Góðar laxagöngur á Vesturlandi Karl Lúðvíksson skrifar 12. júlí 2022 11:00 Veiðin í Langá er komin á fullt skrið. Mynd: KL Laxveiðin er komin á fullt um allt land en göngur eru þó misjafnar eftir ám og landhlutum eins og alltaf. Laxveiðiárnar á Vesturlandi eru komnar í gír því vikutölurnar þat fara hækkandi samfara því að auknar göngur eru árnar. Þetta er mikill viðsnúningur frá í fyrra. Sem dæmi var 90 löxum landað í síðustu viku í Flókadalsá og Þverá og Kjarrá með yfir 200 laxa. Langá gaf 78 laxa og Haffjarðará svipað. Veiðimenn sem hafa verið við Þverá, Kjarrá, Langá og Hítará segja að það sé augljóslega mun meira af laxi að ganga núna en á sama tíma undanfarin tvö eða þrjú sumur og tölurnar sýna það alveg svart á hvítu. Nú er stórstreymt næsta laugardag þann 15. júlí og aðdragandinn að þessum straum gæti skilað góðum göngum í árnar. Á ósasvæðunum. til dæmis við Langá, sjást boðaföll eftir laxatorfum sem bíða þess að ganga upp en það var á tímabili svo mikið af laxi að ganga að laxastiginn var fullur af fiski að sögn veiðimanna og leiðsögumanna við Langá. Stangveiði Mest lesið Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Kvikmyndahátið fluguveiðimannsins Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði
Laxveiðiárnar á Vesturlandi eru komnar í gír því vikutölurnar þat fara hækkandi samfara því að auknar göngur eru árnar. Þetta er mikill viðsnúningur frá í fyrra. Sem dæmi var 90 löxum landað í síðustu viku í Flókadalsá og Þverá og Kjarrá með yfir 200 laxa. Langá gaf 78 laxa og Haffjarðará svipað. Veiðimenn sem hafa verið við Þverá, Kjarrá, Langá og Hítará segja að það sé augljóslega mun meira af laxi að ganga núna en á sama tíma undanfarin tvö eða þrjú sumur og tölurnar sýna það alveg svart á hvítu. Nú er stórstreymt næsta laugardag þann 15. júlí og aðdragandinn að þessum straum gæti skilað góðum göngum í árnar. Á ósasvæðunum. til dæmis við Langá, sjást boðaföll eftir laxatorfum sem bíða þess að ganga upp en það var á tímabili svo mikið af laxi að ganga að laxastiginn var fullur af fiski að sögn veiðimanna og leiðsögumanna við Langá.
Stangveiði Mest lesið Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Kvikmyndahátið fluguveiðimannsins Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði