræðinginn Ray Crozier. Vísindavefurinn vitnar í bók Crozier í útskýringum sínum á roða og þar segir meðal annars: „Hann (Crozier) heldur því fram að kinnroði vegna blygðunar eða feimni, sé eins konar þögul líkamstjáning. Með roðanum erum við að biðjast afsökunar án þess að segja nokkuð. Ef við móðgum einhvern á mannamóti en sjáum svo eftir því og skömmumst okkar þá er kinnroðinn tákn um eftirsjána. Roðinn er merki um það að við viljum ekki vera ruddar. Crozier telur að roði í kinnum sé merki um svonefnda tilfinningagreind fólks og hæfileikann til að setja sig í spor annarra. Það er þess vegna fullkomlega eðlilegt að roðna stundum innan um annað fólk og ekkert að því. Ef eitthvað er, þá er það einfaldlega eðlilegt merki um kurteisi.“
Góðu ráðin Tengdar fréttir Starfsfólki tryggt aðgengi að sálfræðingum með lágmarksbiðtíma Það á að vera gaman í vinnunni, sveigjanleikinn á að vera mikill, jafnrétti, fjölbreytileiki og síðast en ekki síst góð andleg heilsa. 20. júní 2022 07:01 Tíu algengustu vandamálin á vinnustöðum Það skiptir engu máli þótt vinnustaðirnir okkar séu ólíkir eða störfin okkar séu af ólíkum toga: Algengustu vandamálin á vinnustöðum eru oftar en ekki þau sömu eða keimlík. 20. apríl 2022 07:01 Óttinn við að kúka í vinnunni og góð ráð Niðurstöður rannsókna sýna að mjög stór hópur fólks vill ekki, þorir ekki eða forðast að kúka í vinnunni. Kannast þú við þetta? 8. apríl 2022 07:01 Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32 Svona gengur okkur best í vinnunni Við viljum öll standa okkur vel en það er óþarfi að bíða eftir árlegu frammistöðumati í vinnunni til að setja okkur markmið eða átta okkur betur á því hvernig við stöndum okkur. 1. apríl 2022 07:01 Mest lesið „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Starfsfólki tryggt aðgengi að sálfræðingum með lágmarksbiðtíma Það á að vera gaman í vinnunni, sveigjanleikinn á að vera mikill, jafnrétti, fjölbreytileiki og síðast en ekki síst góð andleg heilsa. 20. júní 2022 07:01
Tíu algengustu vandamálin á vinnustöðum Það skiptir engu máli þótt vinnustaðirnir okkar séu ólíkir eða störfin okkar séu af ólíkum toga: Algengustu vandamálin á vinnustöðum eru oftar en ekki þau sömu eða keimlík. 20. apríl 2022 07:01
Óttinn við að kúka í vinnunni og góð ráð Niðurstöður rannsókna sýna að mjög stór hópur fólks vill ekki, þorir ekki eða forðast að kúka í vinnunni. Kannast þú við þetta? 8. apríl 2022 07:01
Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32
Svona gengur okkur best í vinnunni Við viljum öll standa okkur vel en það er óþarfi að bíða eftir árlegu frammistöðumati í vinnunni til að setja okkur markmið eða átta okkur betur á því hvernig við stöndum okkur. 1. apríl 2022 07:01