Framleiðslu BMW i3 hætt Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 11. júlí 2022 07:01 BMW i3 rafmagnsbíll hlaðinn. BMW hefur nú hætt framleiðslu rafbílsins i3 eftir að 250.000 eintök hafa verið smíðuð á þeim rúmu átta árum sem bíllinn hefur verið í framleiðslu. Síðustu tíu bílarnir voru framleiddir í sérstakri heimahafnar útgáfu (e.HomeRun). Bíllinn var framleiddur í verksmiðju BMW í Leipzig í Þýskalandi og seldur í meira en 74 löndum. BMW i3 var ákveðin frumraun hjá BMW í framleiðslu rafbíla. Hann var einn fyrsti hreini rafbíllinn á heimsmarkaði. Þeir hlutir sem voru hannaðir til notkunar í i3 hafa síðar einnig nýst í aðra rafbíla BMW samsteypunnar. Mini Cooper SE hefur notið góðs af rafhlöðunum og drifrásinni sem dæmi. i3 í HomeRun útgáfu. Á næsta ári stendur til að verksmiðja BMW í Leipzig muni verða fyrsta verksmiðjan sem framleiðir bæði BMW og Mini bíla þegar Mini Countryman verður rafvæddur. Vistvænir bílar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent
Bíllinn var framleiddur í verksmiðju BMW í Leipzig í Þýskalandi og seldur í meira en 74 löndum. BMW i3 var ákveðin frumraun hjá BMW í framleiðslu rafbíla. Hann var einn fyrsti hreini rafbíllinn á heimsmarkaði. Þeir hlutir sem voru hannaðir til notkunar í i3 hafa síðar einnig nýst í aðra rafbíla BMW samsteypunnar. Mini Cooper SE hefur notið góðs af rafhlöðunum og drifrásinni sem dæmi. i3 í HomeRun útgáfu. Á næsta ári stendur til að verksmiðja BMW í Leipzig muni verða fyrsta verksmiðjan sem framleiðir bæði BMW og Mini bíla þegar Mini Countryman verður rafvæddur.
Vistvænir bílar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent