Mikið af laxi á Iðu Karl Lúðvíksson skrifar 6. júlí 2022 10:58 Tekist á við lax Á Iðu í gær. Mynd: Árni Baldursson FB Iða er veiðisvæði sem ekki margir hafa fengið þá ánægju að veiða en þeir sem komast í það segja oftar en ekki frá ævintýralegri veiði. Iðan er svæðið þar sem Stóra Laxá rennur í Hvítá og þarna er veitt á mjög stuttum kafla en veiðin getur verið feyknagóð þegar göngur eru góðar. Samkvæmt Facebook innslagi hjá Árna Baldurssyni er veiðin góð þarna þessa dagana en þrjár stangir lönduðu í gær 15 löxum og þar er mikið af laxi á svæðinu. Þetta er enn eitt veiðisvæðið sem nýtur góðs af netaupptöku á vatnasvæðinu og það er þess vegna löngu ljóst að netalagnir í Hvítá og Ölfusá eru löngu úreltar. Hagfræðin á bak við netaupptöku er sáraeinföld. Verðmæti hvers veidds lax á stöng er margfalt það á við kílóverð fyrir hvern lax í net. Lax á stöng skilar tekjum til landeigenda margföldu við því sem netalax skilar, þjónustan í kringum veiðimenn skilar störfum í veiðihúsum, veiðileiðsögn og veiðibúðum. Stangveiði Mest lesið Stórir birtingar ennþá að veiðast í Baugstaðarós Veiði Veiðin ennþá góð og sjóbirtingurinn vel haldinn Veiði Ein sú vinsælasta í urriðann á Þingvöllum Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Þykkur ís og nóg af fiski í Reynisvatni Veiði Breyttar reglur á viðisvæðum Strengja Veiði Lax í Elliðaám Veiði Síðsumarsflugan sem má ekki gleymast Veiði Að eiga sér uppáhalds veiðistað Veiði
Iðan er svæðið þar sem Stóra Laxá rennur í Hvítá og þarna er veitt á mjög stuttum kafla en veiðin getur verið feyknagóð þegar göngur eru góðar. Samkvæmt Facebook innslagi hjá Árna Baldurssyni er veiðin góð þarna þessa dagana en þrjár stangir lönduðu í gær 15 löxum og þar er mikið af laxi á svæðinu. Þetta er enn eitt veiðisvæðið sem nýtur góðs af netaupptöku á vatnasvæðinu og það er þess vegna löngu ljóst að netalagnir í Hvítá og Ölfusá eru löngu úreltar. Hagfræðin á bak við netaupptöku er sáraeinföld. Verðmæti hvers veidds lax á stöng er margfalt það á við kílóverð fyrir hvern lax í net. Lax á stöng skilar tekjum til landeigenda margföldu við því sem netalax skilar, þjónustan í kringum veiðimenn skilar störfum í veiðihúsum, veiðileiðsögn og veiðibúðum.
Stangveiði Mest lesið Stórir birtingar ennþá að veiðast í Baugstaðarós Veiði Veiðin ennþá góð og sjóbirtingurinn vel haldinn Veiði Ein sú vinsælasta í urriðann á Þingvöllum Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Þykkur ís og nóg af fiski í Reynisvatni Veiði Breyttar reglur á viðisvæðum Strengja Veiði Lax í Elliðaám Veiði Síðsumarsflugan sem má ekki gleymast Veiði Að eiga sér uppáhalds veiðistað Veiði