Góðar laxagöngur á Vesturlandi Karl Lúðvíksson skrifar 12. júlí 2022 11:00 Veiðin í Langá er komin á fullt skrið. Mynd: KL Laxveiðin er komin á fullt um allt land en göngur eru þó misjafnar eftir ám og landhlutum eins og alltaf. Laxveiðiárnar á Vesturlandi eru komnar í gír því vikutölurnar þat fara hækkandi samfara því að auknar göngur eru árnar. Þetta er mikill viðsnúningur frá í fyrra. Sem dæmi var 90 löxum landað í síðustu viku í Flókadalsá og Þverá og Kjarrá með yfir 200 laxa. Langá gaf 78 laxa og Haffjarðará svipað. Veiðimenn sem hafa verið við Þverá, Kjarrá, Langá og Hítará segja að það sé augljóslega mun meira af laxi að ganga núna en á sama tíma undanfarin tvö eða þrjú sumur og tölurnar sýna það alveg svart á hvítu. Nú er stórstreymt næsta laugardag þann 15. júlí og aðdragandinn að þessum straum gæti skilað góðum göngum í árnar. Á ósasvæðunum. til dæmis við Langá, sjást boðaföll eftir laxatorfum sem bíða þess að ganga upp en það var á tímabili svo mikið af laxi að ganga að laxastiginn var fullur af fiski að sögn veiðimanna og leiðsögumanna við Langá. Stangveiði Mest lesið Mest af sjóbleikju á norðanverðu landinu Veiði Lifnar yfir veiðinni í Hraunsfirði Veiði Laxá í Dölum gaf 34 laxa í gær Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Miðfjarðará opnaði með 30 laxa holli Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði
Laxveiðiárnar á Vesturlandi eru komnar í gír því vikutölurnar þat fara hækkandi samfara því að auknar göngur eru árnar. Þetta er mikill viðsnúningur frá í fyrra. Sem dæmi var 90 löxum landað í síðustu viku í Flókadalsá og Þverá og Kjarrá með yfir 200 laxa. Langá gaf 78 laxa og Haffjarðará svipað. Veiðimenn sem hafa verið við Þverá, Kjarrá, Langá og Hítará segja að það sé augljóslega mun meira af laxi að ganga núna en á sama tíma undanfarin tvö eða þrjú sumur og tölurnar sýna það alveg svart á hvítu. Nú er stórstreymt næsta laugardag þann 15. júlí og aðdragandinn að þessum straum gæti skilað góðum göngum í árnar. Á ósasvæðunum. til dæmis við Langá, sjást boðaföll eftir laxatorfum sem bíða þess að ganga upp en það var á tímabili svo mikið af laxi að ganga að laxastiginn var fullur af fiski að sögn veiðimanna og leiðsögumanna við Langá.
Stangveiði Mest lesið Mest af sjóbleikju á norðanverðu landinu Veiði Lifnar yfir veiðinni í Hraunsfirði Veiði Laxá í Dölum gaf 34 laxa í gær Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Miðfjarðará opnaði með 30 laxa holli Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði