Frábær veiði hjá krökkunum í Elliðaánum Karl Lúðvíksson skrifar 12. júlí 2022 09:48 Barnadagur var haldinn í Elliðaánum síðastliðinn sunnudag en þá er ungum félagsmönnum SVFR boðið í Elliðaárnar og það bar heldur vel í veiði. Það var vaskur hópur barna sem mætti eldsnemma í veiðihúsið og beið eftir því að kasta flugu í ána. Þeim til halds og traust voru sjálfboðaliðar úr leiðsögu menn SVFR en það var nú þannig að sum þessara barna eru orðin svo góðir kastarar að það þurfti bara segja þeim hvar laxinn liggur. Tekið var á móti börnunum með flugum sem veiðibúðirnar á höfuðborgarsvæðinu lögðu til svo allir væru klárir í slaginn. Göngur í Elliðaárnar hafa verið með besta móti og það sem kom á óvart er hversu mikið af laxi er genginn upp á svæðið fyrir ofan Árbæjarstíflu. Þar var mikið af laxi í veiðistöðum eins og Kistum, Símastreng, Hrauni og Hundasteinum en eins lágu laxar í Fljótinu, Heyvaðshyl og Höfuðhyl. Veiðin var frábær hjá þessum vaska hóp en alls var 20 löxum landað og fleiri sem duttu af. Nokkrir Maríulaxar voru í veiðinni og var þeim að sjálfsögðu vel fagnað. Öllum laxi var sleppt. Stangveiði Mest lesið 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Laxar farnir að sjást víða Veiði Spennandi möguleiki fyrir Íslenska veiðimenn í USA Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Að lána eða lána ekki veiðidót Veiði Flottir Sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði Vel skrifuð bók um rjúpnaveiðar Veiði
Það var vaskur hópur barna sem mætti eldsnemma í veiðihúsið og beið eftir því að kasta flugu í ána. Þeim til halds og traust voru sjálfboðaliðar úr leiðsögu menn SVFR en það var nú þannig að sum þessara barna eru orðin svo góðir kastarar að það þurfti bara segja þeim hvar laxinn liggur. Tekið var á móti börnunum með flugum sem veiðibúðirnar á höfuðborgarsvæðinu lögðu til svo allir væru klárir í slaginn. Göngur í Elliðaárnar hafa verið með besta móti og það sem kom á óvart er hversu mikið af laxi er genginn upp á svæðið fyrir ofan Árbæjarstíflu. Þar var mikið af laxi í veiðistöðum eins og Kistum, Símastreng, Hrauni og Hundasteinum en eins lágu laxar í Fljótinu, Heyvaðshyl og Höfuðhyl. Veiðin var frábær hjá þessum vaska hóp en alls var 20 löxum landað og fleiri sem duttu af. Nokkrir Maríulaxar voru í veiðinni og var þeim að sjálfsögðu vel fagnað. Öllum laxi var sleppt.
Stangveiði Mest lesið 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Laxar farnir að sjást víða Veiði Spennandi möguleiki fyrir Íslenska veiðimenn í USA Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Að lána eða lána ekki veiðidót Veiði Flottir Sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði Vel skrifuð bók um rjúpnaveiðar Veiði