Heimir um markmannsstöðuna: Það má ekki nota orðið samkeppni í dag Árni Gísli Magnússon skrifar 4. júlí 2022 20:55 Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals. Vísir/Hulda Margrét KA og Valur skildu jöfn, 1-1, á Greifavellinum á Akureyri nú í kvöld. Heimi Guðjónssyni, þjálfara Vals, fannst jafntefli vera sanngjörn niðurstaða . „Mér fannst við fínir á köflum í þessum leik, vorum með góð tök á honum, komumst að mínu mati sanngjarnt yfir og voru forsendur fyrir því að sigla þessu heim en svo gerum við mistök sem verður þess valdandi að við missum mann út af og KA liðið er gríðarlega sterkt og við þurftum að bakka til baka og þeir sköpuðu sér færi og í endann þá held ég að við getum alveg þakkað fyrir þetta stig, erfiður útivöllur og við verðum að taka það og halda áfram.” Guðmundur Andri Tryggvason fékk að líta rauða spjaldið á 68. mínútu þegar hann slæmdi hendi í andlitið á Kristijan Jajalo, markmanni KA, og telur Heimir að það hafi verið rétt en hann var þó ekki sáttur við dómgæsluna heilt yfir í leiknum. „Ég held að þetta hafi verið réttur dómur þaðan sem ég stóð, ég held að hann hafi slæmt hendinni í hann, viljandi eða óviljandi, ég veit það ekki en Elli (Erlendur Eiríksson dómari) var vel staðsettur og bara í engum vafa þannig ég treysti honum í því en mér fannst hann reyndar í leiknum dæma þannig að eins og bara þegar Sigurður Egill var að komast upp vænginn og Dusan missir hann og grípur um andlitið á sér og hann dæmir aukaspynu, mér fannst svona atriði sem að voru ekki að falla með okkur.” „Já nokkurnveginn, komum og pressuðum í byrjum og fengum eitt, tvö góð færi, áttum skalla í slá frá Hólmari og KA liðið er mjög vel skipulagt og góðir í skyndisóknum með Ásgeir og Elfar frammi þannig að þú þarft að vera klókur í varnarleiknum og mér fannst við gera það og eins og ég segi þurfum við bara að halda áfram”, bætti Heimir við aðspurður hvort leikurinn hafi spilast eins og hann bjóst við. Frederik Schram er genginn til liðs við Val á láni út tímabilið en hann byrjaði á bekknum í dag og Guy Smit stóð á milli stanganna. Er Frederik Schram mættur til þess að veita Guy Smit beina samkeppni? „Já auðvitað, en það er alltaf þannig í dag að það má ekki nota orðið samkeppni en það er samkeppni. Það næst aldrei árangur að mínu mati án þess að það sé samkeppni.” Eru einhverjar vendingar á leikmannamarkaðnum hjá Val um þessar mundir? „Nei ekki eins og staðan er í dag, ég viðurkenni það, við náttúrulega misstum Almarr og við erum að skoða leikmannamarkaðinn en hann er erfiður núna, það er ekkert að gerast.” Besta deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: KA-Valur 1-1 | KA og Valur skiptu stigunum á milli sín KA og Valur fengu eitt stig hvort er liðin gerði 1-1 jafntefli í 11. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í kvöld. Bæði lið hefðu nálgast toppbaráttuna með sigri, en liðin þurfa að gera sér jafntefli að góðu. 4. júlí 2022 19:52 Mest lesið De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Fleiri fréttir Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Sjá meira
„Mér fannst við fínir á köflum í þessum leik, vorum með góð tök á honum, komumst að mínu mati sanngjarnt yfir og voru forsendur fyrir því að sigla þessu heim en svo gerum við mistök sem verður þess valdandi að við missum mann út af og KA liðið er gríðarlega sterkt og við þurftum að bakka til baka og þeir sköpuðu sér færi og í endann þá held ég að við getum alveg þakkað fyrir þetta stig, erfiður útivöllur og við verðum að taka það og halda áfram.” Guðmundur Andri Tryggvason fékk að líta rauða spjaldið á 68. mínútu þegar hann slæmdi hendi í andlitið á Kristijan Jajalo, markmanni KA, og telur Heimir að það hafi verið rétt en hann var þó ekki sáttur við dómgæsluna heilt yfir í leiknum. „Ég held að þetta hafi verið réttur dómur þaðan sem ég stóð, ég held að hann hafi slæmt hendinni í hann, viljandi eða óviljandi, ég veit það ekki en Elli (Erlendur Eiríksson dómari) var vel staðsettur og bara í engum vafa þannig ég treysti honum í því en mér fannst hann reyndar í leiknum dæma þannig að eins og bara þegar Sigurður Egill var að komast upp vænginn og Dusan missir hann og grípur um andlitið á sér og hann dæmir aukaspynu, mér fannst svona atriði sem að voru ekki að falla með okkur.” „Já nokkurnveginn, komum og pressuðum í byrjum og fengum eitt, tvö góð færi, áttum skalla í slá frá Hólmari og KA liðið er mjög vel skipulagt og góðir í skyndisóknum með Ásgeir og Elfar frammi þannig að þú þarft að vera klókur í varnarleiknum og mér fannst við gera það og eins og ég segi þurfum við bara að halda áfram”, bætti Heimir við aðspurður hvort leikurinn hafi spilast eins og hann bjóst við. Frederik Schram er genginn til liðs við Val á láni út tímabilið en hann byrjaði á bekknum í dag og Guy Smit stóð á milli stanganna. Er Frederik Schram mættur til þess að veita Guy Smit beina samkeppni? „Já auðvitað, en það er alltaf þannig í dag að það má ekki nota orðið samkeppni en það er samkeppni. Það næst aldrei árangur að mínu mati án þess að það sé samkeppni.” Eru einhverjar vendingar á leikmannamarkaðnum hjá Val um þessar mundir? „Nei ekki eins og staðan er í dag, ég viðurkenni það, við náttúrulega misstum Almarr og við erum að skoða leikmannamarkaðinn en hann er erfiður núna, það er ekkert að gerast.”
Besta deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: KA-Valur 1-1 | KA og Valur skiptu stigunum á milli sín KA og Valur fengu eitt stig hvort er liðin gerði 1-1 jafntefli í 11. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í kvöld. Bæði lið hefðu nálgast toppbaráttuna með sigri, en liðin þurfa að gera sér jafntefli að góðu. 4. júlí 2022 19:52 Mest lesið De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Fleiri fréttir Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Sjá meira
Leik lokið: KA-Valur 1-1 | KA og Valur skiptu stigunum á milli sín KA og Valur fengu eitt stig hvort er liðin gerði 1-1 jafntefli í 11. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í kvöld. Bæði lið hefðu nálgast toppbaráttuna með sigri, en liðin þurfa að gera sér jafntefli að góðu. 4. júlí 2022 19:52