Evrópumótaröðin afturkallar ekki refsingar þeirra sem gengu til liðs við LIV Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. júlí 2022 16:30 Keith Pelley, forstjóri DP World Tour, hefur svarað þeim kylfingum sem gengu til liðs við LIV-mótaröðina fullum hálsi. Stuart Franklin/Getty Images Forráðamenn Evrópumótaraðarinnar í golfi, DP World Tour, ætla sér ekki að afturkalla refsingar þeirra kylfinga sem tóku þátt á fyrsta móti sádí-arabísku LIV-mótaraðarinnar á dögunum. Sextán kylfingar sendu frá sér opið bréf fyrr í dag þar sem þeir hótuðu að sækja Evrópumótaröðina til saka ef forráðamenn hennar myndu ekki afturkalla sektir og keppnisbönn þeirra fyrir að taka þátt á opnunarmóti LIV-mótaraðarinnar. Eins og sagt var frá hér á Vísi fyrr í dag var hver og einn af þessum sextán kylfingum sektaður hundrað þúsund pund, eða rúmlega sextán milljónir króna, ásamt því að kylfingarnir fá ekki að taka þátt á þremur mótum á vegum Evrópumótaraðarinnar. Kylfingarnir sendu forráðamönnum Evrópumótaraðarinnar bréf þar sem kallað var eftir því að refsingar þeirra yrðu endurskoðaðar. Keith Pelley, forstjóri Evrópumótaraðarinnar segir hins vegar að í bréfinu hafi ekki verið farið með rétt mál. „Til fjölmiðla hefur lekið bréf sem okkur barst frá nokkrum kylfingum sem leika á LIV-mótaröðinni. Bréfið inniheldur ýmsar rangfærslur sem ekki er hægt að láta liggja ósvöruðum,“ sagði Pelley í yfirlýsingu sinni fyrr í dag. „Áður en þeir gengu til liðs við LIV-mótaröðina vissu kylfingarnir að það myndi bera í för með sér afleiðingar ef þeir myndu velja peninga fram yfir keppni. Margir þeirra skildu og sættu sig við það. Eins og einn kylfingur sagði í viðtali fyrr á árinu: „Ef ég verð settur í bann, þá verð ég settur í bann.“ Það er því ekki trúlegt að einhverjir þeirra séu nú hissa á því að við höfum gripið til þeirra aðgerða sem við höfum gert. Bréf þetta segir að þeim sé annt um Evrópumótaröðina, en greining á þátttökutölum nokkurra af betri kylfingum mótaraðarinnar gefur annað til kynna.“ Statement from DP World Tour Chief Executive Keith Pelley.— DP World Tour (@DPWorldTour) July 1, 2022 Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Sextán kylfingar sendu frá sér opið bréf fyrr í dag þar sem þeir hótuðu að sækja Evrópumótaröðina til saka ef forráðamenn hennar myndu ekki afturkalla sektir og keppnisbönn þeirra fyrir að taka þátt á opnunarmóti LIV-mótaraðarinnar. Eins og sagt var frá hér á Vísi fyrr í dag var hver og einn af þessum sextán kylfingum sektaður hundrað þúsund pund, eða rúmlega sextán milljónir króna, ásamt því að kylfingarnir fá ekki að taka þátt á þremur mótum á vegum Evrópumótaraðarinnar. Kylfingarnir sendu forráðamönnum Evrópumótaraðarinnar bréf þar sem kallað var eftir því að refsingar þeirra yrðu endurskoðaðar. Keith Pelley, forstjóri Evrópumótaraðarinnar segir hins vegar að í bréfinu hafi ekki verið farið með rétt mál. „Til fjölmiðla hefur lekið bréf sem okkur barst frá nokkrum kylfingum sem leika á LIV-mótaröðinni. Bréfið inniheldur ýmsar rangfærslur sem ekki er hægt að láta liggja ósvöruðum,“ sagði Pelley í yfirlýsingu sinni fyrr í dag. „Áður en þeir gengu til liðs við LIV-mótaröðina vissu kylfingarnir að það myndi bera í för með sér afleiðingar ef þeir myndu velja peninga fram yfir keppni. Margir þeirra skildu og sættu sig við það. Eins og einn kylfingur sagði í viðtali fyrr á árinu: „Ef ég verð settur í bann, þá verð ég settur í bann.“ Það er því ekki trúlegt að einhverjir þeirra séu nú hissa á því að við höfum gripið til þeirra aðgerða sem við höfum gert. Bréf þetta segir að þeim sé annt um Evrópumótaröðina, en greining á þátttökutölum nokkurra af betri kylfingum mótaraðarinnar gefur annað til kynna.“ Statement from DP World Tour Chief Executive Keith Pelley.— DP World Tour (@DPWorldTour) July 1, 2022
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira